Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Mál stöðvarstjórans á Tene: MAST ætlar að gera kröfu um viðveru á staðnum

Karl Stein­ar Ósk­ars­son, deild­ar­stjóri Fisk­eld­is hjá MAST, seg­ir að ekk­ert í lög­um og regl­um kveði á um bú­setu stöðv­ar­stjóra lax­eld­is­fyr­ir­tækja á staðn­um. Hann seg­ir að mál stöðv­ar­stjóra Arctic Fish á Pat­reks­firði sýni hins veg­ar að gera þurfi aukn­ar kröf­ur um að starfs­menn sem sinni eft­ir­lit með sjókví­um sé á staðn­um.

Mál stöðvarstjórans á Tene: MAST ætlar að gera kröfu um viðveru á staðnum
Skoða lagabreytingar til að tryggja betra eftirlit Matvælastofnun skoðar nú lagabreytingar til að tryggja að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi betra eftirlit með sjókvíunum sem þau reka. Mynd: Aðalsteinn Kjartansson

„Okkur finnst þetta vissulega sérkennilegt. Við höfum heyrt af þessu og þetta er almannarómur á Patreksfirði og þarna fyrir vestan. En við getum ekki gert kröfu um það að stöðvarstjórar séu staðsettir á hverjum degi á eldissvæðunum,“ segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun (MAST), aðspurður um hvað stofnuninni finnist um það að stöðvarstjóri sjókvíaeldis hjá Arctic Fish á Patreksfirði, Ísak Óskarsson, hafi verið búsettur á Tenerife meðan hann hefur gegnt starfinu. Heimildin greindi frá þessu í dag. „Það stendur ekkert um þetta í lögum og reglum hvar stöðvarstjórinn á að vera staðsettur,“ segir Karl Steinar. 

Ein afdrifaríkasta slysaslepping í sögu íslensks laxeldis átti sér stað hjá Arctic Fish á Patreksfirði í sumar þegar gat kom á sjókví fyrirtækisins. Að minnsta kosti 3500 eldislaxar sluppu úr eldiskvínni og hafa þessir laxar synt upp í ár víðs vegar um landið. Fjöldamótmæli, skipulögð af náttúruverndarsamtökum og hagsmunaaðilum í laxveiði, voru haldin á Austurvelli fyrr í haust til að bregðast við slysasleppingunni og mótmæla sjóakvíaeldinu. 

„Ég held ég geti fullyrt það að á öllum öðrum eldissvæðum á Íslandi er stöðvarstjórinn staðsettur á staðnum.“
Karl Steinar Óskarsson,
deildarstjóri fiskeldis hjá MAST

Skoða lagabreytingar til að tryggja betra eftirlit

Karl Steinar segir að hins vegar sé MAST að skoða að gera ríkari kröfur um það í framtíðinni að stöðvarstjórar laxeldisfyrirtækja séu búsettir og staðsettir á þeim stöðum þar sem kvíarnar sem þeir hafa yfirumsjón með eru. „Ég held ég geti fullyrt það að á öllum öðrum eldissvæðum á Íslandi er stöðvarstjórinn staðsettur á staðnum.

Uppbygging Arctic Fish er þannig að yfir fyrirtækinu er forstjóri, Stein Ove-Tveiten, sem er staðsettur á Ísafirði. Svo er einn eldisstjóri sem er yfir sjókvíaeldinu sem einnig er staðsettur á Ísafirði. Undir honum er svo stöðvarstjóri sem er yfir hverri eldisstöð eða eldinu í hverjum firði. Á Patreksfirði er þetta Ísak Óskarsson. Stöðvarstjórinn er því eins konar útibússtjóri, eða verkstjóri, í viðkomandi firði. 

Karl Steinar segir að lögfræðingar MAST séu að athuga hvað hægt sé að gera innan ramma laganna til að tryggja viðveru stöðvarstjóra á því laxeldissvæði sem viðkomandi stýrir. „Við erum að kanna hvort við höfum lögfræðilegar heimildir til þess að fara fram á þetta. Við ætlum að koma því áleiðis að ákvæði um viðveru stöðvarstjóra verði komið inn í næstu lagabreytingar um laxeldið sem er í vinnslu. Manni finnst það vera skynsamlegast. Þetta ætti að vera skilyrði

Lögreglurannsókn stendur yfir 

Nú stendur yfir lögreglurannsókn á slysasleppingunni sem snýst meðal annars um eftirlitsleysi með kvínni sem gat kom á. Fóðurvél var skilin eftir í kvínni og gataði hana með þeim afleiðingum sem eldislaxarnir sluppu út. Arctic Fish sinnti ekki neðansjávareftirliti með kvínni sem skyldi þar sem netið í henni undir yfirborðinu hafði ekki verið kannað í 95 daga áður en gatið uppgötvaðist. Samkvæmt vinnureglum á að framkvæmda neðansjávareftirlit á að minnst kosti 60 daga fresti. Auk þess var ekki viðhöfð ljósastýring í kvínni sem gerði það að verkum að fiskurinn varð kynþroska í meira mæli en átti að verða. Kynþroska fiskur getur frekar blandast við villta laxastofna ef hann sleppur. 

Samkvæmt því sem Karl Steinar segir þá getur lögreglurannsóknin á Arctic Fish ekki snúist um þetta með beinum hææti þar sem ekki er ákvæði um þetta í núgildandi lögum um fiskeldi. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Þetta er einfalt, rekstrarleyfi Arctic fish er útrunnið, verði ekki endurnýjað.
    0
  • Konráð Gíslason skrifaði
    Þetta er með ólíkindum! Ekkert eftirlit. Stöðvarstjórinn að taka af sér tásumyndir með mojito í annari hendinni.
    Já banana stjórnsýslan lætur ekki að sér hæða!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár