Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vissu af íslenska plastinu í meira en ár: „Kom okkur algjörlega á óvart“

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs sendi frá sér bréf í gær þar sem sjóð­ur­inn ósk­ar eft­ir því að Sw­erec fjar­lægi ís­lenska plast­ið úr vöru­hús­inu í Sví­þjóð. Í bréf­inu seg­ir að frétta­flutn­ing­ur Stund­ar­inn­ar síð­ustu viku hafi kom­ið stjórn sjóðs­ins al­gjör­lega á óvart, þrátt fyr­ir að sjóð­ur­inn hafi haft vitn­eskju um plast­ið í meira en ár.

Vissu af íslenska plastinu í meira en ár: „Kom okkur algjörlega á óvart“

Úrvinnslusjóður sendi í dag bréf á sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec, vegna íslenska plastsins sem Stundin fann í vöruhúsi í Påryd. Var bréfið samþykkt á stjórnarfundi í dag, en fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins. Plastið er frá 2016 en það ár sendu íslensk endurvinnslufyrirtæki um 1.500 tonn af plasti til endurvinnslu frá heimilum landsins til Swerec. Í bréfinu kemur meðal annars fram að frétt Stundarinnar um málið hafi komið stjórn sjóðsins algjörlega á óvart og að sjóðurinn líti á málið alvarlegum augum. Þá segir í bréfinu að Úrvinnslusjóður hvetji Swerec til að nota áhrif sín til að koma plastinu í vöruhúsinu í réttan farveg. Undir bréfið skrifa Magnús Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs og Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.

Hefur mikil áhrif á traust almennings

Í bréfinu kemur fram að fréttaflutningur af plastinu sem fannst í vöruhúsinu í Påryd hafi haft mikil áhrif á traust almennings á endurvinnslu á plasti á Íslandi. Þrátt fyrir miklar áhyggjur Úrvinnslusjóðs núna brást hann ekki við þegar Stundin greindi fyrst frá vöruhúsinu í október 2020. Þá segir einnig í bréfinu að það hafi komið stjórn sjóðsins algjörlega á óvart að íslenskt plast væri í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð. Í samtali við Stundina segir Magnús að það geti verið möguleiki að senda starfsmann frá Úrvinnslusjóði til Svíþjóðar til að skoða málið frekar, ásamt því vill hann gjarnan að Íslenska gámafélagið og Terra að sendi fulltrúa einnig, þar sem plastið var sent frá þeim til Swerec. 

PlastfjallMikið magn af íslensku plasti fannst í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð

Í lok bréfsins kemur fram að Úrvinnslusjóður ætli sér að fara yfir það hvort íslenskum endurvinnslufyrirtækjum verði heimilt að senda frekari plast til endurvinnslu til fyrirtækisins vegna málsins. 

Framkvæmdastjóri sjóðsins talar ekki lengur við fjölmiðla

Bréfið til Swerec var ekki það eina sem rætt var á fundinum, heldur var starfsreglum stjórnar einnig breytt. Í gömlu starfsreglunum kom fram að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs ætti að sjá um öll samskipti við fjölmiðla. Þeirri reglu var breytt í morgun og mun nýskipaður stjórnarformaður sjá um öll samskipti við fjölmiðla. Stundin hefur sent ítrekaðar viðtalsbeiðnir á Ólaf Kjartansson, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, og bent á starfsreglur sjóðsins. Þeim beiðnum hefur ávalt verið hafnað. Í samtali við Magnús Jóhannesson, stjórnarformann sjóðsins, segist hann ekki muna eftir því hver hafði lagt fram þá tillögu á fundinum. Aðspurður segir hann það þó ekki hafa verið framkvæmdastjórinn sjálfur. 

Hafa vitað af plastinu í meira en ár

Samkvæmt fundargerð stjórnar Úrvinnslusjóðs frá 4. nóvember 2020 er fjölmiðlaumfjöllun um sjóðinn sérstaklega rædd. Segir meðal annars í fundargerðinni að gagnrýni á Úrvinnslusjóð í fjölmiðlum hafi verið rædd og að stjórnin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna hennar.

„Rætt um framkomna gagnrýni á Úrvinnslusjóð í fjölmiðlum og upplýsingagjöf sjóðsins, m.a. á vef hans. Lögð voru fram á fundinum drög að spurningum og svörum um starfsemi Úrvinnslusjóðs og drög að yfirlýsingu stjórnar,“ segir í fundargerð sjóðsins.

Helstu vörumerki landsins að finnaÍ íslenska plastinu má finna öll helstu vörumerki landsins

Sögðust fagna umfjöllun Stundarinnar

Þann 3. desember 2020 sendi svo stjórn Úrvinnslusjóðs frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni fagnar stjórn sjóðsins umfjöllun Stundarinnar og segir að þar sem úrvinnsla úrgangs hafi fengið tiltölulega litla athygli í fjölmiðlum undanfarin ár. Hins vegar er ekki minnst á að Úrvinnslusjóður ætli á nokkurn hátt að bregðast við umfjölluninni.

„Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um úrvinnslu plastumbúða. Stjórn Úrvinnslusjóðs fagnar umfjölluninni, því þrátt fyrir að umhverfis- og mengunarmál hafi fengið töluvert vægi í almennri umræðu síðustu ár hefur úrvinnsla úrgangs, þ.e. endurvinnsla, endurnýting (þ.m.t. orkuvinnsla) og förgun, fengið tiltölulega litla athygli. Úrvinnslan er afar brýnt samfélagsverkefni og mikilvægur liður í að vel sé farið með takmarkaðar auðlindir jarðar,“ segir orðrétt í yfirlýsingu sjóðsins.

Þó stjórnin hefði rætt málið og sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stundarinnar aðhófst sjóðurinn ekkert, þrátt fyrir að hafa vitneskju um allt það mikla magn af íslensku plasti sem var búið að sitja í vöruhúsi í suður Svíþjóð í um fjögur ár. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórn sjóðsins fagnar utanaðkomandi umræðu en eftir að Alþingi samþykkti að láta Ríkisendurskoðun rannsaka sjóðinn fagnaði stjórnin því í yfirlýsingu og viðtölum við fjölmiðla.

Ræddu umfjöllun Stundarinnar áður en hún birtist

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs ræddi við stjórn sjóðsins að Stundin hefði verið í samskiptum við hann vegna endurvinnslu á íslensku plasti í Svíþjóð og voru þau samskipti rædd.   

„ÓK (Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs) fór yfir að fjölmiðilinn Stundin hefur verið í samskiptum við hann vegna meðhöndlunar á flokkuðu plastumbúðum frá heimilum og sent hefur verið til Svíþjóðar til flokkunar, endurnýtingar og endurvinnslu,“ segir í fundargerð Úrvinnslusjóðs í fyrra.

Í viðtali Stundarinnar við nýjan stjórnarformann Úrvinnslusjóðs kemur fram að sjóðurinn hafi ekki verið meðvitaður um stöðuna. „Mér finnst að þessar myndir sem þú sýndir mér hér í dag varpi ljósi á hluti sem við vorum kannski ekki alveg vissir með,“ segir hann.

Bréf Úrvinnslusjóðs má sjá hér fyrir neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Svona virkar íslensk stjórnsýsla. Allir ráðnir í gegnum pólitík og eiga að vera fyrir . Ekkert að gera annað en að vera fyrir .

    Hvað heldur fólk að verði margir ráðnir í ráðuneytiskaplinum hjá ríkisstjórn VG liða ? Bara að vera fyrir, ekkert að gera ! Á ofurlaunum hjá okkur ?
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Íslensk stjórnsýsla virðist vanhæfnin ein,Framkvæmdastjóra stöður stjórnasetur og Stjórnarformenska virðis úthlutað sem bittlingum en ekki störfum sem þarf að sinna og taka ábyrð ,svo þegar svikin og vanhæfnin kemur í ljós þá er hætt að svara og farið í felur,afhverju dettur manni alltaf Sjalarnir í hug?
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Íslensk stjórnsýsla virðist vanhæfnin ein,Framkvæmdastjóra stöður stjórnasetur og Stjórnarformenska virðis úthlutað sem bittlingum en ekki störfum sem þarf að sinna og taka ábyrð ,svo þegar svikin og vanhæfnin kemur í ljós þá er hætt að svara og farið í felur,afhverju dettur manni alltaf Sjalarnir í hug?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár