Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Er nú verið að skipuleggja nýja „árás á Gleiwitz“?

„Árás­in á Gleiwitz“ að­far­arnótt 1. sept­em­ber 1939 var blekk­ing Þjóð­verja til að rétt­læta árás þeirra á Pól­land

Er nú verið að skipuleggja nýja „árás á Gleiwitz“?
Þýskir herforingjar sýna blaðamönnum lík „pólskra“ árásarmanna“ að morgni 1. september 1939.

Síðla kvölds 31. ágúst 1931 réðist vopnaður hópur pólskra hermanna og þjóðernissinna inn í útvarpssendistöð í bænum Gleiwitz rétt við landamæri Póllands og Þýskalands suður í Slesíu.

Pólverjarnir brutu sér leið inn í sendistöðina, læstu þýska tæknimenn niðri í kjallara og einn Pólverjanna settist við hljóðnema og útvarpaði um nágrennið pólskum áróðri, en mikil spenna hafði þá verið millum Pólverja og Þjóðverja allt sumarið.

Ekki höfðu Pólverjarnir þó langan tíma til að vinna myrkraverk sína því nú komu á staðinn hugprúðir þýskir hermenn og náðu að hrekja Pólverjana burt og drepa þá flesta. Síðan kölluðu Þjóðverjar á blaðamenn, bæði þýska og einnig bandaríska og sýndu þeim verksummerki.

Staða mála í september 1939.

Pólverjarnir sem höfðu verið skotnir í gagnárás Þjóðverja á útvarpssendistöðina voru allir klæddir pólskum einkennisbúningum svo bersýnilega hafði verið um að ræða hermenn í opinberum erindagjörðum.

„Og hafi einhverjir efast um þann ofstopa sem Pólverjar hafa sýnt Þjóðverjum að undanförnu, þá er hér komin sönnun þess,“ sögðu þýsku hermennirnir við blaðamennina.

Líkin voru að vísu flest óþekkjanleg þar sem þessir pólsku hermenn höfðu bersýnilega flestallir verið skotnir í andlitið, en Þjóðverjar gátu þó bent blaðamönnum á lík Franciszek Honioks, sem var Pólverji búsettur í Þýskalandi sem var öllum kunnur á svæðinu fyrir að hafa haldið stíft fram málstað Pólverja í deilunum þetta sumar.

Honiok hafði sennilega verið einhvers konar leiðsögumaður pólsku innrásarmannanna en látið sjálfur lífið.

Honiokhefur verið kallaður „fyrsta fórnarlamb síðari heimsstyrjaldar“.

Og þetta var ekki eina árás Pólverja á þýskar bækistöðvar þetta kvöld, sögðu Þjóðverjarnir við blaðamennina. Um það bil tugur árása hafði verið gerður af sama tagi og árásin í Gleiwitz. Sem betur fer tókst allsstaðar að hrekja hina pólsku árásarmenn á brott en mannfall var töluvert í liði beggja.

Þýsku herforingjarnir hristu höfuðið þegar þeir lögðu þetta allt saman fyrir blaðamennina.

Þetta sýnir hvílíkir ofstopamenn Pólverjar eru, sögðu þeir. Einmitt vegna þessara árása hafði Adolf Hitler foringi Þjóðverja neyðst til að grípa til gagnráðstafana nú strax í morgunsárið 1. september.

Þýskur her hafði í sjálfsvarnarskyni ráðist á nokkrum stöðum yfir landamærin, ráðinn í að koma í veg fyrir fleiri grimmdarárásir Pólverja.

Útvarpssendistöðin í Gleiwitz

Við megum þakka fyrir foringjann, sögðu herforingjarnir. Hann lætur ekki vaða yfir okkur.

Og þar með hófst sókn þýskra hersveita inn í Pólland.

Þetta átti í upphafi að heita leiðangur til að verjast ágangi Pólverja og koma í veg fyrir árásir þeirra, en endaði með algjöru hernámi Póllands nokkrum vikum síðar.

En það sem hér skiptir máli er að „árás Pólverja á Gleiwitz“ var tilbúningur Þjóðverja sjálfra. Þeir höfðu safnað saman pólskum einkennisbúningum með hjálp iðnrekandans Oskars Schindlers (sem seinna varð frægur fyrir að bjarga Gyðingum úr klóm dauðasveita Hitlers), sótt slatta af föngum í fangabúðirnar í Dachau og víðar, klætt þá í pólsku búningana og síðan drepið þá með eitursprautum.

Þar næst skotið þá í andlitið svo þeir þekktust ekki.

Honiok var handtekinn 30. ágúst og fluttur til Gleiwitz þar sem hann var svo drepinn líka en þó ekki skotinn í andlitið, því hann átti einmitt að þekkjast.

Kunnur fyrir stuðning sinn við Pólverja sem hann var.

Naujokstók þátt í mörgum skítverkum fyrir Þjóðverja í stríðinu, m.a. að því er talið er morðinu á danska prestinum og rithöfundinum Kaj Munk 1944.

Adolf Hitler hafði rúmri viku fyrr kynnt fyrir herforingjum sínum markmiðin með árásinni á Pólland, sem hann var þá búinn að ákveða. Hann sagði herforingjum sínum að þeir skyldu sýna algjört miskunnarleysi og hvorki hika við að drepa konur né börn.

Og hann bætti við:

„Ég mun sjá okkur fyrir tylliástæðu [fyrir árásinni] í áróðursskyni. Það skiptir engu máli hversu trúverðug hún verður. Sigurvegarinn er aldrei spurður hvort hann segi satt.“

SS-foringinn Reinhard Heydrich mun hafa annast skipulagningu „árásarinnar á útvarpssendistöðina“ í Gleiwitz en sá sem sá um sjálfa framkvæmdina var Alfred Naujoks, frægur þorpari sem tveim mánuðum seinna kom við sögu í annarri blekkingaraðgerð sem ég skrifaði um í Stundina fyrir nokkru og má lesa um hér.

Það fór sem Hitler spáði — ekki margir trúðu því í raun og veru að Pólverjar hefðu verið að verki í Gleiwitz og þeim öðrum stöðum sem „Pólverjar“ réðust á aðfararnótt 1. september 1939.

En það skipti engu máli. Þessi blekkingaraðgerð hafði samt skilað sínu hlutverki við að ræsa stríðsvélar einræðisherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
8
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
9
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár