Hnífjafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga hvalveiða
Ungt fólk leggst gegn hvalveiðum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. „Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
FréttirHvalveiðar
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
Í skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er því velt upp hvort Íslendingar ættu að setja hryðjuverkalög vegna hættunnar á hryðjuverkum umhverfisverndarsinna.
Fréttir
Leyfi fyrir hvalveiðibyssum Hvals hf. finnst ekki
Ekkert eftirlit virðist vera með skotvopnum sem fyrirtækið Hvalur notar til veiða á langreyðum.
FréttirHvalveiðar
Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Undirskriftasöfnun gegn hvalveiðum Íslendinga beinist gegn „milljónamæringnum“ Kristjáni Loftssyni. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ósammála um hvort leyfa beri veiðarnar.
FréttirHvalveiðar
Guðlaugur segir Íslendinga hafa „óumsemjanlegan rétt“ til hvalveiða
„Ekki er unnt að véfengja rétt Íslands til að nýta lifandi sjávarauðlindir á borð við hval með ábyrgum og sjálfbærum hætti,“ segir utanríkisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
FréttirHvalveiðar
Hundrað grindhvalir drepnir í dag
Um hundrað grindhvalir voru drepnir í Hvannasundi í Færeyjum í dag. Á sama tíma er keppst við að bjarga tveimur andarnefjum sem strandaðar eru í Engey úti fyrir Reykjavík.
FréttirHvalveiðar
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill
Þórdís K. R. Gylfadóttir tekur ekki undir sjónarmið um að með hvalveiðum sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Ríkisstjórnin sætir harðri gagnrýni erlendis eftir dráp Hvals hf. á fágætri skepnu, en föðurbróðir fjármálaráðherra gegnir stjórnarformennsku í fyrirtækinu.
FréttirHvalveiðar
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
Hvalveiðikvóti ætti að ganga kaupum og sölum, skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í nýlegu riti fyrir íhaldssama hugveitu. „Þá gætu hvalverndarsinnar borgað fyrir að hvalir séu ekki veiddir,“ skrifar Hannes.
FréttirHvalveiðar
Erlendir fjölmiðlar fjalla um drápið á fágætum hval: „Óásættanlegur harmleikur“
Kristján Loftsson, forstjóri og einn eigenda Hvals hf. var í viðtali hjá bandarísku fréttaveitunni CNN vegna drápsins á því sem er talið vera afar fágæt hvalategund. Þá hafa margir breskir fjölmiðlar fjallað um málið. Kallað er eftir því að bresk stjórnvöld sendi íslenskum stjórnvöldum sterk skilaboð þar sem drápið verði fordæmt.
FréttirHvalveiðar
Umhverfisráðherra Vinstri grænna tjáir sig ekki um dráp á fágætum hval
Guðmundur Ingi Guðbrandsson ætlar ekki að tjá sig um frétt Stundarinnar. Lítið fer fyrir andstöðu Vinstri grænna við hvalveiðar eftir stjórnarmyndunina með Framsókn og Sjálfstæðisflokki.
FréttirHvalveiðar
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
Afkvæmi langreyðar og steypireyðar er talið hafa verið veitt af hvalveiðiskipi Hvals hf. aðfararnótt sunnudags síðustu helgi. Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa eru með málið til skoðunar og verða gerð DNA-próf á dýrinu.
Ríkisstjórnin mun þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi langreyðaveiða á næstunni. Frændur fjármálaráðherra eru hluthafar í Hval hf. og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur lagst gegn því að hvalveiðistefna Íslands verði endurskoðuð.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.