Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.
Norsk laxeldisfyrirtæki takast á um eignarhald á auðlindinni á Íslandi
Norsku laxeldisfyrirtækin Salmar, eigandi Arnarlax á Bíludal, og NTS, sem er stærsti hluthafi Arctic Fish á Ísafirði í gegnum Norway Royal Salmon, takast nú á um framtíðareignarhald NTS. Salmar vill kaupa NTS en leiðandi hluthafi NTS vill ekki selja. Ef af kaupunum verður mun samþjöppun í eignarhaldi í laxeldi á Íslandi aukast enn meira og mun nær allt laxeldi á Vestfjörðum verða í eigu sama fyrirtækis.
Athugasemdir