Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
Í meirihlutaeigu lífeyrissjóða VÍS er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða en aðrir stórir hluthafar eru meðal annars félög sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármannsson eiga. Tryggingafélagið, sem Guðný Helga Herbertsdóttir stýrir, er að fara að kaupa Fossa, sem Haraldur Þórðarson stýrir, á uppsprengdu verði.

„Við erum ennþá að spyrja félagið spurninga um málið af því við höfum verulegar efasemdir um að þetta sé ásættanlegt verð sem verið er að greiða fyrir hlutinn. Við eigum von á svörum mjög fljótlega til að geta lagt endanlegt mat á hver okkar afstaða verður á hluthafafundinum. Að óbreyttu þá sé ég ekki fyrir mér að við munum samþykkja þessa tillögu um kaup á Fossum, segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar lífeyrissjóðsins Gildis, aðspurður um afstöðu sjóðsins til fyrirhugaðra kaupa tryggingafélagsins VÍS á Fossum. Til stendur að VÍS greiði um 4,2 milljarða króna fyrir félagið, miðað við markasverð VÍS um þessar mundir, og að hluthafar Fossa fái greitt með nýjum hlutabréfum í VÍS. Gildi er 3. stærsti hluthafi VÍS með 9,23 prósenta hlut. 

„Þetta kom okkur svolítið á óvart að sjá þennan verðmiða.“
Davíð Rúdolfsson,
forstöðumaður eignastýringar Gildis lífeyrissjóðs

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga meirihluta hlutafjár í VÍS. Meðal annars Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Gildi, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stapi og Birta. Stærstu einkafjárfestarnir eru svo fjárfestingarfélagið Skel, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson er stór hluthafi, og fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, Sjávarsýn. Lífeyrissjóðirnir, og þar með sjóðsfélagar þeirra sem eru iðgjaldagreiðendurnir, eiga hins vegar meirihluta í félaginu. Af 20 stærstu hluthöfum VÍS eru 11 lífeyrissjóðir sem eiga samtals 58,33 prósent í félaginu. 

Fossar er í grunninn verðbréfafyrirtæki sem fékk fjárfestingarbankaleyfi frá Fjármálaeftirlitinu í fyrra. Eftir sameininguna, gangi hún eftir, mun verða rekið sérstakt fjárfestingarbankasvið innan VÍS auk eignastýringardeildar og tryggingarekstrar. Ársverk Fossa í fyrra voru tæplega 24. Fyrirtækið hefur verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna þess að það kom að því að selja hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka í fyrra. 

Hluthafafundur Vátryggingafélags Íslands mun taka sameininguna við Fossa fyrir á hluthafafundi sínum á miðvikudaginn.

VÍS: Verðmatið byggir á framtíðarvæntingum

Heimildin sendi spurningar um hvernig verðmat Fossa væri unnið til vátryggingafélagsins VÍS.

Svar VÍS er á þá leið að verðmatið byggi á „væntingum“ og „arðsemi til framtíðar“: „Mikil fjárfesting átti sér stað í innviðum og leyfum hjá Fossum fjárfestingarbanka á síðasta ári og verðmatið byggi m.a. á þeim áætlunum og verkefnum sem eru á borði Fossa. Verðmat Fossa fjárfestingabanka byggir því á væntingum um framtíðartekjur og arðsemi til framtíðar.

Í svarinu felst því að verðmiði Fossa byggi á því sem ætlað er að verði frekar en einhverju sem er handbært í rekstri félagsins í dag. 

Davíð: Tekjur félagsins fyrst og fremst miðlunartekjur

Orð Davíðs Rúdólfssonar um að virði Fossa sé ofmetið í fyrirhuguðum viðskiptum við vátryggingafélagið VÍS eiga sér líka stoð í þeim forsendum sem notaðar eru til að reikna út verð slíkra fyrirtækja hjá fjárfestingarbankanum Goldman Sachs.

Davíð segir að efasemdir Gildis byggi fyrst og fremst á því að meginrekstur Fossa snúist um miðlunartekjur. Það er að segja tekjur sem starfsmenn Fossa fá fyrir að vera milliliðir í hlutabréfa- og verðbréfaviðskiptum. „Meginrekstur félagsins snýst um miðlunartekjur og þar byrja menn á hverjum degi upp á nýtt ef svo má segja. Þetta eru hverfular tekjur sem byggja fyrst og fremst á viðkomandi starfsmönnum og þeirra tengslaneti og svo framvegis. Þannig að það að nota margfaldara til að verðmeta félag sem er með tekjur af þessu eðli er það sem við setjum meðal annars spurningamerki við,“ segir Davíð og bætir við: „Við eigum því erfitt með að reikna okkur niður á þetta verð. Þetta kom okkur svolítið á óvart að sjá þennan verðmiða. 

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Birtu, segir við Heimildina að hann geti ekki tjáð sig um mat sjóðsins á verðmatinu á Fossum og þessi fyrirhuguðu viðskipti. Hann segir að Birta hafi það sem reglu að gera slíkt ekki það sem geti haft áhrif á ákvarðanatökuna í málinu. Hann segir að starfsfólk Birtu muni hitta VÍS á morgun og ræða við það um viðskiptin með Fossa og verðmiðann á fyrirtækinu. Hann segir að sjóðurinn muni taka ákvörðun um framhaldið í kjölfarið. 

Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, tekur í sama streng og  Ólafur Sigurðsson og segir að hann geti ekki tjáð sig um verðmatið að svo stöddu. Hann segir að stjórn Frjálsa muni taka ákvörðun um hvort sjóðurinn styðji kaupin á stjórnarfundi á miðvikudagsmorgun. 

Efast um verðmatið Davíð Rúdolfsson. framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Gildis, efast um verðmatið á Fossum í viðskiptunum við VÍS.

Verðmæti Fossa talið 4,2 milljarðar

Komið hefur fram að viðskiptin muni fara þannig fram að hluthafar Fossa muni eignast samtals 12,62* prósenta hlut í VÍS við sameininguna eða 245 milljón hluti.

Samkvæmt virði hlutabréfa í VÍS föstudaginn 9. júní er það 17,30 á hlut þannig að verðmæti Fossa ætti að vera 4.239 milljónir króna miðað við þetta. 

Samkvæmt frétt um virði fyrirtækisins sem birt var í febrúar, þegar hlutabréfaverð í VÍS var 19,25 voru Fossar fimm milljarða króna virði. 

Í byrjun júní birti ráðgjafafyrirtækið Jakobsson Capital verðmat á VÍS þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það væri 31,5 milljarðs króna virði. Miðað við verðmat Jakobsson Capital er áætlaður hlutur eigenda Fossa í VÍS tæplega 4,2 milljarða virði. 

Miðað við þessar tölur er verðmæti Fossa á bilinu 4 til 5 milljarðar króna, miðað við verð hlutabréfa VÍS á markaði síðustu mánuði og umrætt verðmat sem liggur fyrir. Talan sem miðað verður við í viðskiptunum er markaðsverð VÍS á hlutabréfamarkaði þannig að 4,5 milljarðar er talan sem eðlilegast er að miða við. 

600 milljóna króna sveifla

Þegar fréttir voru birtar um virði Fossa í febrúar var vísað í rekstrarniðurstöðu ársins 2021. Þetta var þann 15. febrúar eða sama dag og ákveðið var að félögin myndu hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum. Árið 2021 voru tekjur Fossa rúmlega 1.500 milljónir króna og hagnaðurinn rúmlega 500 milljónir.

Þann 17. febrúar samþykkti stjórn Fossa ársreikning fyrir 2022 þar sem staðan hafði breyst umtalsvert. Tekjurnar höfðu dregist saman um rúmlega 400 milljónir króna, eða um nærri 1/3 og hagnaðurinn hafði farið niður í 77 milljóna króna tap. Því var um að ræða breytingu til hins verra upp á 600 milljónir króna á milli ára. 

Miðað við þessar tölur, frá því í fyrra, standa Fossar ekki undir því verðmati að félagið sé 4,5 milljarða króna virði. En þetta er verðið sem tryggingafélag, sem er að meirihluta í eigu lífeyrissjóða, er að fara að greiða fyrir þetta fyrirtæki sem nýlega fékk fjárfestingarbankaleyfi. 

Virði FossaMiðað við greiningu frá bandaríska fjárfestingarbankanum Goldman Sachs í maí þá er virði Fossa gróflega ofmetið miðað við þær forsendur sem gefnar eru þar í töflu um verð á fjármálafyrirtækjum.

Hagnaður þyrfti að vera um 570 milljónir króna

Samkvæmt nýlegri greiningu frá bandaríska fjárfestingarbankanum Goldman Sachs standa Fossar ekki undir þessu 4,2 milljarða króna verðmati sem liggur undir í viðskiptunum. Samkvæmt svokölluðu P/E-mati – verði fjármálafyrirtækja út frá hagnaði – hefðu Fossar þurft að hagnast um tæplega 570 milljónir króna í fyrra til að standa undir þessu verði. Fyrirtækin sem Goldman Sachs byggir greiningu sína á eru allt fjármálafyrirtæki sem skráð eru á markað í Bandaríkjunum og eru því burðugri en Fossar. 

Verðmatið á Fossum, og þau hlutabréf í VÍS sem hluthafar þess félags koma til með að fá í VÍS í skiptum fyrir sín bréf, er því ansi hátt miðað við þetta. Þetta verðmat er rökréttara þegar horft er að rekstrarniðurstöðu Fossa árið 2021 þegar hagnaðurinn var rúmlega 500 milljónir en í fyrra. 

Svar VÍS um verðmatið á Fossum er svo heldur ekki beint í mótsögn við þetta þar sem þar kemur fram að verðmiðinn á fyrirtækinu byggi alls ekki á rekstri Fossa eins og hann hefur verið heldur væntingum um það hvernig hann muni mögulega verða. 

*Upphaflega stóð í fréttinni að hluthafar Fossa myndu fá greitt fyrir sinn hlut með 260 milljón hlutum í VÍS eða 13,3 prósenta hlut. Þetta var upphaflega hugmyndin í febrúar 2023. Síðan þá hefur væntanlegt söluverð verið lækkað í 245 milljón hluti eða 12,62 prósenta hlut í VÍS. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
FréttirSameining VÍS og Fossa

Sölu­verð Fossa fjór­falt hærra en það ætti að vera mið­að við mat fé­lags­ins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
10
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár