Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Stærsti lífeyrissjóðurinn í VÍS studdi kaupin á Fossum

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins seg­ir að sú ákvörð­un sjóðs­ins að styðja kaup VÍS á Foss­um sé vel ígrund­uð. Sjóð­ur­inn seg­ir að stefna hans sé að fylgja til­lög­um rétt­kjör­inna stjórna fyr­ir­tækja sem fjár­fest er í.

Stærsti lífeyrissjóðurinn í VÍS studdi kaupin á Fossum
8 af 11 sögðu já 8 af 11 lífeyrissjóðum sem eru á listanum yfir 20 stærstu hluthafa VÍS studdu kaup VÍS á Fossum. Haraldur Þórðarson er forstjóri Fossa og félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Bjarna Ármannssyni eru tveir stærstu einkafjárfestarnir.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) studdi kaup Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fjárfestingarbankanum Fossum og greiddi atkvæði með viðskiptunum á hluthafafundi VÍS á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í svörum frá Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra LSR, við spurningum Heimildarinnar um málið. LSR er stærsti einstaki hluthafi VÍS með samtals 11,34 prósenta hlut í gegnum A- og B deildir sjóðsins.  „LSR kaus með tillögu stjórnar,segir í svarinu. 

Heimildin fjallaði um atkvæði ellefu lífeyrissjóða, eða deilda innan sjóðanna, sem eru meðal 20 stærstu hluthafa VÍS, í blaðinu sem kom út í dag. LSR svaraði ekki spurningum blaðsins um kaupin á Fossum fyrr en í morgun. Með svörum LSR liggur fyrir að 8 sjóðir af 11 á listanum yfir 20 stærstu hluthafana greiddu atkvæði með kaupum VÍS á Fossum.  Þrír sjóðir kusu gegn tillögunni um kaupin.  

„LSR telur að mat stjórnar sé unnið af fullum heilindum og með hagsmuni hluthafa í forgrunni.“
Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR

Treystir mati stjórnar VÍS

Segir ákvörðina vel rökstuddaHarpa Jónsdóttir segir ákvörðpun LSR vel rökstudda.

Í svörum Hörpu, fyrir hönd LSR, kemur fram að sjóðurinn hafi  treyst mati stjórnar VÍS sem lá til grundvallar í viðskiptunum.  „Stjórn VÍS hefur stefnt að því að útvíkka starfsemi félagsins og bæta við fjármálatengdum tekjueiningum síðastliðin misseri. Hagsmunamat stjórnar ræður því hvenær og hvaða leið er farin til að ná settu markmiði. Mat stjórnar er að í nánustu framtíð séu breytingar á fjármálamarkaði sem gefa nýjum fjárfestingarbanka tækifæri til að sækja sér hlutdeild og vaxa hraðar en ella. LSR telur að mat stjórnar sé unnið af fullum heilindum og með hagsmuni hluthafa í forgrunni.

 

Harpa segir að almenna reglan í rekstri lífeyrissjóðsins sé að fylgja mati og tillögum stjórna þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í. „Samkvæmt eigendastefnu LSR er almenna reglan að kosið sé með tillögum réttkjörinna stjórna félaga sem eiga að tryggja hagsmuni hluthafa til lengri tíma. Að sama skapi er áhersla á virkt samtal við hluthafa og að rökstuðningur eigi sér stað í aðdraganda hluthafafunda.Þetta hafi líka verið gert núna. 

Athygli vekur að þrír lífeyrissjóðir komust að annarri niðurstöðu en LSR og hinir lífeyrissjóðir sjö. Rökstuðningur þeirra fyrir að styðja ekki kaupin voru annars vegar hátt verð á Fossum - 4,2 milljarðar króna- og svo ófullnægjandi upplýsingagjöf um viðskiptin. 

LSR er hins vegar á þeirri skoðun að ákvörðun sjóðsins um að styðja kaupin séu vel ígrunduð, sem felur í sér að sjóðurinn er sáttur við forsendurnar sem hún byggir á, öfugt við þrjá af sjóðunum.  „Ákvörðun LSR er vel ígrunduð og forsendur sem lagðar hafa verið fram af stjórn VÍS hafa verið metnar með eigin áhættumati líkt og aðrar sambærilegar ákvarðanir sem teknar eru hjá sjóðnum.  Fjárfestingarákvarðanir byggja á væntingum um framtíðarrekstur viðkomandi félaga og þróun á ytri aðstæðum. Í tilfelli kaupa VÍS á Fossum fjárfestingarbanka var áhættubil viðskiptanna metið innan marka og ákveðið að fylgja hagsmunamati stjórnar VÍS.

Gagnrýnir viðskiptinRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýndi kaupin fyrirhuguðu á Fossum í aðdraganda þeirra. VR skipar fjóra stjórnarmenn af átta í Lífeyrissjóði verslunarmanna sem greiddi atkvæði með kaupunum.

Ragnar rasandi

Viðskipti VÍS með Fossa vöktu hins vegar hörð viðbrögð úti í samfélaginu á sumum bæjum. Til dæmis var Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnin á þau og sagði á Facebook að verið væri að misnota lífeyrissjóði landsmanna. 

Orðrétt sagði hann: „Hér má sjá einfalda skýringu á því hvernig lífeyrissjóðirnir okkar eru notaðir til að færa gríðarlegt fjármagn í eigu almennings yfir á fáar hendur. Snúningarnir eru ekki flóknir. Það eina sem þarf er lítill en ráðandi eignahlutur í stóru hlutafélagi, þar sem lífeyrissjóðirnir eru stórir eigendur en passívir og afskiptalausir. Í krafti mikils minnihluta hafa þjóðþekktir einstaklingar úr bankahruninu hreiðrað um sig í stærstu fyrirtækjunum og sýna gamalkunna takta og leika sér með eftirlaunasjóðina okkar. Og hagnast ævintýralega.“

Þessi orð Ragnar Þórs voru meðal annars áhugaverð fyrir þær sakir að VR skipar fjóra af átta stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem greiddi atkvæði með kaupunum á VÍS. Í þessu felst að formaður stéttarfélagsins sem er með helming stjórnarmanna í einum lífeyrissjóðnum sem ákvað kaupin á Fossum er á móti. Tekið skal fram að fjárfestingin í Fossum fór ekki fyrir stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna áður en ákveðið var að styðja fjárfestinguna en mat Ragnars sýnir að viðskiptin eru umdeild. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AE
    adam ehf. skrifaði
    Þetta er ekki flókið.
    Á meðan lífeyrissjóðir almennings eru undir stjórn atvinnurekanda þá verða þeir mjólkaðir þar til almenningur segir : stopp.

    Það er ótrúlegt hvað alþingismenn sem eiga að gæta hagsmuna almennings eru heimskir eða spilltir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
FréttirSameining VÍS og Fossa

Sölu­verð Fossa fjór­falt hærra en það ætti að vera mið­að við mat fé­lags­ins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
7
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
10
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár