Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
Viðreisn ætlar að fylgja Samfylkingu og Pírötum í meirihlutaviðræðum í borginni. Haldist það er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar með Flokki fólksins og Viðreisn úr myndinni. Valmöguleikum Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, sem lýstur hefur verið sigurvegari kosninganna og sagður með pálmann í höndunum í fjölmiðlum hefur því fækkað.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, tilkynnti um samflot gömlu meirihlutaflokkanna í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði áður tilkynnt að flokkurinn ætlaði sér ekki í meirihluta á ný í ljósi kosningaúrslitanna. Flokkurinn hlaut fjögurra prósenta fylgi, sem er rétt um hálfu prósentustigi minna en 2018.
Þórdís Lóa staðfestir yfirlýsingu Dags við Vísi þar sem hún segir: „Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo …
Ekki er þó nauðsynlegt að hafa Viðreisn með en fyrri meirihluti hefur ákveðið að halda saman. VG vill þó ekki taka þátt.