Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Testósterón, adrenalín og viskí

Það er aug­ljóst að Skúli Sig­urðs­son, höf­und­ur Manns­ins frá Sao Pau­lo, nýt­ur þess að skrifa og það skil­ar sér til les­and­ans. Mein­ið er bara að sag­an er allt, allt of löng og spennu­stig­ið er svo lágt að það er nán­ast und­ir frost­marki.

Testósterón, adrenalín og viskí
Höfundurinn Skúli Sigurðsson Mynd: Edda Karítas Baldursdóttir
Bók

Mað­ur­inn frá São Pau­lo

Höfundur Skúli Sigurðsson
Drápa
432 blaðsíður
Niðurstaða:

Maðurinn frá Sao Paulo er ágætlega stíluð saga þar sem sögulegum staðreyndum er fimlega fléttað saman við skáldskap. Sagan er þó æði langdregin og spennustig undir frostmarki.

Gefðu umsögn

Morð er framið í Reykjavík árið 1977. Leigubílstjóri er skotinn í hnakkann og aðstæður á vettvangi eru þannig að talað er um aftöku. Lögreglumaðurinn Héðinn Vernharðsson er ungur og blautur á bakvið eyrun, en byrjar að rannsaka málið. 

Páll Ósvaldsson, hinn myrti bílstjóri, reynist hafa verið nasisti sem átti ansi myrka fortíð. Hann var útsendari Gestapo í Danmörku á stríðsárunum, njósnaði um andspyrnumenn og sveik marga í fangelsi og jafnvel útrýmingarbúðir. Þegar leigjandi Páls heitins, Þjóðverjinn Karl Günther Schmidt, er svo numinn á brott kemur fljótlega í ljós að Héðinn og félagar hans hjá rannsóknarlögreglunni eiga í höggi við harðsvíraða nasistaveiðara sem einskis svífast.

Sagan gerist að mestu í Reykjavík 1977 en nokkuð ört er svissað á milli tímaskeiða. Hún hefst í Rostov í Úkraínu 1942, þegar herdeildarlæknirinn Josef Mengele bjargar lífi tveggja manna, og berst til Suður-Ameríku eftir stríðið, þegar nefndur Mengele fer þar huldu höfði og landi hans Karl Günther Schmidt – sá sem hann bjargaði í Rostov – er þar einnig staddur áður en hann fær aðstoð Páls Ósvaldssonar til þess að komast til Íslands. 

Maðurinn frá Sao Paulo sver sig í ætt njósnarasagna af gamla skólanum. Árið 1977 er heldur ekki hlaupið með DNA-sýni inn á rannsóknarstofur í tíma og ótíma. Ónei. Sakamálarannsókn Héðins og félaga tekur stökk fram á við þegar sígarettustubbur af ákveðinni tegund (sem finnst á morðvettvangi) er borinn saman við sígarettupakka sem finnst á öðrum stað. Gömul ljósmynd sem rifin er á einu horninu og bréfmiði með heimilisfangi eru enn fremur mikilvæg sönnunargögn.

Gömlu njósnarasögurnar og amerísku reyfararnir höfðu yfirleitt sterka karlhetju í forgrunni, svala og klára Bond-týpu. Lesendur fá ekkert að vita um einkalíf Héðins Vernharðssonar. Vitneskjan er bundin við starf hans, hann er rannsóknarfulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, óöruggur með sig lengi framan af, en reynist síðan þrautgóður á raunastund, alveg ólseigur töffari sem reykir mikið og bölvar og býður öllum heiminum birginn. Það er ansi lýsandi fyrir þessa týpu að eftir mikil átök tekur hann eftir „dauni eigin svita“ og finnur þar „blöndu af testósteróni og adrenalíni og kannski viskíi“. (bls. 400). 

Maðurinn frá Sao Paulo er ekki saga sem byggir á flókinni fléttu eða mjög óvæntri lausn. Lausnin liggur nánast fyrir snemma í sögunni og eftir það kemur fátt á óvart. Það er mikið talað, mikið reykt og mikið drukkið af áfengi – eins og lög gera ráð fyrir í þessari tegund bókmennta. Þegar leikar æsast og byssubardögum, slagsmálum, pyntingum og bílaeltingaleikjum er lýst er höfundur í essinu sínu og þá kemur  kaldhamraður og skemmtilegur húmor í ljós. Líkingar eru sumar hverjar ansi hreint frumlegar: „Njáll hljómaði eins og svefndrukkin rolla sem horfir í bílljós“. (bls. 258)  „Héðinn dró ósjálfrátt andann af öllum kröftum og gaf frá sér hljóð eins og mökunarkall elgs“. (bls 334) „Kaffið þótti honum undarlegt, það var dálítið eins og að drekka blómabeð“. (bls 363) 

Það er augljóst að Skúli Sigurðsson, höfundur Mannsins frá Sao Paulo, nýtur þess að skrifa og það skilar sér til lesandans. Hann er ágætur stílisti og hefur hæfileika til þess að setja sig inn í tungutak fortíðar – og honum tekst vel að miðla atriðum sem eru sagnfræðilega rétt og flétta þau saman við skáldskap. 

Meinið er bara að sagan er allt, allt of löng og spennustigið er svo lágt að það er nánast undir frostmarki. Á löngum köflum er hreinlega erfitt að halda sig við lesturinn og kannski mætti segja að ritgleði höfundar beri söguna ofurliði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár