Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hin sögulega hefnd 1: Nemmersdorf

Hvenær og hvort rétt­læta hermd­ar- og hryll­ings­verk að svar­að sé í sömu mynt?

Hin sögulega hefnd 1: Nemmersdorf
Þjóðverjar gerðu svo mikið sem þeir gátu úr skelfingunum í Nemmersdorf þó þeir könnuðust ekki við nein illvirki sinna manna. Mynd: Wikipedia

Majakovskoje heitir þúsund manna sveitaþorp í Kaliníngrad-héraði í Rússlandi. Það stendur við hljóða bugðu á ánni Angrapa, í kring er marflatt land, skógarlundir hér og hvar á jöðrum túna og akra, húsin í þorpinu eru lágreist flest og standa dreift. Þarna er skóli og félagsheimili en annars lítið um þjónustu því ekki eru nema 7 kílómetrar til héraðshöfuðborgarinnar Gusev í norðaustri.

Það er fátt fólk á ferli venjulega og aðkomufólki fyrirgefst þótt það hugsi: Mikið er þetta syfjulegt þorp, hér hefur áreiðanlega aldrei neitt gerst.

En það aðkomufólk hefði rangt fyrir sér. Í október árið 1944 varð Majakovskoje vissulega vettvangur sögulegra atburða – en íbúarnir, sem þá voru, vildu að hefðu ekki gerst.

Þýskir riddarar nema land

Í þá daga hét Majakovskoje Nemmersdorf. Þorpið tók að byggjast í byrjun 16. aldar og fyrstu íbúarnir voru þýskir bændur sem fluttust þangað austur þegar tevtónskir riddarar frá Þýskalandi tóku stór landflæmi að léni frá Pólverjum og Litáum. Þjóðverjar styrktu svo smátt og smátt yfirráð sín uns þarna hét hið þýska Prússland og varð hluti sameinaðs Þýskalands á 19. öld.

Október 1944Útlínurnar eru þó nútímalandamæri. Þýska borgin Köningsberg er nú rússneska borgin Kaliníngrad.

Íbúar í Nemmersdorf ræktuðu aðallega hesta og nautgripi þessar aldirnar. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst fóru margir ungu mannanna í stríðið en í staðinn fengu þorpsbúar nokkra tugi stríðsfanga frá Frakklandi og Belgíu til að vinna störfin. Heimafólk í Nemmersdorf gladdist yfir velgengni þýsku herjanna í stríðinu fyrstu árin en annars fer ekki sögum af því að það hafi verið sérlega harðsvíraðir nasistar.

Skriðdrekahetjan Maria Oktyabrskaya

En haustið 1944 var heldur betur farið að halla undan fæti. Hin mikla innrás Hitlers í Sovétríkin hafði misheppnast og sovéski herinn var nú kominn að landamærum hins gamla Prússlands. Þann 21. október braust 25. skriðdrekafylki 2. stórdeildar Rauða hersins nokkuð óvænt fram yfir brú yfir Angrapa við Nemmersdorf og hugðist sækja þaðan að Rominta-fljóti við Gusev sem þá hét Gumbinnen.

Þessi skriðdrekasveit hafði fyrst látið að sér kveða í orrustunni við Stalíngrad og síðan tekið þátt í flestöllum grimmilegustu skriðdrekaorrustum á austurvígstöðvunum. Frægasti skriðdrekaforingi sveitarinnar var hin úkraínska Maria Oktyabrskaya, ein af sárafáum konum sem stýrðu skriðdrekum gegn hersveitum Hitlers, en hún særðist til ólífis þegar Rauði herinn sótti að Vitebsk í Belarús snemma á árinu.

Nú var skriðdrekasveitin hennar Mariu heitinnar einna fyrst hersveita Rauða hersins til að athafna sig á þýsku landsvæði.

Föðurlandið í hættu!

Þjóðverjar brugðust við af gífurlegri hörku. Þetta mátti ekki láta líðast. Föðurlandið sjálft í hættu! Svo flugherinn Luftwaffe tók á því sem hann átti með loftárásum á rauðu hersveitirnar, allir skriðdrekar í nágrenninu voru sendir af stað til að ná aftur brúnni yfir Angrapa og reka Sovétmenn burt frá Nemmersdorf og fáeinum öðrum smáþorpum sem þeir höfðu náð í árás 2. stórdeildarinnar.

Daginn eftir skipaði Alexei Búdeinei, hinn úkraínski hershöfðingi stórdeildarinnar, 25. fylkinu að hopa aftur yfir Angrapa. Síðan komst kyrrð á uns ný sovésk stórsókn hófst eftir áramót.

Nú hefði mátt ætla að bardaginn um Nemmersdorf hefði endað sem stutt neðanmálsgrein í sögu stríðsrekstrarins. Þetta var jú einn af síðustu sigrum þýska hersins á þeim Rauða á austurvígstöðvunum, þótt ekki væri hann stór. En Goebbels, áróðursmálaráðherra nasista, sá sér nú leik á borði.

Goebbels skipar alþjóðlega rannsóknarnefnd

Svo var mál með vexti að þótt hermenn Rauða hersins hefðu ekki haft langa viðdvöl í Nemmersdorf hafði þeim þó unnist tími til að vinna þar hin voðalegustu illvirki. Goebbels lét þegar í stað kalla saman „óháða alþjóðlega rannsóknarnefnd“ sem eistneski stjórnmálamaðurinn Hjalmar Mäe stýrði en með honum sátu í nefndinni Spánverji, Svíi og Svisslendingur. Nefndarmenn fóru til Nemmersdorf þar sem lík fórnarlamba Rauða hersins lágu sem hráviði og skiluðu svo skýrslu sem vissulega var hrollvekjandi.

Á innan við tveimur sólarhringum hefðu sovésku dátarnir myrt með ísköldu blóði að minnsta kosti 74 vopn- og varnarlausa óbreytta borgara, sagði í skýrslunni, þar á meðal ung börn og gamalmenni. Tugum kvenna, raunar öllum konum í þorpinu, hafði verið nauðgað. Þær voru á aldrinum 8 ára til rúmlega áttræðs. Nokkrar kvennanna höfðu verið „krossfestar“ með því að negla þær lifandi á hlöðudyr.

Stríðsfangar drepnir

Ekki var nóg með þetta heldur höfðu Rauðu hermennirnir einnig drepið um það bil 50 franska og belgíska stríðsfanga. Þeir höfðu talið að Rauði herinn væri kominn til að frelsa þá úr prísund þeirra en það fór sem sé á annan veg. Tilgangurinn með þessum drápum virtist hafa verið að ná af föngunum hringum sem þeir báru. Fingur höfðu verið slitnir eða skornir af föngunum flestum.

Goebbels gerði mikið úr niðurstöðum nefndarinnar í byrjun janúar 1945. Skelfilegar myndir frá Nemmersdorf voru sýndar í þýskum kvikmyndahúsum. Nákvæmar lýsingar á hryllingsverkunum glumdu úr útvarpinu.

„Svona mun fara fyrir allri þýsku þjóðinni ef hún verst ekki villimönnunum úr austri!“ grenjuðu útvarpsþulirnir. „Sýnið staðfestu og dug, þýska þjóð!“

Rannsókn á rannsókninni

Nú er frá því að greina að sovéska herstjórnin hafði lítt eða ekki fyrir því að svara ásökunum um myrkraverk hermanna Rauða hersins. Öllu slíku var einfaldlega hafnað en látið þar við sitja. Svo var og um niðurstöðu nefndar Hjalmars Mäe. Eftir að Sovétmenn settust yfir ráð Þjóðverja í austri í kalda stríðinu sá Austur-Þýskaland sér ekki hag í því að halda á lofti grimmdarverkum Rauða hersins.

Eftir hrun kommúnismans bæði í Austur-Þýskalandi og hinum föllnu Sovétríkjum voru atburðir í Nemmersdorf (sem þá hafði fengið nafnið Majakovskoje) rannsakaðir upp á nýtt. Niðurstaðan var sú að vissulega hefði áróðursmálaráðuneyti Goebbels ýkt að einhverju leyti grimmdaræðið í Nemmersdorf. Myndirnar af konunum krossfestu hefðu til dæmis ekki verið teknar þar. Sumum myndum af líkum hafði greinilega verið hagrætt.

En þrátt fyrir það væri þó deginum ljósara að í Nemmersdorf hefðu hermenn Rauða hersins vissulega framið villimannleg ódæði síðla í október 1944.

„Ég kem frá brenndu þorpi“

Og svo er líka frá því að greina að skelfingarverk Rauðu hermannanna voru ekki unnin í tómarúmi. Um leið og þýski herinn réðist inn í Sovétríkin í júní 1941 hófst hann handa um svo hrottaleg illvirki, fjöldamorð og -nauðganir, að þess eru fá ef nokkur dæmi í veraldarsögunni. Þar voru vel að merkja ekki aðeins á ferð SS-menn eða meðlimir hinna viðurstyggilegu Einsatzgruppen. Sum af ógnarlegustu illverkunum voru framin af venjulegum þýskum hermönnum, skrifstofumönnum, bændasonum, iðnaðarmönnum, stúdentum og þeir voru alveg ótilneyddir.

Ef ykkur langar til að sofa ekki fyrir viðbjóðshrolli einhverja nóttina skuluð þið lesa bókina Ég kem frá brenndu þorpi eftir Ales Adamovich, lærimeistara Svetlönu Alexievich. Þar segja vitni frá framgangi þýskra hermanna í nokkrum þeirra 628 þorpa í Belarús sem voru upprætt í seinni heimsstyrjöldinni og nær allir íbúarnir drepnir. Hvert og eitt þorp álíka glæpur eða meiri en Nemmersdorf. Og 337.000 Hvítrússar voru fluttir í þrælkunarvinnu í Þýskalandi. Fæstir þeirra sneru aftur.

Bók Adamovich, þó ekki allra hroðalegustu kaflarnir, var grunnurinn að hinni lítt bærilegu kvikmynd Elems heitins Klimovs, Komdu og sjáðu.

Réttlát hefnd?

Vitaskuld megum við aldrei líta svo á að skelfingarnar í Nemmersdorf hafi verið einhvers konar réttlát hefnd fyrir glæpi þýskra hermanna í Belarús og víðar. Einhvern tíma verður mannskepnan að læra að rjúfa vítahring blóðhefnda. En spurningin er líka hvort notkun slíkra voðaverka í áróðursskyni skili tilætluðum árangri.

Goetz Oertel var 10 ára sonur forstjóra í stórri hveitiframleiðslu í bænum Stuhm í Prússlandi, rúma 200 kílómetra í vesturátt frá Nemmersdorf. Hann minntist þess síðar að jólin 1944 hefðu verið yndisleg. Fjölskyldan vissi að Sovétmenn höfðu sótt fram að landamærum Prússlands haustið áður en ekki hvarflaði annað að þeim en margboðuð leynivopn þýska hersins og staðfesta foringjans kæmu í veg fyrir að ráðist yrði inn í þýskt land.

„Nemmersdorf breytti öllu“

„Rússarnir voru ekki víðs fjarri en við vissum varla af því. Þaðan af síður vissum við hve varnir okkar voru orðnar veikar og myndu ekki standast næstu alvörusókn. [...] Þetta voru friðsæl og falleg jól. Við töldum alveg öruggt að Þýskaland myndi vinna stríðið. Ef Rússarnir næðu að leggja undir sig spönn af þýsku landi yrðu þeir fljótt hraktir til baka.“

„Þetta voru friðsæl og falleg jól. Við töldum alveg öruggt að Þýskaland myndi vinna stríðið.“

En aðeins rétt eftir áramótin tók Goebbels að hamra á hryllingnum í Nemmersdorf.

„Nasistarnir notuðu þetta til að byggja upp baráttuþrek fólks, eða svo héldu þeir. Þeir gerðu mikið úr þessu í bæði blöðum og útvarpi. En í staðinn fyrir að efla baráttuandann sögðu þessar fréttir hverjum Þjóðverja að þeim væri hollast að koma sér á burt áður en Rússarnir kæmu. Í einu vetfangi varð það mikilvægasta verkefni hvers Þjóðverja í austrinu, að komast burt. Nemmersdorf réði úrslitum, það breytti hugarástandi allra,“ sagði Oertel.

Og það sem gerðist í Nemmersdorf átti eftir að enduróma í öðru þýsku þorpi þar sem hefndin og hefndaróttinn lentu af fullum krafti í maí 1945:

Demmin.

Skoðum það eftir viku.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jack Fransis skrifaði
    The German Foreign Ministry admitted that the Nemmersdorf fake was prepared by Lieutenant Pfeiffer from the secret military police of Wehrmacht. Please be careful with facts.
    1
  • Einar Strand skrifaði
    Það er ekkert til sem réttlætir ofbeldi þess vegna þoli ég ekki íslenskt fjölmiðlafólk sem virðist geta skipt morðum í "góð" morð og "vond" morð eftir hver fyrir verður. Illugi ég veit að þú veist hvað ég er að tala um, lengi vel var framganga Sovétríkjanna í Úkraínu lögð í þagnargildi í fjölmiðlum á Íslandi líka hefur lítið farið fyrir umfjöllun um hvað Úkraínumenn voru hallir undir Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni einnig hefur lítið farið fyrir umfjöllun um hvað gerðist í Úkraínu eftir 2011. Sama má segja um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs sem eru svo flókin og full af svikum í allar áttir, hvað þá að fjallað sé um þátt okkar Íslendinga í þeirri sorgarsögu.
    Kannski er stóra málið að sagnfræði snýst allt of sjaldan um sannleikann heldur þann sannleika sem sá sem pennanum stýrir í það og það skiptið vill sýna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár