Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Bara slys? Stökkbreyting fundin sem skildi okkur frá Neanderdalsmönnum

Bara slys? Stökkbreyting fundin sem skildi okkur frá Neanderdalsmönnum
Ættartré nútímamannsins frá homo heidelbergensis (afkomanda homo erectus) og til okkar. Chip Clark hjá Smithsonian Institute bjó til þessa skýringamynd.

Sú var tíð — og það eru ekki nema örfáar tugþúsundir ára síðan — að margar manntegundir vöppuðu um Jörðina. Flestar eða jafnvel allar voru þær að líkindum komnar af homo erectus, „frumstæðri“ manntegund sem tók að þróast fyrir um tveim milljónum ára en var endanlega útdauð fyrir rúmlega 100.000 árum. Þá hafði erectus sem sé getið af sér ýmsar tegundir: Neanderdalsmenn, Denisova, eina eða tvær lítt þekktar tegundir í Austur-Asíu, litla Flores-fólkið — og okkur.

Homo sapiens sapiens.

Og erum eina manntegundin sem eftir er.

Við erum ansi skyld sumu af okkar burthorfna frændfólki. Þótt leiðir hafi til dæmis skilið með okkur og Denisovum og Neanderdalsmönnum fyrir 300-700.000 árum, þá gátum við eftir sem áður eignast afkomendur með hinum tegundum tveim. Lítill en markverður hluti af erfðamengi okkar hefur verið rakinn til Neanderdalsmanna og Denisova.

Lengi vel var líklega lítill munur á hvort heldur hátterni eða útliti okkar og frændgarðsins.

Homo sapiens sapiens og Neanderdalsmenn og Denisovar og hvaða fleiri tegundir sem kann að vera um að ræða, þær lifðu allar svipuðu lífi sem steinaldarmenn, notuðu svipuð verkfæri og bjuggu í svipuðum samfélögum.

En svo gerðist eitthvað.

Eitthvað gerðist sem olli því að við lögðumst í þyngri þanka en frændfólkið.

Okkar tegund tók risastökk fram á við í þróun og tæknimenningu. Hinar sátu eftir í sama farinu og dóu loks út — eflaust útrýmt beint eða óbeint af nýríka uppivöðslusama frændfólkinu sem voru við.

Hvað gerðist? Það höfum við hingað til átt erfitt með að skilja. Jú, við vorum komin með ógnarstóran heila, svo margt var hægt að hugsa og upphugsa, en það var frændfólkið líka. Neanderdalsmenn voru meira að segja með heldur stærri heila en við, ef eitthvað var.

Nú eru vísindamenn kannski komnir á sporið.

Á fimmtudaginn var birtist í veftímariti Science grein þar sem vakin var athygli á stökkbreytingu sem orðið hefði í heila homo sapiens sapiens einhvern tíma fyrir í hæsta lagi örfáum hundrað þúsund árum.

(Hérna má sjá greinina í Science, og hérna má svo frétt The New York Times um málið.)

Svo virðist sem stökkbreytingin hafi valdið miklum blóma í þeim hluta heilans sem við notum til flókinna hugsana. Nánar tiltekið á geni sem kallað er því hljómfagra nafni TKTL1. Wieland Huttner taugalíffræðingur við Max Planck-stofnunina í Dresden í Þýskalandi gefur til kynna að stökkbreytingin á TKTL1 hafi til dæmis valdið því að homo sapiens sapiens varð kleift að þróa tungumál, hugsa fram í tímann og gera miklu nákvæmari og útspekúleraðri áætlanir en nokkur dýrategund önnur — þar á meðal Neanderdalsmenn og Denisovar. 

Neanderdalspar hefur hér verið endurskapað

„Við fundum [umbreytt] gen sem er sannarlega eitt þeirra sem gerir okkur að [viti bornum] mönnum,“ segir Huttner.

Öll sú flókna hugsun sem gerir okkur að mönnum snýst um taugafrumur í ennisblöðum okkar og það var einmitt þar sem stökkbreytingin fyrrnefnda tók að valda þessum mikla blóma í taugafrumuræktuninni. Ekki var um að ræða að þetta gen stækkaði í okkur heilann — hann hafði þegar náð núverandi stærð fyrir 800 þúsund árum — heldur virðast taugafrumurnar í ennisblöðum okkar fyrst og fremst hafa öðlast meiri leikni í samskiptum hver við aðra en raunin var hjá Neanderdalsmönnum og Denisovum.

Vert er að geta þess að engin sérstök ástæða þarf að hafa verið fyrir þessari stökkbreytingu sem fleytti okkur af stað. Hún hefur sennilega bara verið eitthvað tilfallandi — ja, eiginlega slys.

Afdrifaríkt slys það!

„Þetta eru mjög merkilegar niðurstöður,“ sagði taugalíffræðingurinn Laurent Nguyen við Liège-háskóla í Belgíu þegar NYT spurði hann um þessa nýju rannsóknir, sem hann kom vel að merkja ekkert nálægt sjálfur. „Það er stórmerkilegt að svo lítil breyting hafi haft svo róttækar breytingar í för með sér á framleiðslu taugafrumanna.“

Nguyen og fleiri leggja áherslu á að umbreytingin á TKTL1 geti ekki á nokkurn veg talist sú eina sem hrinti okkur á „framabrautina“ umfram Neanderdalsmenn og Denisova. Nú er verið að rannsaka fleiri stökkbreytingar í fleiri genum og taugafrumum í ennisblöðunum. Nguyen kveðst reikna með að þessar stökkbreytingar í heila okkar hafi í sameiningu valdið því að taugafrumurnar fóru að hegða sér öðruvísi en frænkur þeirra í heilum Denisova og Neanderdalsmanna.

Um orsakir stökkbreytinga af þessu tagi verður fátt sagt að sinni. En hinu má leiða að líkum, að ef þessi stökkbreyting hefði EKKI orðið, þá værum við kannski enn öll búsett í hellum í Miðausturlöndum og værum ómálga að fægja steinöxina okkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þetta er algjör gull moli!
    "Okkar tegund tók risastökk fram á við í þróun og tæknimenningu. Hinar sátu eftir í sama farinu og dóu loks út — eflaust útrýmt beint eða óbeint af nýríka uppivöðslusama frændfólkinu sem voru við."
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu