Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stórhættulegir og bráðdrepandi ópíóíðar valda ótta og usla

Ópíóíðafíkn vex með hverju ári og ótt­ast er að met­fjöldi muni lát­ast á þessu ári vegna henn­ar. Heim­ild­in tók sam­an 10 stað­reynd­ir um þenn­an mikla skað­vald.

Stórhættulegir og bráðdrepandi ópíóíðar valda ótta og usla
Lyfinu ávísað við svæsnum verkjum Ópíóíðum er almennt ávísað við svæsnum eða meðalsvæsnum verkjum. Mynd: Heiða Helgadóttir

1.

Ópíöt eru lyf sem eru annaðhvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf. Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtaugakerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu.

2.

Ópíöt eru mjög vanabindandi og fólk sem hættir neyslu þeirra eftir að vera orðið háð þeim finnur fyrir sterkum fráhvarfseinkennum. Þetta á sérstaklega við um sterkari ópíöt á borð við heróín og morfín. Af þessum sökum er framleiðsla á heróíni almennt bönnuð með lögum og morfín er aðeins notað undir ströngu eftirliti og við sérstakar kringumstæður vegna kvalastillandi áhrifa þess.

3.

Ópíum er duft sem unnið er úr safa ópíum-valmúans. Það er blanda af nokkrum efnasamböndum og þar á meðal eru morfín og kódín. Heróín er svo unnið úr morfíni. Svokölluð efnasmíðuð ópíöt eru framleidd á rannsóknarstofum og meðal þeirra er metadón sem er til dæmis notað til að draga úr fráhvarfseinkennum hjá þeim sem reyna að hætta heróínneyslu.

4.

Ópíóíðum er almennt ávísað við svæsnum eða meðalsvæsnum verkjum. Gagnsemi ópíóíða til verkjastillingar í skammtímameðhöndlun mikilla verkja, af öðrum toga en krabbameini, er vel staðfest í rannsóknum en aftur á móti hefur gagnsemi ópíóíða í langtímameðferð við verkjum ekki verið staðfest. Meðferð langvinnra verkja getur verið mjög flókin. 

5.

Lyfjafyrirtækið Purdue Pharma setti svokallað OxyContin, sem flokkast sem ópíóíðar, á markað árið 1996 en það var framleitt í stórum stíl þar í landi. Framleiðsla og sala á þessum verkjalyfjum stórjókst svo á fyrsta áratug aldarinnar þegar samheitalyfjafyrirtæki eins og Actavis byrjuðu að framleiða samheitaútgáfu af Oxycontin og eins eigin morfínlyf sem voru frumlyf. 

Stóra breytingin með OxyContin var að Purdue Pharma markaðssetti lyfið þannig að það væri hægt að nota það að staðaldri gegn krónískum, langvinnum verkjum eins og í baki, sinaskeiðabólgu, gigt og jafnvel höfuðverk. Einn af sölupunktum fyrirtækisins á OxyContin var að „einungis minna en 1 prósent notendanna yrðu háðir því“.

6.

Reglulega kemur upp umræða í íslensku samfélagi um ópíóíðafíkn. Engar staðfestar tölur liggja fyrir yfir hversu margir hafa látist á þessu ári hjá Landlæknisembættinu sem heldur utan um tölfræði um dánarorsök. Gögn frá sjúkrahúsinu Vogi sýna að 20 einstaklingar undir 50 ára, sem hafa nýtt þau úrræði sem sjúkrahúsið býður upp á, hafa látist á fyrstu þremur mánuðum ársins.

7.

Í viðtali við Stundina fyrir um ári síðan sagðist rúmlega 30 ára íslensk kona hafa stundað það um nokkurra ára skeið á síðasta áratug að kaupa OxyContin á Spáni og selja lyfið á Íslandi. Konan segist fyrst hafa orðið vör við OxyContin á fíkniefnamarkaðinum á Íslandi árið 2014. Hún sagðist meðal annars hafa falsað bréf frá íslenskum lækni um að hún væri með bakverki. Svo hefði hún farið með þetta bréf til Spánar og fengið ávísað OxyContin þar í landi. Hún flutti þetta OxyContin svo til Íslands og seldi það hér á landi. Pillan á Spáni kostaði 1.000 krónur en konan seldi hana á 8.000 krónur á Íslandi. Konan keypti einnig lyf á Íslandi, af milliliðum.

Hún greindi frá því að aðgengið að OxyContin á svarta markaðinum væri frekar gott, meðal annars vegna þessa innflutnings frá Spáni. Viðskiptin með þessi lyf færu fram í gegnum samskiptaforrit eins og Telegram.

8.

Yfirlæknir á Vogi, Valgerður Rúnarsdóttir, sagði í viðtali við RÚV fyrir stuttu að hún óttaðist að það stefndi í metár í andlátum vegna fíknisjúkdóma. Hún sagði að mikil aukning væri í ópíóíðafíkn – sérstaklega hjá þessum yngri hóp. „Það er mjög hættuleg fíkn. Þessi sterku verkjalyf, OxyContin og Contalgin, sem er fyrst og fremst verið að nota á Íslandi, þau eru bara bráðdrepandi.“

Óttast ástandiðValgerður segir að metfjöldi falli frá vegna fíknisjúkdóma á þessu ári. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hjá Landlæknisembættinu.

9.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tjáði sig um sláandi tölur látinna á þessu ári á Alþingi í þar síðustu viku. „Við verðum bara að horfa á þessar óyggjandi tölur og þurfum að gera fjölmargt, betur og meir.“ Hann sagði að fjölmargt þyrfti að gera. „Það þarf sveitarfélögin og sameiginlegt átak þings og ríkisstjórnar, þvert á ráðuneyti og með sveitarfélögum, og skoða þarf skaðaminnkandi úrræði.“

Sameiginlegt átakHeilbrigðisráðherra segir að nú þurfi sameiginlegt átak sveitarfélaga, þings og ríkisstjórnar.

Hann sagði jafnframt að auka þyrfti forvarnir og fræðslu og ná til þeirra félagasamtaka sem vinna með fjölskyldum og veita aukinn stuðning við þær. „Við þurfum að koma á þessari viðbragðsþjónustu og auka aðgengi og svo þurfum við að horfa til þessara skaðaminnkandi úrræða, frekari klíník, neyslurými.“ Enn fremur væru stjórnvöld að skoða það að bæta við þjónustu á sjúkrahúsinu Vogi, svokallaðri viðbragðsþjónustu, og auka samvinnu við Landspítalann um þá lífsbjargandi viðhaldsmeðferð sem veitt er þar. 

Í lok apríl lagði Willum fram minnisblað um að verja 170  millj­ón­um króna á árs­grund­velli í að­gerð­ir til að sporna við skaða af völd­um ópíóða. Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var þessi upp­hæð hækk­uð um 55 millj­ón­ir og sam­þykkt að verja 225 millj­ón­um í mála­flokk­inn.

10.

Í þessari umræðu allri hefur lyfið Naloxone borið á góma en það er mótefni gegn ópíóíðlyfjum eins og morfín, fentanýl, oxykódon, heróín, metadón og búprenorfín. Naloxone hefur mikla sækni í ópíóíðviðtaka og ryður í burtu og kemur í veg fyrir að ópíóíðarnir nái að bindast og valda verkjun. Lyfið stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og kemur ekki í staðinn fyrir bráðaþjónustu læknis. Lyfið er notað sem neyðarlyf og er notað tafarlaust við ofskömmtun ópíóíða eða hugsanlegri ofskömmtun ópíóíða hjá fullorðnum og unglingum 14 ára og eldri. Einkenni ofskömmtunar geta verið öndunarerfiðleikar, alvarleg syfja og bregst ekki við miklum hávaða eða snertingu.

Heilbrigðisráðuneytið gaf út yfirlýsingu í júní í fyrra þar sem sagði að Naloxone-nefúði yrði aðgengilegur um allt land, notendum að kostnaðarlausu. Naloxone er hvorki ávanabindandi né hættulegt og eina ábendingin fyrir notkun þess er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóíða sem kemur fram sem öndunarbæling og/eða bæling á miðtaugakerfinu. Eftir sem áður þarf að koma viðkomandi undir læknishendur. Stjórnvöld skoða nú hvort hægt sé að setja Naloxone í lausasölu – þó að það hafi ekki verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.

Heimild:

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhjálmur Hjaltalín skrifaði
    Fíkn í ópíóða er llíklega versta fíkn sem til er. Fráhvarfseinkennin eru hræðileg og mikil hætta á ofskömmtun sem leiðir til dauða. Það er fyrir löngu búið að dæma framleiðandur ópíóðalyfja fyrir að ljúga til um skaðsemina af langvarandi notkun þeirra. Samt eru læknar ennþá að skrifa upp á þau fyrir langvarandi verki. Hvernig væri að ráðherra byrjaði á réttum enda og setti miklu strangari reglur um ávísanir á þessi lyf. Það er algjörlega óboðlegt að læknar séu í stórum stíl að gera fólk að fíklum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

10 staðreyndir

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár