Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Neitar að fljúga heim úr rannsóknarleiðangri á loftslagsneyð

Vís­inda­mað­ur sem unn­ið hef­ur að lofts­lags­rann­sókn­um á Salómons-eyj­um í hálft ár neit­ar að fljúga heim til Þýska­lands. Hann ætl­ar þess í stað að fá far með flutn­inga­skipi, allt í þágu um­hverf­is­ins. En yf­ir­mað­ur­inn er ekki par sátt­ur og hót­ar að reka hann.

Neitar að fljúga heim úr rannsóknarleiðangri á loftslagsneyð
Sökkvandi Salómons-eyjar eru að sökkva í sæ vegna hækkunar yfirborðs sjávar.

Ef þú verður ekki mættur við skrifborðið þitt á mánudag þá missir þú starfið.

Á þennan veg hljóðuðu skilaboð sem þýski vísindamaðurinn Gianluca Grimalda segist hafa fengið frá yfirmanni sínum eftir að hafa tilkynnt að hann ætli að sigla heim úr rannsóknarleiðangri í Kyrrahafinu en ekki fljúga. Sem vissulega tekur mun lengri tíma. Að fá far með flutningaskipi til Evrópu stóð alltaf til en veruleg seinkun varð á heimför og tilkynnti hann yfirmanni sínum hjá Kiel-stofnuninni í alþjóðaviðskiptum um þær með skömmum fyrirvara. Og fékk vægast sagt litlar undirtektir. Yfirmaðurinn svaraði honum á föstudegi og eina leiðin til að komast að skrifborðinu á mánudegi hefði verið með flugi. En það kemur ekki til greina í huga vísindamannsins staðfasta.

Grimalda hefur síðasta hálfa árið stundað rannsóknir á áhrifum alþjóðavæðingar og loftslagsbreytinga af mannavöldum á samfélög Salómons-eyja. Líkt og fleiri eyjar í Kyrrahafi eru þær hægt og bítandi að sökkva í sæ vegna hækkunar yfirborðs sjávar og eru auk þess orðnar mjög viðkvæmar fyrir náttúruhamförum á borð við fellibylji. Hann kom þangað með sama hætti og hann stefnir á að ferðast til baka.

„Flugferðir eru hraðasta aðferðin við að brenna jarðefnaeldsneyti svo þau eru líka hraðasta leið okkar í átt að hamförum.“

Nú bíður Grimalda eftir flutningaskipinu í bænum Buka. Hann ætlar sér aðeins að ferðast á landi og á sjó til Þýskalands – um 22 þúsund kílómetra leið. Til að komast heim ætlar hann að ferðast með flutningaskipum, ferjum, lestum og rútum og mun ferðalagið, að því er Grimalda hefur sjálfur sagt, taka tvo mánuði. Það er auðvitað mun lengri tími en tekur að fljúga til Þýskalands en Grimalda vill minnka kolefnisspor sitt og hefur reiknað út að með því að ferðast með þessum hætti muni hann losa 3,6 færri tonn af gróðurhúsalofttegundum en með því að fljúga.

Valdi rétt

„Ég hef skrifað forseta stofnunarinnar sem ég vinn hjá og sagt honum að ég muni ekki mæta í dag [mánudag] og að ég ætli að ferðast til baka með skipi og á landi,“ sagði Grimalda um áform sín í færslum á samfélagsmiðlinum X. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða þar sem hann hafi alls ekki átt von á þeim viðbrögðum sem hann fékk frá yfirmönnum sínum. „Ég tel mig samt hafa valið rétt,“ segir hann og heldur áfram: „Flugferðir eru hraðasta aðferðin við að brenna jarðefnaeldsneyti svo þau eru líka hraðasta leið okkar í átt að hamförum.“ Þetta sé ástæðan fyrir því að hann ætli sér ekki að fljúga aftur.  

HjálparkallDickson Panakitasi Mua, ráðherra umhverfismála á Salómons-eyjum hélt erindi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í fyrra. Við erum að sökkva, sagði hann.

Í sex mánuði hefur Grimalda farið um Bougainville, stærstu eyju Salómons-eyja, til að rannsaka hvaða áhrif loftslagsneyðin er farin að hafa á eyjaskeggja.

Salómon-eyjar eru það ríki veraldar sem er hvað viðkvæmast fyrir áhrifum hlýnandi loftslags. Í rannsóknum sínum komst Grimalda m.a. að því að íbúar heilu þorpanna hafa orðið að flytja heimili sín vegna hækkandi sjávarborðs. Eyjaskeggar eru að reyna sitt til að draga úr áhrifunum, m.a. með því að planta leiruvið (e. mangroves) við strendur en slíkar plöntur eru náttúrulegar flóðvarnir á mörgum stöðum í heiminum. Þær mega sín þó lítils gegn hinum hröðu breytingum sem eru að verða á loftslaginu.

Grimalda hélt fjölda fyrirlestra í tengslum við vinnu sína og minnti eyjaskeggja m.a. á að losun gróðurhúsalofttegunda í hinum vestræna heimi væri ein helsta ástæða þess að loftslagið væri að breytast. Við honum blasti hans eigin tvískinnungur og hann hóf að lofa þeim sem á hann hlýddu að minnka eigið kolefnisspor, m.a. með því að fljúga ekki heim til Þýskalands. Þannig vildi hann sýna fólkinu þann vilja sinn í verki.

 Vill ekki vera svindlari

„Oft eru hvítir menn kallaðir hér giaman sem þýðir lygari eða svindlari á tungu heimamanna,“ skrifaði Grimalda í ítarlegri færslu sinni. „Ég vil ekki vera giaman.“

Hann viðurkennir að hann hafi ekki sagt yfirmönnum sínum frá breyttum ferðaplönum sínum með löngum fyrirvara. Í raun hafi starfi hans á eyjunum átt að ljúka í júlí og hann átti að vera mættur við skrifborðið í Þýskalandi um miðjan september. Sagan verður enn snúnari við útskýringar hans á töfunum. Hann segist hafa verið hnepptur í hald glæpamanna sem ætluðu að stela öllu hans hafurtaski. Helsta áskorunin hafi þó verið að fá eyjaskeggja til að opna sig, tala við „hvíta manninn“ og treysta honum. Það hafi reynst tímafrekara en hann ráðgerði.

Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian um málið er haft eftir stuðningsmönnum Grimalda að yfirmenn hans virðist vera að leita hefnda vegna þátttöku hans í loftslagsmótmælum. Julia Steinberger, prófessor í félagslegum áhrifum loftslagsbreytinga við Háskólann í Lausanne, segir það „óvenjulegt“ að rannsóknarstofnun hóti að reka vísindamann fyrir að vinna sín störf af alúð og fyrir að bregðast við því sem hann komst að með því að fljúga ekki til baka. Steinberger er einn aðalhöfundur loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. „Við höfum ekki mikinn tíma til stefnu,“ sagði hún m.a. þegar skýrsla ársins 2022 var kynnt.  Hún telur að Kiel-stofnunin sé að refsa Grimalda fyrir að taka þátt í mótmælum vísindamanna, hóps fólks sem starfar að margvíslegum rannsóknum á umhverfinu og áhrifum loftslagsbreytinga og telja yfirvöld ekki leggja við hlustir.

Fleiri þekktir vísindamenn á þessu sviði hafa lýst yfir stuðningi við Grimalda og sagt að ákvörðun hans að létta sitt kolefnisspor með þessum hætti lýsi kjarki og sé til fyrirmyndar.

The Guardian leitaði viðbragða Kiel-stofnunarinnar við ásökunum Grimalda. Talsmaður hennar sagði að stofnunin tjáði sig ekki um einstök starfsmannamál en bætti við: „Í vinnuferðum þá styður stofnunin starfsmenn sína í því að ferðast með loftslagsvænum hætti.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár