Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Hreinræktaður uppvakningasplatter

Æv­ar Þór Bene­dikts­son geng­ur skemmti­lega langt í hryll­ingn­um og það er nóg af blóði, gori, slími og spring­andi holdi í bók­inni. Ari H. G. Ya­tes slær hár­rétt­an tón í mynd­um sín­um sem und­ir­strika húm­or­inn í frá­sögn­inni og eru hvorki of hroll­vekj­andi né of barna­leg­ar.

Hreinræktaður uppvakningasplatter
Höfundurinn Ævar Þór Benediktsson. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Skóla­slit 2

Dauð viðvörun
Höfundur Ævar Þór Benediktsson/ Ari H.G Yates myndskreytir
Forlagið
219 blaðsíður
Niðurstaða:

Hressandi uppvakningasplatter fyrir krakka með húmor, spennu og rotnandi holdi.

Gefðu umsögn

Eins og svo margt sem höfundurinn og leikarinn Ævar Þór Benediktsson tekur sér fyrir hendur er nýjasta bók hans, Skólaslit 2, hluti af stærri heild. Hrollvekjurnar í bókaflokki þessum birtast fyrst á netinu sem framhaldssögur og tilheyra verkefni sem kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ höfðu frumkvæði að. Markmiðið er að búa til óvenjulega og hvetjandi lestrarupplifun sem er sérstaklega ætlað að ná til drengja (þótt verkefnið taki til allra nemenda), að ræða um og við stráka sem lesendur á jákvæðan máta. Af umfjöllun um verkefnið má sjá að kennarar og nemendur hafa tekið Skólaslitum fegins höndum og unnið með sögurnar á afar skapandi hátt. Ævar Þór hefur unnið ötullega að lestrarhvatningu um árabil, talað til ólíkra hópa og beitt ýmsum aðferðum en ávallt með smitandi sagnagleði í fyrirrúmi. Skólaslit 2: Dauð viðvörun er nú komin út í bókarformi – lengri og ógeðslegri en vefútgáfan, eins og höfundur útskýrir – en vert að geta þess að Skólaslit 3: Öskurdagur birtist í köflum á heimasíðu verkefnisins í október, bæði til lestrar og hlustunar.

Skólaslit 2 er sjálfstætt framhald fyrstu sögunnar og hreinræktaður uppvakningasplatter í bókarformi. Við upphaf sögunnar kemst lesandinn að því að heil unglingadeild úr skóla á Reykjanesi er horfin eftir skólaferðalag. Að lögreglustöð á svæðinu skjögrar blóðugur unglingur og stynur upp úr sér að þau séu öll dáin. Þannig hefst spennandi frásögn sem er sviðsett samkvæmt helstu formúlum hryllingsmynda og -bókmennta, án þess að formúlunálgunin sé ókostur enda markhópurinn lesendur sem hafa haft styttri kynni af slíkum aðferðum en fullorðnir lesendur. Við kynnumst hópi unglinga (og einum ógæfusömum kennara) sem verða hetjur sögunnar, aukapersónur dúkka upp og drepast með dramatískum hætti eins og vera ber, veðrið og náttúruöflin eiga stóran þátt í að magna upp andrúmsloftið og með reglulegu millibili verða óvæntar sviptingar. Illi krafturinn sem ungmennin berjast við kallar fram hugrenningatengsl við Stranger Things sem er auðvitað annað dæmi um skáldskap þar sem þekktum hryllingsstefjum er beitt af sköpunargleði.

Stundum hefði mátt lofta betur um frásögnina, spennuþrungin framvindan er keyrð hratt áfram eftir að óhugnaðurinn skellur á fyrir alvöru og þeir sem gleypa í sig söguna í einu bretti eins og sú sem hér skrifar gætu þurft að draga andann djúpt nokkrum sinnum og líta upp úr bókinni til að kaflarnir renni ekki saman í öllum hraðanum. Keyrslan er þó brotin upp með persónulegum sögum aðalpersónanna sem eru dregnar næmum dráttum og minna lesandann á að ekki er allt sem sýnist og að öll eigum við okkur fleiri hliðar en þær sem við kjósum að sýna út á við. Eins og ein persónan segir þá erum við öll svo margt.

Ævar gengur skemmtilega langt í hryllingnum og það er nóg af blóði, gori, slími og springandi holdi í bókinni. Ari H. G. Yates slær hárréttan tón í myndum sínum sem undirstrika húmorinn í frásögninni og eru hvorki of hrollvekjandi né of barnalegar.

Það er óþarfi að hafa lesið fyrstu bókina í flokknum til að hafa gaman af Skólaslitum 2 en þær fléttast þó saman á hátt sem undirbyggir um leið þriðju og síðustu söguna. Skólaslitabækurnar bera stílræn merki Ævars sem höfundar en eru þó hressandi öðruvísi en flest sem skrifað er fyrir krakka á íslensku, og til þess er leikurinn gerður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár