Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kristján fer líklega til hvalveiða í sumar: ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur“

Hval­ur hf. er með ann­að skip sitt, Hval 9 í slipp í Reykja­vík um þess­ar mund­ir. Stöðv­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í Hval­firði seg­ir ekk­ert ákveð­ið hvenær hald­ið verði til veiða.

Kristján fer líklega til hvalveiða í sumar: ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur“
Hvalur á land Hvalur hf. stefnir að því að veiða hvali, langreyði í sumar í fyrsta skipti frá árinu 2018. Kristján Loftsson sést hér með Einari K. Guðfinnsyni, fyrrverandi þingmanni og sjávarútvegsráðherra, við langreyði í Hvalfirði. Mynd: mbl/ÞÖK

Hvalur hf. mun að öllum líkindum veiða hvali í sumar í fyrsta skipti frá árinu 2018. Annað af hvalveiðiskipum félagsins, Hvalur 9, er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn. Stöðvarstjóri hvalstöðvar fyrirtækisins í Hvalfirði, Gunnlaugur Gunnlaugsson, segir óljóst hvenær verði farið í fyrsta túrinn. „Það hefur ekkert verið ákveðið neitt hvenær við förum. Þetta er allt í skoðun bara. Það er ýmislegt í deiglunni,“ segir Gunnlaugur. 

Hvalveiðar Íslendinga, eða nánar tiltekið hvalveiðar Hvals hf., hafa vakið talsverða athygli í gegnum tíðina þar sem veiðarnar virðast ekki vera arðbærar út frá ársreikningum fyrirtækisins. Kostnaðurinn við veiðarnar er meiri en hagnaðurinn af þeim.

„Það þarf að hafa hann í standi ef til kemur“
Gunnlaugur Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í Hvalfirði

Þá hefur verið andstaða við þessar veiðar Íslendinga verið nokkur hér á landi sem og  í alþjóðasamfélaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur meðal annars lýst yfir efasemdum um veiðarnar í viðtali við Stundina: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Þá hef ég einnig efasemdir um að veiðiaðferðirnar uppfylli þær kröfur sem við gerum um velferð dýra.“ Árið 2014 gagnrýndi Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, til dæmis Ísland fyrir þessar veiðar.

Eina fyrirtækið sem ennþá stundar hvalveiðar á Íslandi er Hvalur hf. Þrátt fyrir þessa andstöðu og fjárhagslegt tap af hvalveiðunum þá hefur forstjóri Hvals hf., Kristján Loftsson, viljað halda veiðunum áfram.  Kristján verður 80 ára gamall á næsta ári. 

Skipið í slippnumHvalur 9 er nú slipp í Reykjavíkurhöfn og er ráðgert að veiða hval í sumar segir stöðvarstjóri Hvals hf. í Hvalfirði.

Ekkert veitt út af Covid

Aðspurður um hvort Hvalur 9 sé ekki í slipp til að gera skipið sjófært fyrir sumarið segir Gunnlaugur. „Það þarf að hafa hann í standi ef til kemur. Annars er það bara Kristján sem veit þetta allt,“ segir Gunnlaugur. 

Gunnlaugur segir að það sem mæli með því að fara núna sé að Covid-faraldurinn sé að mestu yfirstaðinn öfugt við í fyrra og hitteðfyrra þegar skip Hvals hf. héldu ekki til veiða. „Það var náttúrulega Covid í fyrra og árið þar á undan og ekkert hægt að gera.“ Aðspurður um birgðastöðuna í hvalkjötinu segir Gunnlaugur. ,,Það er engin birgðastaða hjá okkur, það er lítið sem ekkert kjöt til," segir hann en hvalkjöt fyrirtækisins er selt til Japan sem eru ein af fáum þjóðum í heiminum þar sem hvalkjöt þykir herramannsmatur. 

Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir til að ná tali af Kristjáni Loftssyni til að spyrja hann út í málið. 

Sextán ára saga 

Hvalur hf. hóf aftur hvalveiðar árið 2006 eftir 20 ára langt hvalveiðibann. Þegar fyrsta langreyðurin kom til hafnar 2006 voru teknar myndir af Kristjáni Loftssyni og Einari Kristni Guðfinnssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, þar sem þeir stóðu glaðir yfir dýrinu. Kristján sást snerta skrokk hvalsins á nokkrum myndum og haft eftir honum að þetta væri stór stund: „Þetta er stund sem ég hef beðið eftir lengi.“ 

Síðan þá hefur Hvalur stundum veitt langreyði og stundum ekki. Árið 2016 ráðgerði Kristján til dæmis að hætta veiðunum alveg vegna þess hversu þungt í vöfum embættismannakerfið í Japan væri. Allar hvalaafurðir Hvals eru seldar þangað. Kristján fór ekkert að veiða sumarið 2016 vegna þessa. „Við höf­um bara verið í viðhalds­störf­um og verðum áfram fram í júní. Svo hætt­um við þessu bara, ef ekk­ert breyt­ist hjá þeim í Jap­an. Emb­ætt­is­manna­kerfið í Jap­an er bara þannig að þeir þora ekki að breyta neinu. Stjórn­mála­menn ráða nær engu í Jap­an, því það er emb­ætt­is­manna­kerfið sem stjórn­ar land­inu,“ sagði Kristjan þá. 

Hvalur hf. hefur heimild til að veiða hvali nú í sumar og á næsta ári og getur nýtt sér þá heimild ef vilji stendur til. Eftir sumarið 2023 þurfa stjórnvöld svo að ákveða hvort hvalveiðar verði heimildar áfram eða ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Við, þessi þjóð, erum með skært kastljós heimsins á okkur þegar kemur að þessum forna sið að veiða og drepa hvali. Fyrr á tímum var þessi siður skiljanlegur en alls ekki nú þegar við ættum öll að vita betur. Öllum hugsandi og ærlegum Íslendingum ætti að vera fullljóst að þessi siður er okkur, nú á tímum, til skammar og minnkunar, sér í lagi þegar haft er í huga hversu alvarleg staða lífhvolfsins alls er eftir margra alda misþyrmingu mannsins.

    Þessum forna sið, sem án nokkur minnsta efa má nú kalla algjöran ósið og í raun siðlausan glæp gegn móður Náttúru, verður að kasta endanlega fyrir róða í eitt skipti fyrir öll. Hættum þessum viðbjóðslegu drápum á hvölum. Ef við gerum það ekki þá erum við að fremja glæpi sem munu fylgja sögu þjóðarinnar, allt til enda, okkur til ævarandi skammar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár