Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.

Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Mótmælir stríðinu Jersey bíður eftir því að ná tali af rússneska sendiherranum. Á handarbökum hans má sjá húðflúr, á hægri hendinni er úkraínskur kross og á vinstri hendinni er merki andspyrnuhreyfingarinnar í Varsjá á dögum hernáms nasista í Heimsstyrjöldinni síðari. Mynd: Freyr Rögnvaldsson

„Ég ætla að sitja hér fyrir utan sendiráðið og spila andrússnesk áróðurslög og úkraínsk þjóðlög þar til rússneski sendiherrann kemur og ræðir við mig, eða lögreglan kemur og fjarlægir mig. Ef sendiherrann kemur út ætla ég að segja honum kurteislega að andskotast héðan í burtu.“

Þetta segir Jersey, bandarískur hermaður sem nú mótmælir stríðsrekstri Rússa í Úkraínu fyrir utan rússneska sendiráðið á Túngötu. Jersey heitir raunar ekki Jersey, þessi 35 ára gamli Bandaríkjamaður af pólskum ættum, vill ekki gefa upp sitt rétta nafn til að setja ekki fólk sér nákomið í hugsanlega hættu. Hann er í herbúningi og innan undir honum í grænum stuttermabol eins og þeim sem Volodomyr Zelensky úkraínuforseti hefur gert að einkennisfatnaði sínum. Hann ber stóran herbakpoka sem á hefur verið skrifaður texti andófslags gegn Rússneska hernum.

Jersey situr flötum beinum á gangstéttinni við sendiráðið og beinir síma sínum að sendiráðsbyggingunni. Úr símanum hljómar lagið með textanum sem ritaður er á bakpokann.

„Ég kom með lyf frá Úkraínu sem ég þarf að koma til Úkraínumanna í Keflavík“
Lyfin frá KænugarðiLyfin sem Jersey hefur meðferðis fékk hann í Kænugarði í Úkraínu og ætlar að koma þeim til Úkraínumanna í Keflavík. Hann óskar eftir því að einhver verði sér að liði með það.

Spurður hvað hann sé að gera hér á landi svarar Jersey: „Ég var hermaður í Úkraínu. Ég kom til Íslands fyrir tveimur dögum. Ég kom með lyf frá Úkraínu sem ég þarf að koma til Úkraínumanna í Keflavík. Ef einhver gæti orðið mér til aðstoðar með að koma lyfjunum til þeirra myndi ég þiggja það með miklum þökkum. Þetta eru lyf frá Kænugarði sem þau þurfa að fá og ég er hér fyrir framan rússenska sendiráðið til að vekja athygli á málstað þeirra.“

Særðist í flugskeytaárás

Jersey segir að hann hafi komið til Úkraínu 7. mars síðastliðinn, frá Bandaríkjunum með viðkomu í Póllandi. Hann hafi farið yfir landamærin til Lviv og þaðan til Yavoriv þar sem hann starfaði með almannatengsladeild Úkraínska hersins.

Jersey segist hafa verið staddur í herbúðum í Yavoriv, aðeins viku eftir að hann kom til Úkraínu, þegar að flugskeytum frá rússneska hernum var skotið á herbúðirnar með þeim afleiðingum að 35 manns létust og á annað hundrað særðust. Sjálfur særðist hann lítillega. Þaðan hafi hann flúið út í skóg. Hann hafi farið yfir landamærin til Póllands en síðan farið aftur yfir til Úkraínu skömmu síðar. Þá hafi verkefni hans orðið að aðstoða skæruliðahópa sem börðust við Rússa í nágrenni Kænugarðs. Sá hópur hafi síðan tekið sér stöðu á Maidan torgi í miðri borginni og þangað hafi Jersey einnig fylgt þeim.

Það fór Jersey til Bucha. „Ég sá brunnar byggingar, staði þar sem fólk var myrt með köldu blóði en voru umlukin í blómahafi. Það var gríðarlega áhrifamikið.“

Seinna fór Jersey til Chernobyl með ítölsku kvikmyndaliði. „Ég tók lítinn sem engan þátt í bardögum sjálfur en ég veit um fólk sem það gerði. Ég varð líka vitni að hræðilegu framferði Rússa, pyntingum og nauðgunum, en líka heimsku þeirra þegar þeir grófu skotgrafir á Chernobylsvæðinu.“

Framferði Rússa ófyrirgefanlegt

Jersey dregur upp ýmsa muni sem hann tók með sér frá Úkraínu, notuð AK-47 skothylki og brotinn, bleikan hárkamb þar á meðal, auk útprentaðrar orðabókar frá ensku yfir á úkraínsku, sem hann kallar vígstöðvaorðabók. Kambinn segir Jersey að hann hafi fundið í Bucha, úkraínsku borginni þar sem greint hefur verið frá því að rússneskir hermenn hafi framið skelfilega stríðsglæpi. Það sem hann hafi séð í Úkraínu sé ófyrirgefanlegt og því mótmælir hann nú fyrir utan sendiráð Rússa hér í landi.

„Ég ætla að að vera hér þar til það gerist, eða lögreglan kemur og fjarlægir mig“

„Í staðinn fyrir að eyða peningunum mínum í gistingu á gistihúsi er ég að hugsa um að vera bara hér, þar til ég næ athygli rússneska sendiherrans, og hann kemur og talar við mig. Þegar að það gerist ætla ég kurteislega að gera svo vel að segja af sér. Ég held að það væri við hæfi að hann andskotaðist, kurteislega, út úr þessari byggingu. Það er ömurlegt að hann sitji inni á þessari skrifstofu á meðan að landar hans heyi árásarstríð geng saklausu fólki, og hann þurfi enga ábyrgð að axla. Ég ætla að að vera hér þar til það gerist, eða lögreglan kemur og fjarlægir mig.“

Jersey hvetur alla Íslendinga til að leggja baráttunni í Úkraínu lið, þar þurfi fólk á öllu að halda, lyfjum, herbúnaði, matvælum og aðstoð og aðföngum af hverju tagi. Spurður hvað hafi rekið hann til að fara frá Bandaríkjunum og til aðstoðar Úkraínumönnum segir Jersey að ástæðan sé bæði margþætt en líka einföld.

Pólskur uppruni hans eigi þar stóran þátt; Pólverjar og Úkraínumenn séu bræðraþjóðir þó þær hafi ekki alltaf setið á sárs höfði. Honum finnist það skylda sín að hjálpa bræðrum sínum í Úkraínu, jafnvel óumflýjanleg örlög. En það sé líka skylda alls rétthugsandi fólks að leggja Úkraínumönnum lið í baráttu þeirra. „Þetta snýst um samstöðu, samstöðu milli Úkraínumanna og Pólverja, enda er ég af pólskum ættum. Þetta snýst líka samstöðu heimsbyggðarinnar, við eigum ekki að láta framferði Rússa óátalið, ekki Evrópubúar, Bandaríkjamenn eða nokkuð siðað fólk. Ég fer aftur, það er klárt. Ég get ekki verið hér og notið lífsins í Reykjavík á meðan Úkraínumenn berjast heima fyrir.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jersey Fresh skrifaði
    As much as I'd love to spend every second of every hour in front of the Russian Ministry of Propaganda, apparently there's also a *lot* of useful stuff people to do here, particularly with the Red Cross and Artists4Ukraine movement, so I'll leave it to "Ambassador" Noskov to figure out my exact time table of when I'll be in front of his ugly neo-Soviet pleasure palace.
    1
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Ætli maðurinn heiti ekki Jerzy, vanalegt pólskt nafn.
    0
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Ætli maðurinn hljóti ekki líka að vera stríðsglæpamaður hr. Snævarr... í ljósi þess að það kemur fram í þessari umfjöllun að hann hafi tekið þátt í ólögmætum hernaðaraðgerðum Bandaríkja gegn Írak???
      -1
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Það hlýtur að orka tvímælis er félagi í fjölmennustu, skipulögðustu og hættulegustu hryðjuverkasamtökum heims (lesist bandaríski herinn) skuli hingað kominn að krefjast þess að sendiherra Rússaveldis hér á landi hypji sig vegna þessara hörmulegu átaka þarna í Úkraínu. Nóg um það. Kv
    -7
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Rússneska sendiráðið er til að aðstoða Rússa sem eru hér allnokkrir. Þetta stríð er ekki þeim að kenna og það styttir ekki stríðið að refsa saklausum.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
5
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár