Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Um fádæma siðleysi að ræða“

Ráð Rót­ar­inn­ar send­ir kær­leikskveðj­ur til þol­anda Ein­ars: „Við trú­um þér og stönd­um með þér.“

„Um fádæma siðleysi að ræða“

„Í fáum störfum hefur siðferðiskennd meira gildi en í störfum fyrir fólk með vímuefnavanda og jaðarsett fólk,“ segir í yfirlýsingu sem ráð Rótarinnar - félags um velferð og lífsgæði kvenna, sendi frá sér í dag. Undir yfirlýsinguna skrifar Kristín I. Pálsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd ráðsins. Þar segist ráðið harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannson hafi valdið henni á árunum 2016 til 2018, á þeim tíma sem hann sat í stjórn SÁÁ. 

„Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun stjórnarmanns í frjálsum félagasamtökum sem stjórnvöld hafa í rúm 40 ár treyst til að sjá um meginþorra heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vímuefnavanda. Í þeim hópi er margt af jaðarsettasta fólki landsins og í ljósi þess valds sem stjórnvöld hafa fært SÁÁ í málaflokknum er um fádæma siðleysi að ræða sem sannarlega hefur haft áhrif á störf Einars sem formanns, þrátt fyrir yfirlýsingu hans um hið gagnstæða.“ 

Kaup á vændi fellur undir kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og varðar sektir eða eins árs fangelsisvist. Brotin fyrnast á tveimur árum. 

Skortur á verkferlum

Þá segir í yfirlýsingunni að það sé rétt að gera kröfur hjá aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu ríki „hvorki ógnarstjórn né annað ofbeldi og að faglegir ferlar séu til staðar til að taka á slíkum málum.“ Árið 2017 hafi Rótin spurt stjórnendur SÁÁ um verkferla samtakanna varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi og var því svarað að þeirra væri ekki þörf.

Þetta kom sömuleiðis fram í umfjöllun Stundarinnar um starfsemi SÁÁ árið 2017, Það sem SÁÁ vill ekki tala um, en samkvæmt svörum við fyrirspurn Stundarinnar voru hvorki til skriflegar verklagsreglur né var það skráð sérstaklega ef áreitni var beitt í meðferð. 

Í umfjöllunninni var haft eftir Valgerði Rúnarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins á Vogi að ekki væri verið að skipta „ónæðismálum“ í einhverja flokka, eða skrá þau sérstaklega„Það er ekki haldin skrá hjá Landlæknisembættinu um kynferðislega áreitni frá okkur eða neinum öðrum stöðum sérstaklega. Ég veit ekki til þess,“ sagði Valgerður. Ekki liggur fyrir hvort ráðist hafi verið í úrbætur á því síðan. 

Í þeirri umfjöllun kom sömuleiðis fram að skortur á verklagsreglum innan stofnunarinnar hefði einnig verið gagnrýndur af Landlæknisembættinu, en ekki eru til skriflegar verklagsreglur fyrir marga þætti starfseminnar, meðal annars varðandi eftirlit með veikasta fólkinu, sem er vistað á gátinni á Vogi. 

Öryggi er lykilorð í vímuefnameðferð

Í yfirlýsingu Rótarinnar segir að það séu vonbrigði að Embætti landlæknis hafi haft vitneskju um brotið án þess að aðhafast. Líkt og fram hefur komið þá var málið aldrei formlega tilkynnt til Embættis landlæknis og virðist ekki hafa ratað á borð landlæknis, þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmaður hafi leitað til starfsmanns embættisins eftir upplýsingum vegna þess að skjólstæðingur hans greindi honum frá vændiskaupum Einars. 

Þá segjast Rótarkonur hafa orðið fyrir þöggunartilburðum, lítið hafi verið gert úr þeim og illa tekið í hugmyndir félagsins innan SÁÁ. Þar væri lítill áhugi á áfalla- og kynjamiðaðri nálgun sem þær telja nauðsynlega í meðferðarstarfsemi. „Öryggi er lykilorð í vímuefnameðferð og í meðferð fólks með erfiða áfallasögu. Því miður hefur þetta öryggi ekki verið skapað í meðferðarkerfinu, eins og kom glöggt fram í rannsókn Rótarinnar og RIKK á reynslu kvenna af meðferð.“ 

Stundin hefur á síðustu árum fjallað um reynslu kvenna sem hafa farið í meðferð þar sem þær hafa kynnst mönnum sem hafa misnotað sér veikleika þeirra og beitt þær ofbeldi. Eins greindi Stundin frá því árið 2016 að ung stúlka hefði komið barnshafandi út af bangsadeildinni svokölluðu, sem er sérgangur fyrir ungmenni á Vogi. Tveimur árum síðar var greint frá því að SÁÁ gæti ekki tryggt öryggi ungmenna undir átján ára aldri og vildi axla ábyrgð á skaða sem börn hafi orðið fyrir í meðferð. 

Hlekkur í langri keðju

Í yfirlýsingunni segir að Rótin hafi ítrekað vakið athygli á vöntun kvenna á öryggi í meðferð. „Og bent á þann vanda að láta meðferð fólks, sem oft á við fjölþættan og flókinn vanda að etja, vera að mestu í höndum áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Stjórnvöld hafa viðurkennt að menntun þeirra sé ekki í samræmi við önnur störf í heilbrigðiskerfinu en hefur ekki gripið til aðgerða til að bæta úr því.“

MeToo-byltingin snúist um að breyta samfélaginu til hins bvetra og hafna kerfum sem byggjast á misnoktun valds. „Sá hörmulegi atburður að formaður samtaka, sem stjórnvöld hafa gefið vald yfir fólki með vímuefnavanda, er ekki óheppileg tilviljun heldur hlekkur í langri keðju. Þessi keðja rofnar ekki nema farið sé í markvissar aðgerðir til að uppræta ofbeldismenninguna.“ 

Að lokum sendir ráð Rótarinnar kærleikskveðjur til þolanda Einars. „Við trúum þér og stöndum með þér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár