Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Breytt heimsmynd

Lýð­ræð­ið hafði sigr­að ger­ræð­ið, vís­indi og vel­meg­un veittu öfl­uga vörn gegn faröldr­um og öfl­ug­ir, stór­ir og skil­virk­ir fjár­mála­mark­að­ir rík­ustu landa heims áttu að geta stað­ið af sér hvaða efna­hags­áföll sem er. Þar til ann­að kom í ljós.

Breytt heimsmynd

Þótt 20. öldin hafi skilað langmestu efnahagslegu framförum mannkynssögunnar og gerbreytt lífskjörum milljarða manna þá var hún líka öld mikilla hörmunga, að mestu af mannavöldum. Tvær mannskæðustu styrjaldir sögunnar voru háðar, kjarnorkuvopn þróuð og notuð á borgir, milljónir féllu úr hungri vegna ógnarstjórnar í nafni kommúnisma í Kína, Úkraínu og víðar, þjóðarmorð voru framin, kreppan mikla skall á og vitaskuld farsóttir, þar á meðal spænska veikin.

Undir lok síðustu aldar, með nýja í sjónmáli, var þó hægt að fyllast bjartsýni. Hrun sovétkerfisins virtist marka endalok kalda stríðsins og gera þriðju heimsstyrjöldina nánast óhugsandi. Lýðræðið hafði sigrað gerræðið, vísindi og velmegun veittu öfluga vörn gegn faröldrum og öflugir, stórir og skilvirkir fjármálamarkaðir ríkustu landa heims áttu að geta staðið af sér hvaða efnahagsáföll sem er. Við blasti friður, lýðræði og velmegun í sífellt fleiri löndum. Þótt enn væru margir jarðarbúar sárafátækir þá fækkaði þeim í sífellu eftir því sem fleiri ríki náðu tökum á sínum efnahagsmálum.

Hryggjarstykkið í Sovétríkjunum, Rússland, sleppti hendinni af nýlenduveldi sínu, henti kommúnistum út, leyfði frjálsa fjölmiðlun, hélt kosningar og einkavæddi. Slíkt Rússland virtist ætla að verða hættulítið fyrir heimsfriðinn, þótt það fengi þúsundir kjarnavopna í vöggugjöf frá forveranum. Vissulega bjuggu ekki nándar nærri allir jarðarbúar við lýðræði. Fjölmennasta ríki heims, Kína, var stjórnað af flokksklíku en jafnvel þar virtist áherslan fyrst og fremst vera á viðskipti og aukna velmegun. Lífskjör þar eystra snarbötnuðu eftir margra áratuga hörmungar og Kína varð stærsta iðnríki heims.

21. öldin hófst var hins vegar varla hafin þegar þessi fagra framtíðarsýn fölnaði. Stríð og hryðjuverkaárásir voru ekki liðin tíð. Írak, Sýrland, Afganistan og mörg fleiri ríki voru hart leikin. Tvíburaturnarnir hrundu. Friðurinn var úti.

Plágur 20. aldarinnar sneru síðan aftur hver á fætur annarri. Fjármálakrísa skall á 2008. Alþjóðlega fjármálakerfinu og fjölmörgum galtómum ríkiskössum var bjargað með miklum harmkvælum. Fordæmalaus peningamyndun helstu seðlabanka bjargaði ríkissjóðunum, hélt öðrum fjármálafyrirtækjum á floti og kýldi upp eignaverð sem ella hefði verið í frjálsu falli.

Rétt þegar menn náðu andanum aftur eftir fjármálakrísuna kom svo Covid. Þótt manntjónið yrði ekki nándar nærri jafnmikið og í verstu heimsfaröldrum sögunnar þá var efnahagsáfallið gríðarlegt og auðvitað öll sú röskun á mannlífinu sem af faraldrinum leiddi. Viðbrögðin við efnahagsáfallinu af hálfu hins opinbera voru um margt furðulík þeim sem gripið hafði verið til rúmum áratug áður. Prentvélar helstu seðlabanka voru ræstar á ný, með enn meiri afköstum en í fjármálakrísunni. Þegar mest gekk á, vorið 2020, bjó seðlabanki Bandaríkjanna til 1.000 milljarða Bandaríkjadala á mánuði, miklu meira en haustið 2008.

Covid var auðvitað ekki búið, þótt það virtist glitta í ljósið við gangamunnann, þegar þriðja stóráfallið skók heimsbyggðina. Mestu styrjaldarátök í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar vegna árásar Rússlands á Úkraínu. Vitfirringsleg tilraun Pútíns Rússlandsforseta til að endurreisa sovéska nýlenduveldið hefur valdið dauða þúsunda, sprengt stóra hluta Úkraínu í tætlur og valdið raunverulegri hættu á þriðju heimsstyrjöldinni, milli Nató og Rússlands. Jafnvel gætu Kínverjar dregist inn í átökin við hlið Rússa. Beitingu kjarnorkuvopna er hótað. Milljónir eru á örvæntingarfullum flótta.

Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hvernig og hvenær stríðinu í Úkraínu lýkur. Það er því vart annað hægt en að skoða sviðsmyndir, sem liggja svona nokkurn veginn á rófinu frá kjarnorkustríði stórveldanna og yfir í stríðslok og friðarsamninga einhvern tíma á næstunni. Besta sviðsmyndin er líklega að Rússar sparki blóðþyrsta einræðisherranum í Moskvu út í hafsauga og landið verði friðsælt lýðræðisríki, í sátt og samlyndi við nágranna sína. Það hljómar sem óhófleg bjartsýni nú en höfum í huga að þetta tókst í flestum öðrum hlutum sovétveldisins fyrrverandi fyrir rúmum 30 árum.

„Besta sviðsmyndin er líklega að Rússar sparki blóðþyrsta einræðisherranum í Moskvu út í hafsauga“

Pútín hefur valdið sinni eigin þjóð skelfilegu tjóni með þessu feigðarflani sínu, þúsundir hermanna hafa fallið, hergögn tapast, landið er einangrað með orðstír í rúst og sætir hörðustu efnahagsþvingunum sem um getur. Jafnvel þótt stríðinu ljúki og samið verði um afnám þvingana þá mun Rússland ekki ná aftur sömu efnahagslegu stöðu í ljósi þess að lönd Vestur-Evrópu munu leggja allt kapp á að verða ekki í framtíðinni háð Rússlandi í orkumálum. Það er líka kaldhæðni örlaganna fyrir Pútín að bröltið í honum hefur ekki bara sameinað Úkraínumenn heldur gefið Nató skýrt hlutverk og tilgang og stóraukið stuðning við það, meðal annars í Svíþjóð og Finnlandi. Norðurlöndin tvö gætu jafnvel gengið í bandalagið þrátt fyrir hótanir Pútíns um að það hefði slæmar afleiðingar.

Raungerist bjartasta sviðsmyndin, friður kemst á í Úkraínu og lýðræði í Rússlandi (og Hvíta-Rússlandi) þá verður tjónið vegna stríðsins í Úkraínu vissulega verulegt og mannfallið skelfilegt en efnahagsáfallið verður ekki varanlegt. Skemmdirnar eru þegar orðnar miklar en í hinu stóra samhengi hlutanna vel viðráðanlegar. Einhvers konar Marshall-aðstoð frá nágrannalöndunum í vestri gæti gert Úkraínu kleift að byggja hratt upp aftur heimili, innviði, verksmiðjur og annað sem hefur eyðilagst í stríðinu. Framtíðarhorfur fyrir efnahagslífið væru bjartar í gjöfulu landi með nánari samþættingu við löndin í vestri og líklega inngöngu í ESB. Úkraína hefði alla burði til að bjóða íbúum sínum svipuð lífskjör og til dæmis í Póllandi eða Eystrasaltsríkjunum eftir tiltölulega stuttan tíma.

Aðrar sviðsmyndir eru miklu dekkri. Langvarandi stríðsátök, leppstjórn, skipting landsins í austur og vestur og jafnvel átök sem blossa upp hvað eftir annað – Rússar hafa ráðist þrisvar inn í Úkraínu frá árinu 2014 og gætu hæglega gert það oftar. Jafnvel kalt stríð yrði óhemju dýrt. Lönd Vestur-Evrópu hafa nú hvert á fætur öðru tilkynnt um stórauknar fjárveitingar til varnarmála, oft miðað við 2% af vergri landsframleiðslu. Það er sárgrætilegt að verja slíku fé í hermenn og stríðstól, jafnvel þótt stríðstólin standi ónotuð. Í köldu stríði með Úkraínu sem miðpunkt myndu Úkraínumenn sjálfir þurfa að verja óhemju fé í varnarmál, mun meira en 2% af landsframleiðslu, og vitaskuld Rússar líka.

Slíkt kalt stríð myndi bætast við aðrar áskoranir sem Evrópulönd og raunar heimurinn allur stendur frammi fyrir. Sérstaklega skiptir hnattræn hlýnun máli en einnig lýðfræðileg þróun því að Evrópubúar eru að eldast hratt, uppgangur andlýðræðislegra afla í ýmsum Evrópulöndum og Bandaríkjunum er ískyggilegur og margt fleira. Það er líka alveg óleyst vandamál hvernig og hvort á að vinda ofan af öllum þeim aðgerðum sem gripið var til af helstu seðlabönkum heims, fyrst vegna fjármálakrísunnar og svo vegna Covid.

Þróunin í Kína er líka verulegt áhyggjuefni. Stjórnvöld í Peking hafa ekki beitt her sínum svo að heitið getur utan landamæranna áratugum saman en veitt óhemju fé í að byggja hann upp og beita mikilli hörku innanlands þegar þeim þykir sér ógnað. Minnihlutahópar, eins og Uighurar, sæta ofsóknum, stjórnin í Peking sveik gefin loforð um að varðveita sérstöðu Hong Kong og er með sífellt meira ógnandi tilburði vegna Taívan.

Kína er miklu öflugra ríki hernaðarlega og efnahagslega en Rússland og öll átök milli landsins og vesturvelda, jafnvel þótt ekki brjótist út stríð, gætu valdið miklu tjóni. Það virðist enn ólíklegra að Kína breyti um stefnu og þróist í lýðræðisátt en að Rússland geri það. Kverkatak kommúnistaflokksins er of sterkt. Meðan flokkurinn getur skilað bættum lífskjörum, stýrt fjölmiðlun og raunar öllu aðgengi að upplýsingum og miskunnarlaust bælt niður andóf þá missir hann ekki auðveldlega stjórnartökin. Staðan er allt önnur í Rússlandi þar sem Pútín er með allt niður um sig, lífskjör fara hratt versnandi, stjórnkerfið er gerspillt, landið einangrað og jafnvel helsta stoltið, herinn, er að bíða niðurlægjandi ósigur. Það gæti sópað Pútín út af sviðinu en það er auðvitað engin trygging fyrir að ekki komi annar svipaður í staðinn, jafnvel verri. Það er engin lýðræðishefð í Rússlandi.

„Það er auðvitað engin trygging fyrir að ekki komi annar svipaður í staðinn, jafnvel verri“

Við á Íslandi leikum ekki stórt hlutverk á heimssviðinu en þurfum að takast á við það sem að okkur snýr. Í varnarmálum er staðan fyrir Ísland tiltölulega einföld, við erum og verðum herlaus þjóð í Nató. Ekkert annað er í sjónmáli. Getum búist við meiri umsvifum Nató hérlendis en það hefur vart teljandi áhrif á mannlíf eða efnahagslíf. Hryðjuverkaógn eða hætta á netárásum kalla kannski á viðbúnað innlendra aðila en það ætti að vera vel leysanlegt viðfangsefni.

Í efnahagsmálum er líka ekkert annað í sjónmáli en að halda okkar striki, þétt upp að nágrannalöndunum og samstíga þeim, meðal annars þegar kemur að efnahagslegum refsiaðgerðum. EES-samningurinn með sínum kostum og göllum mun áfram móta umgjörð íslensks efnahagslífs. Samskiptin við Rússland gætu orðið góð eftir Pútín en það fer þó auðvitað eftir því hver þróunin verður þar. Ólýðræðislegt Rússland með forystu sem dreymir um endurreisn hrunins nýlendukerfis verður ekki góður félagi í viðskiptum eða öðrum samskiptum. Íslandi tókst þó furðuvel að eiga viðskipti við Sovétríkin á sínum tíma, meðal annars umfangsmikil vöruskipti.

Stríðið í Úkraínu hefur einhver efnahagsáhrif hérlendis til skamms tíma en varla veruleg ef átökin breiðast ekki út. Viðskipti við Rússland, Hvíta-Rússland og Úkraínu vega ekki það þungt í íslensku efnahagslífi. Hækkun á olíu og ýmsu öðru sem við flytjum inn skiptir máli en það er vel viðráðanlegt. Áhrifin á ferðaþjónustu gætu orðið einhver en erfitt að leggja mat á það nú.

Það verður erfiðara að móta stefnu gagnvart Kína. Raunar veruleg áskorun. Íslendingum stendur engin augljós hernaðarógn af Kínverjum og viðskipti milli landanna hafa verið lífleg, meðal annars á grundvelli fríverslunarsamnings. Hve langt við viljum ganga til að tengjast Kínverjum er engu að síður verulegt álitamál. Samúð Íslendinga liggur hjá hinum undirokuðu og við styðjum lýðræði, mannréttindi og tjáningarfrelsi. Kunnum, sem betur fer, ekki að þegja og viljum það ekki. Það getur hæglega leitt til árekstra við kommúnistastjórnina í Peking. Smáríki sem strjúka Kínastjórn öfugt eiga ekki von á góðu. Litháar fundu fyrir því í fyrra þegar þeir settu vitlaust (frá sjónarhóli Peking) skilti á sendiskrifstofu Taívana í Vilníus. Þá froðufelldu orðum hlaðnir kommúnistaleiðtogarnir. Norðmenn fengu svipaðar sendingar þegar þeir veittu vitlausum (frá sjónarhóli Peking) manni friðarverðlaun Nóbels árið 2010, andófsmanninum Liu Xiaobo. Það kallaði yfir Norðmenn refsiaðgerðir Kínverja í sex ár. Litáar geta átt von á einhverju svipuðu.

Við aðstæður sem þessar er ekki hægt annað en að fagna því að hafa fæðst og búa í friðsælu lýðræðisríki með afar góð lífskjör. Vonandi munu miklu fleiri jarðarbúar ná þeirri stöðu á 21. öldinni, þótt öldin hafi nú ekki byrjað sérstaklega gæfulega. Við sem búum við þessi forréttindi hljótum að gera hvað við getum til að reyna að stuðla að því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu