Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.

Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
Þaf að flytja út í mars Úkraínsku flóttamennirnir sem búa í The Swan House, Svanahúsinu, á Lindargötu þurfa að flytja út úr húsinu í mars. Einn af þeim er Olga Dovgopolova, 42 ára kona, sem missti báða foreldra sína úr veikindum um það leyti sem hún flúði stríðið í Úkraínu í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Úkraínskir flóttamenn sem búið hafa í 43 hótelíbúðum í eigu Ölmu leigufélags við Lindargötu og Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur þurfa að flytja úr þeim í mars á þessu ári.  

Tveir af íbúunum í húsinu, Olga og Dima, sem bæði eru rúmlega fertug, segja við Heimildina að þau viti ekki hvert þau muni flytja þegar þau þau þurfa að yfirgefa húsið. Þau lýsa bæði yfir mikilli óvissu um framtíðina þar sem þau viti ekki hvar þau munu búa næst. „Ég er hrædd um að enda á götunni  í dag en í gær þá átti ég allt,“ segir Olga. Dima segir að hann og kona hans viti sömuleiðis ekki hvert þau flytji með 4 ára gamlan son sinn. „Þetta er hræðilegt fyrir okkur, við erum með lítið barn og við vitum ekki hvert við munum flytja.

Þau Olga og Dima lentu bæði mjög illa í stríðinu í Úkraínu …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigufélagið Alma

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
VettvangurLeigufélagið Alma

„Það sem er mik­il­væg­ast er að við er­um öll á lífi“

Úkraínsku flótta­menn­irn­ir Volody­myr Cherniav­skyi og kona hans, Snizh­ana Prozhoha, búa ásamt tveim­ur dætr­um sín­um í íbúð á efstu hæð­inni í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ. Fjöl­skyld­an flutti til Ís­lands í mars í fyrra eft­ir að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev land­leið­ina til borg­ar­inn­ar Lviv í vest­ur­hluta lands­ins og komu sér það­an yf­ir til Pól­lands og svo til Ís­lands. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk að fylgj­ast með þeim í leik og starfi í nokk­ur skipti í byrj­un janú­ar og kynn­ast lífi þeirra á Ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár