Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sorpkvarnir alls engin töfralausn

Um­hverf­is­stofn­un, Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur og Veit­ur leggj­ast öll gegn notk­un sorpkvarna til að losa sig við líf­ræn­an úr­gang. Áhugi á sorpkvörn­um hef­ur auk­ist í kjöl­far nýs sorp­flokk­un­ar­kerf­is þar sem líf­rænn úr­gang­ur er flokk­að­ur sér. Sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að setja megi spurn­ing­ar­merki við lög­mæti þess að nota kvarn­irn­ar frek­ar en að flokka. Sölu­að­ili neit­ar að tjá sig.

Sorpkvarnir alls engin töfralausn
Vesen Sumum finnst vesen að flokka lífrænan úrgang. En notkun sorpkvarna gæti skapað enn meira vesen. Mynd: Shutterstock

Flestir kannast við að hafa horft á bandarískar bíómyndir þar sem matarleifarnar eru einfaldlega settar í vaskinn þar sem þær eru síðan maukaðar og renna út í fráveitukerfið. Ýmsum hefur því þótt freistandi tilhugsun að fá sér sorpkvörn í vaskinn nú þegar flokka þarf lífrænan úrgang sérstaklega, sem sumum finnst tómt vesen. 

Samkvæmt Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Veitum er það hins vegar alls ekki góð hugmynd að senda matarleifarnar í íslenskt veitukerfi, jafnvel þótt þær séu niðurhakkaðar í vatnsmauki. 

Sorpkvarnir eru raunar ekki algengar á íslenskum heimilum. Um er að ræða rafmagnstæki sem er sett undir eldhúsvask og malar það sem í hana er látið. Nauðsynlegt er að láta vatn renna samhliða því að matarleifar eru settar í sorpkvörnina, og úrgangurinn rennur síðan út í frárennslið. 

Sorpkvörn undir vaski

Söluaðili vill ekki tjá sig

RÚV greindi frá því í liðinni viku að Steingrímur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kvarna, segi áhuga og eftirspurn eftir sorpkvörnum hafa aukist með nýju sorpflokkunarkerfi þar sem lífrænn úrgangur er flokkaður sér. Hins vegar bendi Veitur á að fráveitukerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti úrgangi úr sorpkvörnum.

Þegar blaðamaður Heimildarinnar hafði samband við Steingrím Örn vildi hann hins vegar ekkert tjá sig um sorpkvarnir, sagði að fyrirtækið sem þau kaupa kvarnirnar af í Bandaríkjunum hafi ráðlagt þeim að fara ekki í rökræður um kvarnirnar í fjölmiðlum, og vísaði einfaldlega á aðsenda grein frá eiganda Kvarna sem birtist í Morgunblaðinu árið 2017. 

Hætta á stíflum og tæringu lagna

Fyrr það sama ár, 2017, gaf skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg út að hann teldi æskilegt að banna sorpkvarnir sem þá voru sagðar vera að ryðja sér til rúms undir eldhúsvöskum á heimilum borgarbúa og hakka þar niður matarleifar í holræsakerfið. Sagði hann kvarn­irn­ar auka veru­lega álag á frá­veitu­kerfið, álag sem það sé ekki hannað fyr­ir. Úrgang­ur­inn safn­ist fyr­ir í kerf­inu og valdi mikl­um kostnaði við hreins­un og jafn­vel skemmd­um.

Í framhaldi af þessu sendi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að fráveitukerfinu sé ekki ætlað að ferja malaðar matarleifar. „Því leggst það alfarið á móti eldhúskvörnum í vöskum, hvort sem er í heimahúsum eða hjá matvælafyrirtækjum“, sagði í henni.

Þegar blaðamaður hafði samband við Heilbrigðiseftirlitið nú vegna sorpkvarna var svarið einfalt: „Fréttatilkynningin frá 2017 á enn þá við, Heilbrigðiseftirlitið leggst gegn notkun á sorpkvörnum enda er fráveitukerfið ekki ætlað til þess að losa sig við matarleifar. Aukið magn lífrænna efna getur haft í för með sér meiri hættu á stíflum, leitt til tæringar á lögnum auk þess sem álag eykst bæði á fráveitukerfið og viðtakann.“

Allt öðruvísi en í Bandaríkjunum

Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, tekur undir þetta. Þá bendir hann á að þegar kemur að fráveitukerfum hér á landi sé allt annað upp á teningnum en til að mynda í Bandaríkjunum. „Þar eru fráveitukerfin byggð upp þannig að fólk er beinlínis hvatt til að nota svona búnað. Þá er verið að horfa til þess að það er verið að nýta úrganginn sem fellur til á heimilum og fyrirtækjum í metanframleiðslu á endastöðinni í fráveituhreinsuninni. Þá eru allar lagnir hannaðar með það fyrir augum að það sé verið að setja þennan massa niður,“ segir hann. 

„Fráveitukerfið eins og það er hannað í dag er ekki móttökustöð fyrir úrgang“

Einnig segir Jón Trausti að matarafgöngum sé mun betur komið til nýtingar sé honum safnað saman sem næst upprunanum en ekki í fráveitunni þar sem hann verði sóttmengaður af skólpi. „Ef við ætlum í alvöru að ná árangri og stíga skref í þá átt að vera hér með hringrásarhagkerfi þá verðum við að breyta um fókus. Þetta hráefni er verðmætast þegar það er fangað sem næst uppruna sínum en ekki á endanum á fráveituhreinsistöðinni,“ segir hann.

Í aðsendu greininni frá eiganda og stofnanda Kvarna, Ingólfi Erni Steingrímssyni, frá 2017 segist hann vera að bregðast við neikvæðri umfjöllun og neikvæðum skrifum um sorpkvarnir. Þar segir hann sorpkvarnir hengdar sem bakari fyrir smið þegar kemur að vandamálum við fráveitulagnir. Sorpkvarnirnar tæti matinn niður í 2 millimetra korn og hann spyr: „Lifa rottur og mýs á gruggvatni eða vilja þær frekar naga bitana frá heimilum sem ekki hafa sorpkvörn?“

Spurning um lögmæti notkunar sorpkvarna

Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, segir regluverkið í kringum úrgangsmál ekki gera ráð fyrir notkun sorpkvarna. „Ef sorpkvarnir eru notaðar tapast ákveðin verðmæti, það er að segja næringarefnin í lífúrganginum nýtast ekki í gasgerð eða til framleiðslu á jarðvegsbæti og því samræmast kvarnirnar illa hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Næringarefni sem eru losuð í viðtaka í fljótandi formi geta einnig leitt til ofauðgunar,“ segir hún. 

Þá bendir hún á að í lögum um meðhöndlun úrgangs kemur fram að „óheimilt er að losa úrgang annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát, þ.m.t. grenndargáma“. Í sömu grein sé reyndar undanþága fyrir heimajarðgerð, en losun í fráveitu falli ekki undir skilgreiningu á heimajarðgerð.

„Fráveitukerfið eins og það er hannað í dag er ekki móttökustöð fyrir úrgang. Úrgangnum er ekki safnað og hann fer ekki í viðeigandi meðhöndlun ef honum er skilað í veitukerfið. Eins og lögin standa í dag er einstaklingum og lögaðilum skylt að vera með sérstaka söfnun á lífúrgangi og setja má spurningarmerki við hvort kvarnirnar uppfylli þá kröfu,“ segir Birgitta og bætir við: „Þannig í stuttu máli hefur stofnunin hingað til verið nokkuð neikvæð í garð sorpkvarna.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Sorpkvarnir eru verra en ekkert og á að banna. Matarleifar sem eru malaðar niður í fráveitu eru sóun á moltu og gera vatnshreinsun dýrari. Slys og bilanir þegar aðskotahlutir hafna í þeim eru algeng og oft erfitt að laga. Rafmagnstæki undir vaski skapa óþarfa hættu fyrir notendur, vatn og rafmagn fara ekki saman.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu