Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Navalny: „Pútin og þjófar hans eru helsta ógnin sem blasir við Rússum“

Al­ex­ei Navalny sit­ur í fanga­búð­um í Rússlandi, enda tel­ur Vla­dimir Pút­in hann hættu­leg­asta and­stæð­ing sinn. Navalny hreifst ekki beint af ræð­unni sem Pút­in hélt í rúss­neska sjón­varp­inu í gær­kvöldi þar sem hann rétt­lætti stefnu sína gagn­vart Úkraínu

Navalny: „Pútin og þjófar hans eru helsta ógnin sem blasir við Rússum“
Alexei Navalny var á dögunum flokkaður sem hryðjuverkamaður í Rússlandi, svo Pútin gæti látið dæma hann í 15 ára fangelsi til viðbótar. En Navalny er hvergi smeykur á Twitter.

Alexei Navalny er helsti stjórnarandstæðingurinn í Rússlandi um þessar mundir. Það má gagnrýna Navalny fyrir ýmis orð sín fyrir áratug eða svo en ekki er hægt að saka hann um ragmennsku, því eftir banatilræði — sem augljóslega var runnið undan rifjum Pútins forseta — þá sneri Navalny aftur til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann átti þó víst hæli. Og var Navalny umsvifalaust fangelsaður eins og gerist og gengur í einræðisríkjum.

Navalny var nýlega útskurðaður hryðjuverkamaður í Rússlandi og ætlunin er greinilega að halda honum í fangelsi til dauðadags. Enginn ætti reyndar að láta koma sér á óvart þótt Navalny verði fyrir banaslysi á næstunni eða andist af sviplegum magakrampa eða einhverju þvíumlíku.

En Navalny lætur ekki deigan síga og einhvern veginn kom hann á framfæri Twitter-pistli eftir ræðu Pútins í rússneska sjónvarpinu í gærkvöldi.

Navalny sagði á þann háðska og skorinorða hátt sem hann hefur tamið sér:

„Í gær horfði ég á „fund [rússneska] öryggisráðsins“, þennan söfnuð ellibelgja og þjófa (ég held að Baráttuhópur okkar gegn spillingu hafi gert rannsókn á spillingarmakki hvers einasta þeirra).

Og ég fór að hugsa um sama söfnuð „nómenklatúra“ ellibelgja sem sátu í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins og ímynduðu sér líka upp úr þurru að þeir væru stjórnvitringar á heimvísu við „skákborðið mikla“ og ákváðu að senda sovéskar hersveitir inn í Afganistan.

Árangurinn var mannfall upp á hundruð þúsunda, helsærðar þjóðir og afleiðingar sem hvorki við né Afganir erum enn búnir að bíta úr nálinni með, og raunar varð þetta ein helsta ástæðan fyrir hruni Sovétríkjanna.

Þessir fáráðlingar úr miðstjórninni skýldu sér á bak við svikula hugmyndafræði. Þessir ellibelgir Pútins hafa ekki einu sinni hugmyndafræði — bara stöðugar og blygðunarlausar lygar. Þeir hafa ekki einu sinni fyrir því að ljá ástæðu sinni fyrir stríðinu minnsta trúverðugleika.

Báðir aðilar [kommúnistaflokkurinn og stjórn Pútins] þurfa að dreifa athygli rússnesku þjóðarinnar frá hinum raunverulegu vandamálum — efnahagsmálunum, hækkandi vöruverði, vaxandi lögleysu — og beina athyglinni í staðinn að „hinni keisaralegu móðursýki“.

Hve langt er síðan þið horfðuð síðast á rússneskar sjónvarpsfréttir? Þær eru það eina sem ég horfi á nú um stundir og ég skal segja ykkur það að það ENGAR fréttir frá Rússlandi, ALLS ENGAR. Allan fréttatímann er aðeins fjallað um Úkraínu - Bandaríkin - Evrópu.

En eintómur áróður dugar ekki lengur fyrir hina elliæru þjófa. Þeir vilja blóð. Þeir vilja fá að hreyfa leikfangaskriðdreka um stríðskortin.

Því er það sem leiðtogi miðstjórnarinnar á 21. öldinni heldur alveg gjörsamlega vitskerta ræðu. Ég las á Twitter bestu lýsinguna á ræðunni: „Þetta var nákvæmlega eins og dauðadrukkinn afi minn sem dettur í það í fjölskylduboðum og abbast upp á alla með útlistunum sínum á því hvernig er raunverulega í pottinn búið í alheimspólitíkinni.“

Prófið að taka orðið „Úkraínu“ út úr ræðu hans og setjið „Kasakstan“ í staðinn eða „Belarús“ eða „Eystrasaltslöndin“ eða „Aserbædjan“ eða „Úsbekistan“ eða jafnvel „Finnland“. Og reynið að ímynda ykkur hvert hugsanagangur hins elliæra afa gæti leitt hann næst.

Þetta endaði skelfilega fyrir alla árið 1979. Og þetta mun enda jafn illa núna. Afganistan var eyðilagt en Sovétríkin voru líka helsærð eftir.

Pútin ber ábyrgð á því að hundruð Úkraínumanna og Rússa gætu fallið núna og í framtíðinni gæti talan endað í tugum þúsunda. Já, hann mun ekki leyfa Úkraínu að þróast að eigin geðþótta, heldur mun hann draga landið í svaðið, en Rússland mun greiða sama verð.

Við [Rússar] eigum allt sem til þarf til að þróast vel á 21. öldinni. Við höfum olíu og menntað fólk en nú munum aftur tapa stórfé og sólunda sögulegu tækifæri til að lifa auðugu venjulegu lífi en í staðinn fá stríð, skít, lygar og höllina [Pútins] með gullörnunum í Gelendzhik.

Pútin og hans elliæru þjófar úr Öryggisráðinu og Sameinuðu Rússlandi eru óvinir Rússlands og helsta ógnin sem blasir við [Rússum], ekki Úkraína og ekki Vesturlönd. Pútin drepur og vill drepa fleiri.

Það er Kreml sem gerir þig fátækan, ekki Washington. Það er ekki í London sem sú efnahagsstefna er ákveðin sem hækkar verðið á súpuskál ellilífeyrisþegans um helming, heldur í Moskvu.

Til að berjast í þágu Rússlands, til að bjarga [Rússlandi] þarf að koma Pútin og þjófum hans frá völdum. En nú þýðir það líka öllu venjulegri „baráttu fyrir friði“.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Helgi Sigurðsson skrifaði
    Góð greining hjá Navalny á ástandinu og mikið er þetta sorglegt
    0
  • Páll Pálsson skrifaði
    Þetta er því miður allt satt ....sem er skelfilegt....ef það verdur styrjöld þá vona ég ad Rússar geri eins og Argentínu menn eftir Falklandseya stríðið
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu