Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hvaða staður er Sievierodonetsk?

Rúss­ar hafa und­an­farna daga virst í þann veg­inn að leggja und­ir sig borg­ina Sievierodo­netsk eft­ir gíf­ur­lega harða sókn og mikla stór­skota­hríð. Úkraínu­menn full­yrða þó að þeir ráði enn um 20 pró­sent­um borg­ar­inn­ar og varn­ar­lið þeirra láti lítt und­an síga. En hvaða borg er þetta og hvaða máli skipt­ir hún?

Hvaða staður er Sievierodonetsk?
Hið rússneska stríð: Sprengja allt í tætlur, íbúðahverfi sem önnur, — Ég veit ekki betur en þessi mynd sé frá Sievierodonetsk.

Þegar síðast fréttist héldu Úkraínumenn enn einhverjum hluta borgarinnar Sievierodonetsk (eða Severodonetsk upp á rússnesku) í Luhansk-héraði í Úkraínu og óljósar fregnir bárust meira að segja af gagnsókn þeirra í borginni. Það mun þó koma á óvart ef Rússar ná ekki borginni næstu daga því þeir hafa lagt gríðarlega áherslu á að hernema hana.

Linnulaus stórskotahríð hefur dunið á borginni, íbúðahverfum jafnt sem öðrum, og þótt grunur leiki á að mikið mannfall sé í röðum Rússa, þá hirða þeir í bili lítt um það — meðan þeir ná að fella svo og svo marga Úkraínumenn, enda hefur úkraínski herinn ekki endalausum hermönnum á að skipa, ólíkt Rússum.

En hvaða borg er Sievierodonetsk? Af hverju skiptir hún máli í þessu stríði?

Sievierodonsk hefur hér verið bætt inn á kort af Úkraínusem BBC útbjó eftir Google Maps.

Fyrir innrás Rússa bjuggu rétt rúmlega 100.000 manns í borginni, það er að segja ívið færri en í Reykjavík. Hún stendur örskammt norðan við ána Siverskyi Donets.

Nafnið þýðir einfaldlega Norður-Donets.

Sú á kemur upp í Rússlandi, nokkuð fyrir norðan Úkraínu, rennur svo langa leið um norður- og síðan austurhluta Úkraínu og loks yfir landamærin til Rússlands aftur og sameinast þar ánni Don skömmu áður en sú síðarnefnda rennur út í Azovshaf, innhaf Svartahafs.

Sunnan við Siverskyi Donets stendur borgin Lysychansk en þar var einna fyrst byrjað að grafa eftir kolum í hinu þáverandi rússneska keisaradæmi eða laust fyrir 1800. Lysychansk og nágrenni urðu svo ein af þungamiðjunum í þeirri iðnvæðingu sem fór af stað í keisaradæminu en komst ekki á fullan skrið fyrr en Sovétríkin komu til sögunnar eftir valdarán kommúnista 1917.

Árið 1934 var stofnuð mikil áburðarverksmiðja í Lysychansk og þá fór byggð að skjóta upp kollinum handan fljótsins, í um 20 kílómetra fjarlægð, þar sem þá hét Liskhimstroi.

Sievierodonetsk og nágrannaborgir

Ári seinna opnaði þar sílikatverksmiðja til að þjóna áburðarverksmiðjunni í Lysychansk og hafist var handa um byggingu íbúðablokka fyrir verkamennina. Í frásögur er fært að árið 1940 hafi tilheyrt Liskhimstroi 47 hús, skóli, félagsheimili, barnaheimili og vöggustofa, auk 10 bygginga sem tilheyrðu verksmiðjunni. Íbúar voru þá um 5.000.

Þjóðverjar náðu Liskhimstroi í júlí 1942 þegar sókn þeirra í átt að Stalíngrad hófst en þeir misstu hana aftur í febrúar 1943 þegar gagnsókn Rauða hersins við Stalíngrad var að ljúka.

Eftir að heimsstyrjöldinni lauk hófst mikil uppbygging í Liskhimstroi og 1951 fékk hinn vaxandi bær nýtt nafn eftir ánni og hefur síðan heitið Sievierodonetsk. Þar reis svo sérstök nítratverksmiðja sem varð með tímanum stór og afkastamikil og um hana hefur lífið í bænum lengst af snúist. Á Wikipedíu er þess getið að árið 1965 hafi hinn nýi bær verið orðinn svo þróttmikill að þar hafi verið talin þörf á stofnun dagblaðs til að segja bæjarfréttirnar.

Sievierodonetsk, loft mynd af Google EarthNeðst til vinstri má sjá ána sem skilur Sievierodonetsk frá Lysychansk.

Þegar kom fram á 20. öld var Sievierodonetsk orðinn ívið fjölmennari borg en Lysychansk, þótt ekki munaði miklu. Þó hafði fækkað umtalsvert í borginni, því árið 1991 voru íbúar 131.000. Þrátt fyrir fækkun taldist Sievierodonetsk nú önnur stærsta borgin í Luhansk-héraði á eftir Luhansk sjálfri, sem er í rétt rúmlega 100 kílómetra fjarlægð, eða ámóta fjarlægð og er milli Reykjavíkur og Hellu á Rangárvöllum.

Árið 2001 sögðu tölur jafnframt að 59 prósent íbúa í Sievierodonetsk væru Úkraínumenn, 38 prósent væru Rússar og tæp þrú prósent væru af öðru þjóðerni. 

Þegar Pútin hófst sókn sína gegn Úkraínu 2014 lagði um 1.000 manna herlið svokallaðra aðskilnaðarsinna Sievierodonetsk undir sig í maí. Þeir lýstu því yfir að borgin skyldi verða hluti af Alþýðulýðveldinu Luhansk sem stuðningsmenn Rússa höfðu þá stofnað að undirlagi Pútins.

Sumir rússneskir íbúar Sievierodonetsk tóku hernáminu vel, enda fullyrtu þeir að Úkraínumenn hefðu sýnt sér ýmsan og vaxandi yfirgang á undanförnum árum. Flestir aðrir létu hins vegar mjög illa af dátum „alþýðulýðveldisins“ sem hefðu farið um með ránum og rupli, ofbeldi og yfirgangi í sannkallaðri „ógnarstjórn“. Í júlí hrakti herlið Úkraínumenn aðskilnaðarsinnana á braut en harðir bardagar geisuðu í námunda við borgina dögum saman.

Nú var Sievierodonetsk gerð að stjórnsýslusetri fyrir Luhansk-hérað, þar sem Luhanskborg sjálf var í höndum „alþýðulýðveldisins“ en spurning hversu lengi sú skipan getur haldist.

Tilgangur Rússa með því að legga svo þunga áherslu á töku Sievierodonetsk er bæði að ná almennilegri fótfestu á mikilvægu iðnaðarsvæði, en þarna í grennd eru nokkrar fleiri miðlungsstórar iðnaðarborgir, utan Sievierodonetsk og Lysychansk. Stóra efnaverksmiðjan skiptir og máli. Aðallega virðist það þó vera stefna Rússa þessar vikurnar að þreyta Úkraínumenn með því að berja á bæði varnarliði þeirra og íbúum af öllu afli.

Að sama skapi leggja Úkraínumenn áherslu á að halda velli uns fullkomin varnarvopn taki að berast þeim frá Bandaríkjunum og Vestur-Evrópulöndum.

Svona kjósa Rússar að heyja stríð,rétt eins og Rómverjar „leggja þeir allt í eyði og kalla það frið“.
Í lok apríl vörpuðu Rússar sprengjum á Lysychanskáður en þeir tóku að einbeita sér að Sievierodonetsk. Allir nágrannar þessarar ungu móður flúðu en hún varð eftir því foreldrar hennar og amma voru of roskin til að komast á brott, enda höfðu þau engan stað að fara á. „Sem betur fer er tveggja ára sonur minn ekki mjög hræddur,“ sagði hún.
Eins og sjá má einbeita Rússar sér að hernaðarlegum skotmörkum.Önnur mynd úr sjónvarpsfrétt frá Lysychansk í lok apríl.
Sjónvarpsfréttamaður sýnir tjón á íbúðahverfi í Lysychansk.
Nær blindur maður sem hafðist við í kjallara í Lysychanskvikum saman og vissi varla hvað var að gerast.
Karlinn með kústinn vildi ekki flýja.Hann tók að sér að passa hunda nágranna sinna sem flúið höfðu vestur á bóginn. Einkennilegt að fólk skuli ekki flýja austur á bóginn út að Pútin og Pútistarnir hans halda því fram að Rússar séu að „frelsa“ úkraínska alþýðu.
„Þeir sprengja hvað sem er, hvenær sem er.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arnar Gudlaugsson skrifaði
    Ef her staðsetur hermenn og hergögn innan borgarmarka eru það orðin lögleg skotmörk.Her sem staðsetur hermenn og hergögn innan borgarmarka er skildugur til að flytja alla óbreita borgara út úr átakasvæðinu. Ef ekki er farið eftir þessum reglum Genfarsáttmálans telst það stríðsglæpur.Úkraínumenn verða að hætta að nota óbreitta borgara sem skjöld í þessu stríði það er ómannúðlegt
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
8
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
10
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár