Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Áfram krakkar!

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir fór og sá leik­sýn­ingu um hina ástkæru Fíu­sól.

Áfram krakkar!
Kraftur í krökkunum í leikverkinu Fíusól. Mynd: b'Iris Dogg Einarsdottir'
Leikhús

Fía­sól gefst aldrei upp

Höfundur Kristín Helga Gunnarsdóttir
Leikstjórn Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Leikarar Hildur Kristín Kristjánsdóttir / Viktoría Dalitso Þráinsdóttir, Óttar Kjerulf Þorvaðarson / Auðunn Sölvi Hugason, Birna Pétursdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson / Jörundur Ragnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson / Halldór Gylfason, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sölvi Dýrfjörð, Auður Óttarsdóttir / Bríet Sóley Valgeirsdóttir, Vilhelm Neto, Oktavía Gunnarsdóttir / Rafney Birna Guðmundsdóttir, Stormur Björnsson / Hlynur Atli Harðarson, Gunnar Erik Snorrason / Sigurður Hilmar Brynjólfsson, Kolbrún Helga Friðriksdóttir / Þyrí Úlfsdóttir, Kristín Þórdís Guðjónsdóttir / Heiðrún Han Duong, Jakob Steinsen, Guðný Þórarinsdóttir / Rebecca Lív Biraghi og Guðmundur Brynjar Bergsson / Garðar Eyberg Arason

Leikgerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlist og söngtextar: Bragi Valdimar Skúlason

Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlistarstjórn og útsetningar: Karl Olgeirsson

Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir

Leikmynd: Eva Signý Berger

Búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Borgarleikhúsið
Niðurstaða:

Alíslenskur og alúðlegur söngleikur fyrir alla aldurshópa.

Gefðu umsögn

Fíasól kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 í bókinni Fíasól í fínum málum. Tæplega tuttugu árum seinna er þessi kraftmikli karakter enn þá í fínustu málum enda gefst hún aldrei upp. Nú leiðir Fíasól áhorfendur inn í Borgarleikhúsið til að skemmta, mennta og njóta samverunnar.

Leikgerðin er í höndum Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur, sem er einnig leikstjóri, og byggir á höfundarverki Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Bragi Valdimar Skúlason semur tónlistina og lagatextana. Í heildina heppnast sýningin með ágætum þar sem raunveruleiki og valdefling barna er sett fyrir sviðsmiðju. Fíasól er hugrökk og ákveðin en berst líka við óöryggi á meðan hún fetar sig áfram í veröldinni, ljómandi persóna fyrir ungt fólk og fullorðna til að spegla sig í og læra af.

Höfundum liggur mikið á hjarta

Skapari FíusólarKristín Helga Gunnarsdóttir er höfundur bókanna um Fíusól.

Höfundum liggur mikið á hjarta og að koma innra lífi barna til skila sem er virðingarvert: Tækjalausi dagurinn, Hjálparsveit barna, hrekkjavaka, hrekkjusvín, lyklabörn, stærðfræðipróf og dauði koma öll við sögu … Stundum verður skarkalinn svo mikill að sögurnar þvælast, þar má nefna amstrið í kringum tækjalausa daginn, sem er auðvitað stórt málefni en virðist eins og hugmynd sem var saumuð inn í sýninguna eftir á. Hæfileika Braga Valdimars sem texta- og tónlistarsmiðs þarf varla að kynna fyrir neinum. Hann á heiðurinn af ríflega tíu söngatriðum, laglega útsett af Karli Olgeirssyni, en þar stendur Draumaslóð hæst, þrátt fyrir að vera í rólegri kantinum.

Þórunn Arna kom eins og stormsveipur í hlutverki leikstjóra á síðasta ári með Emil í Kattholti í farteskinu. Hún er búin að finna sinn heimavöll á stóra sviðinu og fer metnaðarfullar leiðir til að gefa okkar yngstu leikurum pláss, leyfa þeim að njóta sín og undirstrika þeirra fjölbreyttu hæfileika, öllum á sinn hátt. Leikhópi barnanna er skipt í tvennt, þannig að sömu hóparnir vinna saman í hvert skipti. Fullorðnu leikararnir brúa síðan bilið sem myndar samfellu á milli sýninga.

Leikverkið um Fíusól. Kröftugir krakkar í leikverkinu um Fíusól.

Gleðiblandin ástríða og einlægni

Snúið er að ræða um frammistöðu einstaklinga sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu, sum börnin höfum við þó séð áður í stórum uppsetningum. Lykilatriðið er að hópurinn sem heild setur allan sinn kraft í hlutverkin, uppljómuð af gleðiblandinni ástríðu og einlægni sem er ekki hægt að falsa. Samvinnan er góð, söngatriðin smitandi og fremst í flokki stendur Fíasól (leikin af Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur í þetta skiptið) sem leiðir hersinguna af mikilli innlifun. Ungu leikararnir opna hjörtu sín fyrir áhorfendum, slík gjafmildi gleður og hrærir.

Leikmyndina hannar Eva Signý Berger, sem er óðum að verða einn helsti sviðsmyndahönnuður landsins þegar kemur að stórum uppsetningum. Fagurfræðin er blanda af litríkum ævintýraheim og bláköldum raunveruleikanum, skandinavísk heimilishönnun sem vettvangur óharðnaðs ímyndunarafls. En líkt og með leikgerðina þá eru hugmyndirnar nánast svo margar að leiksviðið teppist, plássið í hverri leikmynd fyrir sig er ekki ýkja mikið fyrir ærslagang eða orkumiklu dansa Valgerðar Rúnarsdóttur. Búningar Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur eru að sama skapi uppfullir af litagleði en endurspegla líka hversdagsleikann. Sköpunargleðin springur síðan út í hrekkjavökuatriðinu, hver búningur listaverk.

Birna Pétursdóttir hefur blómstrað síðustu misseri eftir að hún sló í gegn á Akureyri. Hún er skínandi dæmi um að stóru leikhúsin megi ekki einblína á eina menntastofnun þegar kemur að leikaravali. Birna ber með sér útgeislun, afslappaða nærveru í hlutverki Dúnu mömmu og hæfileika sem vonandi fá að vaxa enn frekar í fyllingu tímans. Sveinn Ólafur Gunnarsson er henni til halds og stuðnings í hlutverki Láka pabba, en mætti stundum stíga aðeins fastar til jarðar í túlkun sinni.

Ekki er auðvelt að vera barn, hvað þá unglingur. Rakel Ýr Stefánsdóttir og Sölvi Dýrfjörð leika unga parið sem er að pota sér saman undir smásjá fjölskyldunnar, foreldrarnir reyna að láta lítið fyrir því fara en yngri systurnar síður. Börn vita nefnilega meira heldur en hinir eldri vilja endilega viðurkenna eða sætta sig við. Bæði leysa þau hlutverkið vel af hendi, þá sérstaklega Rakel Ýr, sem er í bland tryllingslega pirruð yfir öllu en líka góð systir þegar þarf.

Kunna fag sitt upp á tíu

Sigrún Edda Björnsdóttir mætir með sína alkunnu hlýju og hæfileika inn á leiksviðið, hokin af reynslu að leika ömmur og eldri konur. Til hennar er yfirleitt leitað þegar slíkt hlutverk þarf að leysa enda má alltaf treysta á gæði í hæsta flokki þegar hún er annars vegar. Hún er söngvin og sérlunduð, smá óþolandi og sjarmerandi, algjörlega með hlutverkið í hendi sér. Bergur Þór Ingólfsson er frekar utangátta, kannski í takt við  hlutverkið, sem þarfnast aðeins meiri vinnu af hálfu höfunda. En eins og Sigrún Edda kann hann sitt fag upp á tíu.

Vilhelm Neto er í svipuðum sporum og Bergur Þór, þrátt fyrir að vera á öndverðum meiði hvað leikaraferilinn varðar, enda rétt að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu. Hann er í takmörkuðu hlutverki en nýtir tækifærið til hins ítrasta, sérstaklega í sínu stóra númeri og sýnir hvers hann er megnugur.

Fíasól gefst aldrei upp er falleg og grípandi sýning en stundum er of mikið í gangi, eins og höfundunum liggi svo mikið á hjarta. Þannig gleymist formið, afleiðingin er sú að sumar sögurnar missa marks. Fíasól býður upp á gleði og góðan boðskap, uppfull af mikilvægum skilaboðum og fínustu tónlist. Metnaðarfullur söngleikur þar sem börnin standa fremst og fyrst, þau bera sýninguna á herðum sér með örlítilli og örlátri hjálp hinna fullorðnu.  

Niðurstaða: Alíslenskur og alúðlegur söngleikur fyrir alla aldurshópa.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár