Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Íslensk kona nam börnin sín á brott á einkaflugvél

Norska lög­regl­an rann­sak­ar brott­nám á þrem­ur börn­um frá ís­lensk­um föð­ur. Flest bend­ir til þess að að­gerð­in hafi ver­ið þaul­skipu­lögð. „Þeir vilja vera á Ís­landi,“ seg­ir kon­an.

Íslensk kona nam börnin sín á brott á einkaflugvél
Fór á einkaflugvél Konan fór með einkaflugvél frá Noregi og lenti á Reykjavíkurflugvelli. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint. Mynd: Isavia

Íslensk kona er grunuð um að hafa rænt þremur börnum af heimili föður þeirra í norskum smábæ og flutt þau með einkaflugvél til Íslands í gær. Faðir barnanna, sem einnig er íslenskur, fer með forræði barnanna þriggja, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Noregs árið 2019. Samkvæmt dómnum er konunni eingöngu heimilað að hitta börn sín um sólarhring á ári.

Allt bendir til að atvikið hafi verið þaulskipulagt, en það var um klukkan fjögur í gærdag, sem faðir barnanna uppgötvaði að börnin hefðu verið tekin. Þau hafa búið ásamt föður sínum í smábæ í suðurhluta Noregs. Tvö barnanna voru sótt í skóla en eitt á heimili sitt, án heimildar föðurins. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar flaug konan með börnin þrjú í einkaflugvél frá litlum flugvelli í Torp í suðurhluta Noregs, ekki langt frá heimili barnanna. Konan hafði komið með sömu vél frá Íslandi fyrr um daginn. 

Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöldi. Norska lögreglan rannsakar málið og hefur haft samband við íslensk lögregluyfirvöld og óskað eftir samvinnu við rannsóknina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur norska lögreglan rætt við konuna sem staðfestir hún að börnin séu í hennar umsjá á Íslandi.

Konan segir frá því í Facebook-status að hún telji börnin eiga rétt á umgengni við sína nánustu án „eftirlits ókunnugs fólks“.

„Eftir langan undirbúning, vangaveltur og ráðfæringar við fagfólk þá var eina niðurstaðan að sækja skytturnar okkar. Langþráður dagur fyrir krakkana sem hafa ekki hist í næstum þrjú ár. Það er ótrúlegt að einhver reyni að réttlæta aðskilnað systkina, hvað þá aðskilnað barna frá foreldri sem hefur ekkert viljað nema eðlilega samveru barnanna við fjölskylduna og heilbrigt umhverfi fyrir þau að alast upp í. Slagurinn sem er framundan miðast að því að tryggja systkinunum gott líf og bjarta framtíð með þeim sem elska þau mest. Réttur strákanna til eðlilegrar umgengni við foreldra, réttur þeirra til áhyggjulausrar æsku og öruggs umhverfis hefur verið virtur að vettugi. Það hefur ekki verið hlustað á þá. Þeir vilja vera á Íslandi, þeir vilja fá að vera börn og þeir vilja eiga frjáls samskipti við sína nánustu, ekki undir eftirliti ókunnugs fólks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Steinn Gestsson skrifaði
    Ég gleymi aldrei þegar litháarnir sem ég var að vinna með í Noregi fóru að tala um barnaverndarnefnd, þeir voru allir skíthræddir við yfirvaldið, þorðu aldrei að fara ut á lífið af ótta við að börnin væru tekin af þeim. Óháð þessu máli þá er eitthvað alvarlegt í gangi þarna í Noregi, einhver barnaverksmiðja í gangi.
    3
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Þetta líkist máli sem kom upp fyrir nokkrum árum þegar móðir nam brott barn eða börn frá dönskum föður í Danmörku með einkaflugvél. Það endaði þannig að íslenska lögreglan sendi börnin til föður síns og móðirinn þurfti að sitja af sér fanelsisdóm í Danmörku ef ég man rétt.
    1
    • Helga Álfheiðardóttir Sigurðardóttir skrifaði
      Nei, það endaði ekki þannig. Börnin fóru aldrei aftur til föðursins, en biðu hjá móðurfjölskyldu á meðan móðirin afplánaði.
      0
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Það er rétt að börnin voru hjá móðurfjölskyldunni meðan móðirin afplánaði. Móðirin kaus svo að fara sjálf með börnin til Danmerkur þar sem forræði föðurins yfir börnunum var staðfest fyrir dómi. Ég gerði ráð fyrir að þau hefðu þá farið til hans.
      0
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Enn má svo bæta við að skv. 261. gr. norskra hegningarlaga varðar það sekt eða allt að 2 ára fangelsi að flytja barn út úr Noregi án samþykkis þess sem fer með forræði barnsins. Hljóti barnið skaða af því er refsiramminn 6 ára fangelsi. Þetta er þungbær málaflokkur fyrir alla hlutaðeigandi.
    2
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Hins vegar er Ísland skyldugt að hlýta niðurstöðu norskra dómstóla, og skila þessum börnum aftur til Noregs. Nema íslenskir dómstólar komist að annari niðurstöðu. Norsk barnaverndaryfirvöld munu svífast einskis til að fá þessi börn aftur, enda eru þau eign Konungsríkisins Noregs að þeirra sögn.
    -1
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Approximately 4000 people who were formerly taken into custody by the child welfare [ in Norway] have sought compensation for suffering and abuse while living in orphanages or foster families between 1945 and 1980. Of these, 2637 have received compensation, in total $220 million (2010).
    0
  • Það er satt,Þeir eru sálsjúkir í lille drit noregi,ég misti mín 3 börn á lígi.
    -1
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Veit alls ekkert um þetta mál. En barnaverndarstefna Noregs er mótuð af sálsjúku fólki, í anda nazista. Línan er að börn séu eign Konungsríkisins Noregur en alls ekki foreldranna. Noregur er með tugi mála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu út af ofbeldi við börn og foreldra.
    -1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta er hræðilegt.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
5
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár