Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Að skapa eigin útgáfu af höfundi

Þýð­ing­in er vel að merkja hnökra­laus og flýt­ur vel, en það er vissu­lega ein­hver merki­lega ein­fald­ur orða­gald­ur sem eft­ir sem áð­ur er erfitt að þýða á milli, þótt stund­um tak­ist það prýði­lega.

Að skapa eigin útgáfu af höfundi
Lydia Davis Höfundur Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur
Bók

Mér líð­ur ágæt­lega en mér gæti lið­ið bet­ur

Höfundur Lydia Davis/ Þýðandi: Berglind Erna Tryggvadóttir
Benedikt bókaútgáfa
220 blaðsíður
Niðurstaða:

Stundum rekast á fagurfræði og smekkur tveggja aðdáenda sama höfundar – og það gerðist líklega hér, á milli þýðanda og gagnrýnanda sem hefði valið allt aðrar sögur Lydiu.

Gefðu umsögn

Safnrit þýddra verka eru merkilegt fyrirbæri, því í vissum skilningi verður þýðandinn höfundur, birtir manni þá útgáfu höfundarins sem hann skapar, sem honum hugnast best, hvort sem það er með því að velja eigin uppáhaldssögur, það sem þýðanda finnst lýsa skáldinu best eða með að velja sögur sem skapa einhverja heild, eiga einhverjar forvitnilegar innbyrðis samræður.

Fyrir tæpum áratug var ég í smásagnakúrsi þar sem pakistanskur prófessor lét okkur lesa helling af smásögum eftir Lydiu Davis, og ég heillaðist gjörsamlega, hún var nýi uppáhalds smásagnahöfundurinn minn (rétt á undan Tennessee Williams, sem alltof fáir vita að er engu síðri smásagnahöfundur en leikskáld).

Það er þó takmarkandi að kalla Davis smásagnahöfund, hún skrifar einfaldlega alls kyns texta og sumir geta flokkast sem smásögur, enn fleiri sem örsögur eða jafnvel ljóð eða spakmæli. En það sem skiptir meira máli en merkimiðinn er þessi margræðni og flókni galdur Lydiu, sem virkar samt svo lúmskt einfaldur.

Hún finnur ótrúlega dýpt í minnstu smáatriðum, er lúmskt fyndin, segir það sem fólk hugsar en segir sjaldnast upphátt. Orðkyngin er stundum slík að maður les örstutta sögu aftur og hugsar: Hvað gerðist eiginlega? Því galdurinn er þarna, í þessum örfáu orðum, samt kemur maður ekki auga á hann. Hún spilar á einhverja göldrótta persónulega strengi á nánast óskiljanlegan hátt.

„þótt hér séu nokkrar göldróttar sögur voru samt furðu fáar sem virkilega gripu mig“

Ókunnugir virðast hennar helsta uppsretta, hún sér sögu í öllum, en það gætu líka verið hennar eigin sögur. Stundum fær maður á tilfinninguna að sögurnar séu persónulegar, stundum grunar mann að hún sé að skálda um sér fullkomlega ókunnugt fólk sem hún sér tilsýndar – og öllu þessu blandar hún saman og finnur einhvern sannan kjarna í öllu þessu. Stundum eru þetta bara yndislegir litlir brandarar, eins og þessi:

Varðandi heimilisþrif

Undir öllum þessum óhreinindum er gólfið í raun mjög hreint.“

Þetta var heil saga – sumar eru svona stuttar. Aðrar lengri, uppáhaldið mitt í þessu safni er „Það sem þú lærir um barnið“, 16 síður sem er brotakennt örsagnasafn texta um móður að kynnast nýrri lífveru, samsafn hversdagslegra en djúpviturra athugana um nýjan einstakling og tengsl þeirra mæðgna.

En þótt hér séu nokkrar göldróttar sögur voru samt furðu fáar sem virkilega gripu mig, miklu fleiri sem voru eins og titilssagan, áhugaverðar og fengu mann stundum til að brosa í kampinn, sögur sem fjalla oftast um pínlegar og erfiðar aðstæður – en stundum gerist ekkert meira en það. Hún Lydia mín er ekkert óskeikul. Það er eins og fókusinn í valinu hafi verið á slíkar sögur, en heildarsafn Davis er um þúsund síður (heildarsafn frá 2009 til viðbótar við nýja bók sem kom fimm árum síðar) og því ekki nema brot af þeim sem kemst fyrir hér.

Þýðingin er vel að merkja hnökralaus og flýtur vel, en það er vissulega einhver merkilega einfaldur orðagaldur sem eftir sem áður er erfitt að þýða á milli, þótt stundum takist það prýðilega. En eftir að hafa leitað aftur í frumútgáfuna sýnist mér ástæðan fyrst og fremst sú að ég hefði valið allt aðrar sögur eftir Lydiu í mitt safn.

Hér er þó sumt magnað, áðurnefnd barnasaga, saga um hvernig eigendur látins hunds endurskapa hann úr hárunum sem þeir finna, um gleðilegustu stundina sem einhver annar á og um gjafirnar sem sóað er á mann sjálfan: „Ég er viss um að mjög dýru víni sé oft sóað í fólk sem kann ekki að meta það, fólk eins og mig.“

Og það er til marks um fjölbreytileikann og breiddina að tveir lesendur skuli heillast af allt öðrum sögum í þessum stóra sagnaheimi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár