Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Móri og Skotta í bíó

Í Smáralind­ar Móra slæst Bryn­hild­ur Þór­ar­ins­dótt­ir í fríð­an flokk höf­unda á borð við Æv­ar Þór Bene­dikts­son og Hildi Knúts­dótt­ur og vef­ur sam­an þjóð­sagna­arf­inn og nú­tím­ann í óhugn­an­legri en jafn­framt skemmti­legri drauga­sögu sem hverf­ist um Smáralind­ina.

Móri og Skotta í bíó
Höfundurinn Brynhildur Þórarinsdóttir
Bók

Smáralind­ar Móri

Höfundur Brynhildur Þórarinsdóttir
Forlagið
104 blaðsíður
Niðurstaða:

Vel skrifuð nútímadraugasaga um afturgöngur þjóðsagnanna og hlutverk þeirra í nútímanum.

Gefðu umsögn

Draugar, nornir, skrímsli og annar hryllilegur efniviður hefur alltaf átt upp á pallborðið hjá börnum og unglingum. Ástæðurnar eru ýmsar að mati sérfræðinga:  fólk á öllum aldri nýtur þess að virkja efnafræði óttans í líkamanum án þess að þurfa að taka raunverulega áhættu, hvort sem það er í rússíbana eða við áhorf á hræðilegri bíómynd. Rökhugsunin og forvitnin stælast við að hugsa sig út að jaðri raunveruleikans og velta fyrir sér viðbrögðum við því sem þar kynni að leynast.

Við það að lifa sig inn í hrollvekjur gefst börnum kostur á að æfa sig að vera hrædd, ná tökum á óttanum í vernduðu umhverfi og verða jafnvel í framhaldinu hugrökk, í stuttu máli sagt: nýta sér ímyndaðar aðstæður til að kljást við mjög svo raunverulegar tilfinningar á öruggan hátt. 

Undanfarin ár hefur komið út hérlendis hver hressilega hrollvekjan af annarri fyrir börn sem virðast þó aldrei fá nóg af vampýrum, varúlfum og sombíum svo nokkur skrímsli séu nefnd. Í Smáralindar Móra slæst Brynhildur Þórarinsdóttir í fríðan flokk höfunda á borð við Ævar Þór Benediktsson og Hildi Knútsdóttur og vefur saman þjóðsagnaarfinn og nútímann í óhugnanlegri en jafnframt skemmtilegri draugasögu sem hverfist um Smáralindina.

Brynhildur er mörgum kynslóðum barnabókalesenda að afar góðu kunn en hún hefur skrifað fyrir börn síðan árið 1997. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir bækur sínar, meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Leyndardóm ljónsins sem kom út árið 2004 og Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2007 fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum en meðal þeirra má nefna Njálu, Eglu og Laxdælu. Hún er einnig í forsvari fyrir Barnabókasetur, sem er rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri.

„Ímyndunarafl lesandans fær þar með að njóta sín enda er það yfirleitt svo það sem við erum best sjálf í því að magna upp það sem veldur okkur mestum ótta í okkar eigin huga.“

 

Sagan hefst 10. október árið 2000, árið áður en Smáralindin var opnuð. Í fyrsta kafla fara tveir vinir í  háskalega heimsókn á harðlokað byggingarsvæðið sem hefur alvarlegar afleiðingar. Næsti kafli gerist akkúrat ári síðar þegar við fylgjum nokkrum vinkonum sem skemmta sér vel á opnunarhátíð verslunarmiðstöðvarinnar þar til ein þeirra hverfur skyndilega. Allir kaflar bókarinnar gerast svo 10.10. mismunandi ár þar sem afmælisdagar Smáralindar eru raktir hver af öðrum fram til 10. október 2022, óhugnaðurinn ágerist og atburðarásin skýrist smám saman á meðan draugarnir verða æ hressari. 

Þessi frásagnarháttur virkar mjög vel. Við sjáum sumar persónur þroskast og vaxa úr grasi, aðrar ekki, og óhugnaðinum er haldið við með því að gefa stundum innsýn í hugarheim drauganna sem eru byggðir á þekktum minnum úr þjóðsögunum, mórum og skottum. Mórar voru unglingsdrengir sem voru vaktir upp frá dauðum og voru yfirleitt í mórauðum stökkum eða peysum. Skotturnar voru unglingsstúlkur sem voru vaktar upp á sama hátt, með hefðbundin höfuðföt kvenna á 18. öld en báru þau yfirleitt öfugt á höfðinu og svo sugu þær á sér puttana. Skottur og mórar voru yfirleitt ættarfylgjur en fylgdu líka húsum.

Allt þetta leikur höfundur sér með og færir í nútímabúning, til dæmis hvernig óskunda draugarnir geta látið sér detta í hug með heila Smáralind að veði. Hér má til dæmis nefna ærsladraugagang í bíó þar sem poppi er beitt til hrellingar. Annað sem er vel gert í þessari bók er að hryllingnum er eiginlega aldrei lýst beint og  fátt sagt berum orðum heldur gefið í skyn að eitthvað hafi gerst, hvort sem er draugagangurinn eða atburðir og örlög sögupersónanna. Ímyndunarafl lesandans fær þar með að njóta sín enda er það yfirleitt svo það sem við erum best sjálf í því að magna upp það sem veldur okkur mestum ótta í okkar eigin huga. 

Innra eintal drauganna er vel útfært og það hvernig þau eru ekki meðvituð um ástand sitt á meðan þau missa samt smám saman tengslin við raunveruleikann. Minnir um margt á hugarástand drauganna í glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig frá 2010, og sýnir hvernig venjulegir krakkar geta orðið að köldum og sinnulitlum draugum þegar tenging við lifandi fólk og raunheima trosnar. 

Tímaferðalagið er líka hin besta skemmtun en Brynhildur hefur áður sýnt hæfileika í tíðarandatúrisma í bókinni Ungfrú fótbolti sem kom út árið 2019 en gerðist 1980. Saga Smáralindar er sögð gegnum afmælisdagana og meðfram því er þróun og tíðarandi í afmælishaldi verslunarmiðstöðvar sýnd, frá því að ókeypis klippingum, bolum og derhúfum var nánast troðið upp á viðskiptavini í tilefni opnunardagsins og fram til dagsins í dag þegar sykurský, frostpinnar og blöðrudýr eru á boðstólum. Um leið er tæpt á sögu þjóðarinnar undanfarin 22 ár, í uppgangi, í hruni, í farsótt og á árunum á milli. 

Myndlýsingar Elíasar Rúna auka á vídd sögunnar og óhugnað og brjóta textann upp á hátt sem gerir bókina þægilegri aflestrar fyrir lesendur sem eru að byrja að lesa þyngri bækur með alvarlegri texta. 

Smáralindar Móri er lipurlega skrifuð og vel útfærð nútímaútgáfa af draugasögunum sem kynslóðum saman fengu forforeldra okkar, börn og fullorðna til að skjálfa á beinunum þegar hausta tók og rökkrið læddist að. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár