Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Bjarni hefur stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu og verður utanríkisráðherra

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, mun taka við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á rík­is­ráðs­fundi síð­ar í dag. Blaða­manna­fund­ur dags­ins snér­ist að miklu leyti um yf­ir­lýs­ing­ar þess efn­is að rík­is­stjórn­in ætli sér að sitja út kjör­tíma­bil­ið, sem lýk­ur 2025.

Bjarni hefur stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu og verður utanríkisráðherra
Afsögn og upprisa Bjarni Benediktsson sagði af sér ráðherraembætti á þriðjudag en situr sem slíkur fram að ríkisráðsfundi klukkan 14 í dag. Hann mun þó ekki eyða degi utan ríkisstjórnar. Síðar í dag tekur hann við embætti utanríkisráðherra. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu hafa sætaskipti innan ríkisstjórnarinnar. Bjarni, sem sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra á þriðjudag, mun færa sig yfir í utanríkisráðuneytið og Þórdís tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem Bjarni hefur stýrt, meira og minna, síðastliðinn rúma áratug. 

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem formenn stjórnarflokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, héldu í Eddu, húsi íslenskunnar, klukkan 11 í dag. Þar sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að ríkisstjórnarsamstarfið stæði styrkum fótum. Hún taldi svo upp þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í og telur að séu að virka til að draga úr verðbólgu, sem mælist enn átta prósent og fer hækkandi. 

Skilaboðin sem Katrín vildi koma til skila, í stuttri ræðu sinni, var að ríkisstjórnin ætlaði sér að klára kjörtímabilið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók svo við og sagði ríkisstjórnina þegar búna með um 60 prósent af þeim verkefnum sem hún ætlaði sér að ljúka samkvæmt stjórnarsáttmála. Hans skilaboð voru í meginatriðum þau sömu og Katrínar: Ríkisstjórnin mun sitja út kjörtímabilið. Áskoranirnar sem samfélagið stæði frammi fyrir, verðbólga og efnahagsleg óvissa, þyldi það ekki að þau hættu nú. „Það væri ábyrgðarhluti að henda þessu upp í loft á þessum tíma. Við ætlum ekki að gera það.“

Bjarni sagðist hafa verið með algjörlega opin hug gagnvart sínu persónulega framhaldi þegar hann sagði af sér á þriðjudag. En eftir samtöl síðustu daga væri það niðurstaða hans að halda áfram, sem formaður Sjálfstæðisflokks, í ríkisstjórninni. Hann væri fullur eldmóðs fyrir komandi verkefnum í utanríkisráðuneytinu. 

Mikil óvissa síðustu daga

Síðustu daga hefur ríkt mikil óvissa í stjórnmálum landsins. Afsögn Bjarna kom til vegna þess að umboðsmaður Alþingis birti álit þess efnis að Bjarna hefði brostið hæfi til að taka ákvörðun um að selja hlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, í mars í fyrra. Um var að ræða enn eitt áfellið yfir lokuðu söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vorið 2022, en áður hafði Ríkisendurskoðun skilað svartri skýrslu um starfshætti Bankasýslu ríkisins og söluferlið í heild. Þá gerði Íslandsbanki sjálfur sátt við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands þar sem bankinn gekkst við því að hafa framið lögbrot í hlutverki sínu sem söluráðgjafi á hlutum í sjálfum sér. Íslandsbanki greiddi 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð, sem er metsekt, vegna brota sinna og málið kostaði bæði stjórnendur og stjórnarmenn starfið. Á meðal þeirra sem þurftu að víkja var Birna Einarsdóttir bankastjóri og Finnur Árnason stjórnarformaður. 

Bjarni sagði í afsagnarræðu sinni að hann væri miður sín; að það hefði verið betra ef faðir hans hefði sleppt því að kaupa hlutinn í Íslandsbanka og að það væri „ekki alveg gott að segja á þessari stundu“ hvaða þýðingu ákvörðun hans myndi hafa á ríkisstjórnarsamstarfið.

Síðustu dagar hafa svo farið í að berja í þá bresti sem voru til staðar í samstarfinu og niðurstaðan er sú að stjórnin ætli sér að sitja út kjörtímabilið, sem klárast 2025. 

Sjö af hverjum tíu vildu Bjarna úr ríkisstjórn

Maskína kannaði hug landsmanna til þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað í vikunni með könnun sem lögð var fyrir aðspurðra á fimmtudag og föstudag. Þar var meðal annars spurt um hvað fólk teldi að Bjarni Benediktsson ætti að gera í kjölfar afsagnar sinnar. 

Niðurstaðan var afgerandi, alls sögðu 71 prósent að þeir vildu að Bjarni hætti alfarið sem ráðherra í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra á þriðjudag. Einungis 13 prósent töldu að hann ætti að færa sig til innan stjórnarráðsins og taka við öðru ráðuneyti, líkt og nú er orðin raunin. 

Stólaskipti Bjarna njóta mest stuðnings á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en 43 prósent þeirra vildu sjá hann í öðru ráðuneyti á meðan að tæpur fjórðungur, 24 prósent, töldu að hann ætti að hætta alveg í ríkisstjórninni. Einungis 12,7 prósent kjósenda flokksins sem Bjarni hefur leitt frá árinu 2009 telja að hann eigi að draga afsögn sína til baka og halda áfram sem fjármála- og efnahagsráðherra. Kjósendur annarra flokka eru að miklum meirihluta á sama máli: Bjarni á að hætta sem ráðherra. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Öll bál reið núna ?
    Það sárgrætilegasta við þetta allt saman, er að þegar næsta bankaráni verður skellt á almenning, hið svokallaða „hrun“2.
    Þá fer hér allt í bál og brand (í smá tíma), stjórnarandstaðan fær lykklavöldin en munu svo ekki ráða við þann risa bálköst sem hrunverjarnir (ÞJÓFARNIR), tendruðu.
    ☻g hvað skeður þá ?
    Nú sagan endurtekur sig enn og aftur og nýju stjórninni verður kennt um (þjófnaðinn), og allar ófarirnar.
    Þá koma brennuvargarnir (þjófarnir), aftur eins og riddarar á hvítum hestum sem segjast að þeir séu þeir einu sem geti bjargað þjóðinni frá þessum rumpulýð sem fer nú með lykklavöldin.
    ☻g GARGA SKILIÐ ÞIÐ LYKKLUNUM!
    Og þjóðin kok gleypir svo við eins og hrafnsunginn. AFTUR!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    *************************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut
    í ríkisbanka.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.

    "Ef þetta er fjármálaráðherrann þeirra, hvernig eru þá hinir ?"

    Bjarni Ben. hagar sér eins og óuppalinn dekurkrakki í nammibúð
    *************************************************************************
    1
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Stjórnmálaferli Bjarna hefði átt að ljúka þegar Panamaskjölin birtust.
      1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Réttið upp hönd þið sem eruð hissa á þessu leikriti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár