Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Grindvíkingar náðu að koma eigum sínum í var

Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar var á vett­vangi í Grinda­vík í dag og fylgd­ist með Grind­vík­ing­um sækja helstu nauð­synj­ar og verð­mæti á heim­ili sín. Sum­ir sögðu kær­kom­ið að fá tæki­færi til þess, enda var all­ur gang­ur á því hvað rat­aði með, er fólk þurfti að rýma bæ­inn í skyndi á föstu­dags­kvöld.

Grindvíkingar náðu að koma eigum sínum í var
Gangandi föt Þessi unga kona, Guðrún Katrín Steinarsdóttir, var á meðal þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem þustu í snarhasti til síns heima í gær að sækja helstu verðmæti og nauðsynjar. Mynd: Golli

Stór hluti Grindvíkinga hélt aftur heim í dag, til að sækja nauðsynjar og verðmæti fyrir sig og fjölskyldur sínar. Björgunarsveitir boðuðu að rýma ætti bæinn um kl. 16, enda einungis hægt að athafna sig á meðan dagsbirta varir.

Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari, betur þekktur sem Golli, var á vettvangi fyrir Heimildina og fylgdist með bæjarbúum í Grindavík snúa til baka. Mörg voru fegin því að fá tækifæri til að komast heim að sækja nauðsynjar og verðmæti, enda var allur gangur á því hvort fólk hefði tækifæri til þess að taka allt það mikilvægasta með sér. 

Margir íbúar Grindavíkur voru farnir að heiman á föstudaginn, löngu áður en boð voru send út um að rýma skyldi bæinn, sökum þess að kvikugangur hafði myndast undir honum. Atburðarásin var hröð, eins og við eflaust öll munum.

Mæðgurnar Guðrún Katrín Steinarsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir voru á meðal þeirra sem voru fegnar að komast heim, en …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið kaup­ir íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga á 61 millj­arð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár