Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hvað gerðist í Grindavík 10. nóvember?

Raun­veru­leg at­burða­rás ör­laga­dag­inn 10. nóv­em­ber í Grinda­vík hef­ur ver­ið á reiki. Hvað flokk­ast und­ir hættu­ástand og hvers vegna var Grinda­vík ekki rýmd um leið og skjálfta­virkni tengd kviku­hreyf­ing­um færð­ist und­ir byggð­ina? Heim­ild­in grein­ir at­burða­rás­ina og leit­ar svara hjá al­manna­vörn­um.

Hvað gerðist í Grindavík 10. nóvember?

Rýming Grindavíkurbæjar 10. nóvember 2023 verður vafalaust lengi í manna minnum markaður sem sögulegur atburður, ekki ólíkt gosinu í Heimaey árið 1973. Náttúruöflin sem hrundu rýmingunni af stað eru gjarnan óútreiknanleg og ægileg, en þrátt fyrir það er margt enn óljóst varðandi atburðarásina þann 10. nóvember. Til að mynda hvenær upplýsingar Veðurstofunnar lágu fyrir og hvenær þeim var miðlað til Almannavarna og hvers vegna rýmingin var framkvæmd klukkan ellefu um kvöldið en ekki fyrr, en valdið yfir þeirri ákvörðun var þó í mannahöndum. Sérfræðingar voru ekki sammála um hættur og sviðsmyndir og yfirlýsingar og viðvaranir þeirra stönguðust gjarnan á í fjölmiðlum.

Þá sýnir ný rannsókn fræðafólks, meðal annars frá Veðurstofu Íslands, sem birt var í vísindaritinu Science, að áhyggjur af kvikugangi undir Grindavíkurbæ virðast hafa legið fyrir nokkrum klukkustundum áður en rýmingin var tilkynnt. Heimildin kafar ofan í atburðarásina og kortleggur hvað gerðist.

Dagur mikilla hræringa

Það var um ellefu …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið kaup­ir íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga á 61 millj­arð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár