Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vissuði að frændur Marokkómanna eru Samar í Skandinavíu?

Mar­okkó­menn hafa kom­ið ær­lega á óvart á heims­meist­ara­móti karla í fót­bolta. Hér seg­ir Ill­ugi Jök­uls­son sögu lands­ins

Vissuði að frændur Marokkómanna eru Samar í Skandinavíu?
Atlasfjallaljón — Því miður eru þau útdauð, nema á fótboltavellinum!

Í kvöld verður háður einn af mikilvægari leikjum fótboltasögunnar þegar Marokkómenn freista þess að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að komast alla leið í úrslitaleik heimsmeistarakeppni karla.

Sú fer nú fram í Katar eins og frægt er orðið.

Merkilegt má heita að þessi leikur er háður gegn Frökkum og til að ná á þennan stað hafa Marokkómenn sigrað fyrst Spánverja og síðan Portúgali.

Saga Marokkó fléttast einmitt á ýmsan hátt saman við sögu akkúrat þessara þriggja Evrópuþjóða.

Frá sögu Marokkó segir hér á eftir.

Hálf öld síðan ljónin dóu út

Marokkó á í austri landamæri að Alsír og deila löndin bæði Atlas-fjöllum og norðvesturhluta Sahara-eyðimerkurinnar.

Nútímamaðurinn homo sapiens kom fyrst fram í Austur-Afríku fyrir rúmum 300.000 árum og virðist furðu snemma hafa verið mættur til Marokkó — sem nú heitir. Þá var Sahara ekki sami farartálminn og nú, því svæðið var bæði gróðurríkt og frjósamt og gnægð veiðidýra.

En í norðri við Miðjarðarhafið voru Atlasfjöll og eru enn, afleiðingar áreksturs jarðskorpufleka Afríku og Evrópu.

Bjuggu nú steinaldarmenn í Marokkó í tugþúsundir ára og reyndar meira en tvö hundruð þúsund ár.

Ekki er vitað annað en vel hafi farið um steinaldarmenn í Marokkó. Helstu keppinautar þeirra um veiðibráð voru hin myndarlegu ljón sem bjuggu á svæðinu, stór voru þau og stæðileg.

Það eru nú aðeins rúm 50 ár síðan síðustu Atlasfjallaljónin dóu út í Marokkó.

Fyrir um 10 til 15.000 árum bjó meira og minna sama fólkið í Atlasfjöllum og á Íberíuskaga (þar sem nú eru Spánn og Portúgal).

Óvæntir frændur

Óvænt má heita að DNA-greining hefur gefið til kynna að þetta fólk sem þá bjó í Marokkó var mjög skylt þjóð Sama sem nú byggir norðurslóðir Skandinavíuskaga. Skýringin á þessu er helst talin vera sú að um þetta leyti var ísöld að ljúka í Evrópu og ætla má að hluti íbúanna á Íberíuskaga hafi fylgt bráðnandi ísröndinni norður á bóginn.

Þeir sem eftir urðu í Marokkó (sem nú heitir) undu þar enn lengi við sitt en fyrir um 3.000 árum tóku þeir að færast nær menningu og samfélagi Miðjarðarhafsins.

Í Atlasfjöllum varð þá til ný þjóð eða ættflokkur, hinir svonefndur Berbar, en með ströndunum sigldu Fönikíumenn frá Líbanon og síðar arftakar þeirra, Karþagómenn frá Túnis.

Fönikíumenn voru komnir með nýlendu þar sem nú heitir Essaouira svo snemma sem á sjöttu öld fyrir Krist en sú borg var langt suður með Atlantshafsströnd Marokkó, andspænis Kanaríeyjum eða þar um slóðir.

Nokkrum öldum seinna tók að þróast konungsríki Berba á svæðinu og kölluðu Rómverjar það Máritaníu.

Varast ber að rugla þeirri Máritaníu saman við nútímaríkið Máritaníu sem er töluvert sunnan á Atlantshafshafsströnd Vestur-Afríku.

Ef þeir hefðu siglt

Hin berbíska Máritanía (nú Marokkó) var kringum Krists burð undir stjórn eigin kónga, sem þá voru samt oftar en ekki undir járnhæl öflugra nágrannakónga í Númidíu (Alsír) eða þá Rómverja.

Frá og með fyrstu öld eftir Krist var Máritanía skattland í Rómaveldi en heimamenn réðu sér þó mikið til sjálfir enda töldu Rómverjar sig ekki margt að sækja þangað vestur.

Harma verður að Marokkómenn í Máritaníu hafi á þessum tíma ekki verið ævintýragjarnari og/eða siglingafúsari en raun bar vitni. Það hefði þá legið svo beint við að þeir færu að sigla suður meðfram Afríkuströndum þúsund árum á undan Portúgölum (sem fóru á sjó um 1400) eða þá legðu á úthafið í vestri langt á undan Spánverjum (1492).

Marokkómenn gerðu hvorugt.

Ef hinir þáverandi Marokkómenn hefðu lent í Ameríku hefðu þeir eflaust flutt með sér sömu eða svipaða sjúkdóma og Spánverjar og Portúgalir gerðu síðar og fjöldinn allur af Ameríkumönnum hefði vissulega dáið af þeim sökum — rétt eins og síðar varð.

Mannfall ekki jafn mikið?

En þó verður að telja að mannfallið hefði ekki orðið jafn snöggt og hroðalegt og varð við komu Portúgala og Spánverja, og Ameríkufólki hefði gefist nokkurt tóm til að aðlagast sóttkveikjum Gamla heimsins án þess að samfélög þeirra beinlínis hryndu í duftið — eins og raunin varð eftir 1492.

Þá (um árið 200-300) var heldur ekki alveg jafn mikill munur á hernaðartækni Ameríkumanna og annarra og síðar varð. Evrópumenn áttu alla vega engar byssur ennþá. Áfallið, sem Ameríkumenn hlutu að verða fyrir við að komast í samband við „Gamla heiminn“ hefði því sennilega orðið töluvert minna en eftir 1492.

Ameríkumenn hefðu ugglaust plumað sig töluvert betur en raun varð á.

En hvað sem því líður:

Á sjöundu öld eftir Krist komu arabískir innrásarmenn úr austri og lögðu undir sig hina rómversku Máritaníu/Marokkó. Þá höfðu Marokkómenn verið kristnir í nokkur hundruð ár en næstu áratugi og aldir undirgengust þeir trú hinna arabísku sigurvegara og urðu múslimar. Þó er nú talið að einhverjir kristnir söfnuðir hafi haldið velli í Marokkó í mörg hundruð ár.

Portúgal og Spánn voru „nýlendur“ Marokkó!

Nokkur togstreita var síðan öldum saman — og stundum átök — milli hinna nýkomnu Araba og Berbanna sem fyrir voru.

En í byrjun áttundu aldar gerðu múslimar í Marokkó svo innrás norður á Íberíuskaga. Þeir náðu á skömmum mestum hluta skagans og stofnuðu á endanum kalífadæmi sem náði bæði yfir hið núverandi Portúgal og stærstan hluta Spánar.

Og kalífadæmið og arftakar þess héldu velli á Íberíuskaga  þar til kom fram á 15. öld.

Múslimar — þar á meðal og ekki síst harðsnúnir berbískir hermenn frá Marokkó — héldu síðan beina leið áfram yfir Pýrenafjöll og til Frakklands og hugðust leggja það undir sig líka, fyrst 719 og svo 732.

Frakkar náðu þó að hrinda þeim innrásum og Marokkómenn og félagar hrökkluðust aftur suður yfir Pýreneafjöll.

Næstu aldirnar var Marokkó yfirleitt hluti af því kalífadæmi sem réði múslimalöndum á Spáni en stundum snerust hlutirnir við og spænska kalífadæmið komst allt eða mestallt undir stjórn furstaætta í Marokkó.

Því má segja að Portúgal og Spánn hafi verið marokkóskar nýlendur öldum saman! — þótt ekki væri það orðað svo í þá daga.

Harðlínumenn

Ástæðulaust er að rekja þá flóknu sögu í smáatriðum — en frá 789 og í tæp 200 ár réði hin arabíska Idris-ætt Marokkó (og Íberíuskaga) og stofnaði sú ætt borgina Fes sem var hennar höfuðborg.

Síðar réðu hinir harðneskjulegu Almoravídar frá Marokkó ríkjum bæði á Spáni og vesturhluta Norður-Afríku og allt suður til Gana 1050-1150. Höfuðborg Almoravída var Marrakesj sem þeir stofnuðu um 1070.

Nafnið Marokkó er dregið af nafni Marrakesj en upprunaleg merkileg borgarnafnsins er ókunn.

Eftir að Almoravídar voru úr sögunni tók við ætt Almohada og réði í önnur hundrað ár. Bæði Almoravídar og Almohadar voru annálaðir fyrir sína ósveigjanlegu múslimsku ofsatrú og báðar ættirnar voru berbískar að uppruna.

Marokkómönnum ýtt frá Spáni

Þá voru kristnir menn farnir að ýta múslimum smátt og smátt út af Íberíuskaga, Portúgal losnaði fyrst undan „nýlendustjórn“ múslima og síðan hvert svæði skagans af öðru, og risu þar nokkur kristin konungdæmi sem síðar runnu saman í konungsríkið Spán.

Um 1510 reis svo nýtt arabískt ríki í Marokkó og var kennt við soldáninn Saadi. Þá höfðu múslimar hrakist alveg frá Íberíuskaga.

Hinsvegar tóku sameinað konungsríki Spánar og ríkið Portúgal þvert á móti að seilast til vaxandi áhrifa í Marokkó.

Saadi-ættin náði þó lengi vel að sporna gegn ásælni Spánverja og Portúgala inn á lendur sínar. Það sem meira var, Saadi-ættinni tókst líka að standast áhlaup Tyrkja sem voru um þær mundir að leggja undir sig alla Norður-Afríkuströndina.

Marokkó komst aldrei undir stjórn Tyrkja en var hins vegar iðulega í góðu sambandi við Tyrki og leppríki þeirra í Alsír og Túnis. Evrópumenn fóru því um þessar mundir að kalla íbúa allrar Norður-Afríku Tyrki þótt þeir væru alls ekki tyrkneskrar ættar, hvorki að lífræðilegum né menningarlegum uppruna.

Marokkómenn ræna þrælum á Íslandi

Því voru þeir kallaðir Tyrkir, ránsmennirnir sem komu siglandi til Íslands sumarið 1627 og rændu fólki til að selja í þrældóm. Stærstur hluti þess leiðangurs var frá borginni Salé í Marokkó en þar réðu ríkjum sjóræningjar sem herjuðu bæði á Atlants- og Miðjarðarhafi.

Margir sjóræningjanna voru múslimar ættaðir frá Spáni og Portúgal, komnir af fólki sem var rekið burt þegar kristnir menn náðu endanlegum yfirráðum þar á Íberíuskaga 15. öld.

Um það leyti sem „Tyrkir“ sigldu frá Salé til Íslands að ræna fólki til að selja á þrælamörkuðunum í suðri, þá var einn mestur valdamaður í Salé rúmlega fimmtugur sjóræningi sem gekk undir nafninu Murad Reis, en hann var raunar hollenskur og hét upphaflega Jan Janszoon.

Jan hafði verið hernuminn af sjóræningjum frá Salé en undirgekkst þá íslam og komst til áhrifa.

Það var einmitt þessi Jón Jónsson sem stýrði leiðangri Salé-manna til Grindavíkur og Bessastaða 1627 þegar þeir höfðu á brott með sér tólf Íslendinga og þrjá Dani sem síðan voru seldir í þrældóm. Óhætt er að fullyrða að þarna sé um að ræða fyrstu kynni Íslendinga við Marokkómenn.

Einna fyrstir til að viðurkenna Bandaríkin

Einmitt um svipað leyti og Íslendingar voru orðnir þrælar í Marokkó var ný ætt að seilast til valda í Marokkó. Það var arabískur emír í vininni Tafilalt langt úti í Sahara-eyðimörkinni sem efldi ættina til áhrifa. Smátt og smátt náði ættin völdum í öllu Marokkó.

Þessi emír hét Sharif ibn Ali. Sonur hans Mulay al-Radhid stofnaði árið 1666 soldánsveldi í Marokkó. Svo tóku afkomendurnir sér konungsnafn.

Og sú konungsætt — Alavítar — er enn við völd í Marokkó.

Á ýmsu gekk næstu öldina því ættarhöfðingjar hér og þar í landinu vildu oft ekki viðurkenna áhrif kóngsins en Marokkó hélst þó í einu lagi og þokkalega sjálfstætt. Portúgalir höfðu um tíma mikil áhrif í landinu, ekki síst á ströndinni, en þeir hrökkluðust að lokum brott. Árið 1777 varð Marokkó eitt allra fyrsta ríki heimsins til að viðurkenna sjálfstæði og lögmæti hinna nýju Bandaríkja í Norður-Ameríku.

Þegar kom fram á 19. öld áttu Marokkómenn æ erfiðara með að standast  ásælni Evrópuríkjanna, ekki síst Frakka sem lögðu undir sig nágrannaríkið Alsír 1830. Nýlendugræðgi greip Evrópuríkin hvert af öðru. Árið 1844 kom til átaka milli Frakka og Marokkómanna en þeir síðarnefndu leituðu þá bandalags við Breta til að geta betur staðið upp í hárinu á Frökkum.

„Verndarsvæði“ Frakka og Spánverja

Síðar á öldinni fóru svo Spánverjar að ágirnast Marokkó og um 1860 fóru Marokkómenn halloka í stríði við Spánverja sem snerist ekki síst um borgina Ceuta sem Spánverjar réðu (og ráða enn) á strönd Marokkó.

Marokkómenn þurftu þá að standa Spánverjum skil á gríðarlegum fjárupphæðum sem „stríðsskaðabótum“ og undir aldamótin 1900 var illa komið fyrir Marokkó, landið var gjaldþrota meirog minna, plagað af innlandsófriði og alls konar skelfingum.

Árið 1912 varð Marokkó svonefnt „verndarsvæði“ Frakka og Spánverja. Marokkómennv voru náttúrlega ekki spurðir hvort þeir hefðu áhuga á slíku en þeir fengu ekki rönd við reist.

Og þar með var Marokkó vissulega komið í hóp nýlendna Evrópuríkjanna þótt landið ætti enn að heita sjálfstætt og konungsættin sæti enn á valdastólum. Sannleikurinn var sá að völd Alavíta-kónganna voru lítil sem engin í áratugi.

Stöðugar uppreisnir brutust út í Marokkó næstu áratugi gegn yfirráðum Evrópumanna. Ég skrifaði flækjusögu um eina þeirra uppreisna fyrir nokkrum misserum, þegar íbúar í Atlasfjöllum lýstu yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis en Spánverjar og Frakkar brugðust við af ógeðslegri hörku.

Lesið þá hörmungarsögu hér: Eiturgas í gleymdu stríði.

Ekki er að undra þótt Marokkómönnum hafi þótt mikið til um að hafa unnið Spánverja á HM og hafi gert sér vonir um að vinna Frakka líka!

Kúga sjálfir Vestur-Saharamenn

Árið 1956 fékk Marokkó fullt sjálfstæði. Árið 1969 var svo ákveðið að stórt svæði sem Spánverjar höfðu kastað eign sinni á fyrir sunnan Marokkó — oftast kallað Vestur-Sahara — myndi lúta stjórn Marokkó, og því miður hafa Marokkómenn ekki tekið í mál að veita íbúum þar það sjálfstæði sem þeir þrá.

Menn læra ekki ævinlega nóg af sögunni — jafnvel ekki þótt þeir hafi sára reynslu af henni sjálfir.

Að öðru leyti hefur saga Marokkó frá sjálfstæði verið þokkalega gæfuleg. Þar eru Alavítar enn við völd í þingbundnu konungdæmi og bæði lýðræði og mannréttindi eru betur í heiðri höfð en í flestum öðrum Arabaríkjum, lífskjör meiri og efnahagur með þokkalegum blóma.

Marokkó er 4,5 sinnum stærra en Ísland (án Vestur-Sahara) og íbúar eru 37 milljónir.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár