„Við erum til og við erum mörg. Það er eftirspurn eftir okkar skáldskap og hér er svarið. Þetta er eins konar fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi og ég vona að henni fylgi margar bækur, í margar kynslóðir, um ókomna tíð,“ segir Natasha Stolyarova, ritstjóri og einn af höfundum bókarinnar Pólífónía af erlendum uppruna í formála bókarinnar. Natasha segist hafa fengið hugmyndina þegar hún las bók eftir Yahya Hassan sem er Dani af palestínskum ættum. „Ég fattaði að ég hafði aldrei heyrt um innflytjendabókmenntir á Íslandi og því vantaði útlenskar raddir hér. Þess vegna langaði mig að búa til svona bók,“ segir hún. Í bókinni eru öll ljóðin á móðurmáli höfundanna og á íslensku. „Það eru ljóð á ensku, dönsku, portúgölsku og finnsku og líka á tungumáli sem Elías Knörr bjó til en enginn getur lesið það nema hann,“ segir Natasha Stolyarova. Elías Knörr, eða Knörr eins og hann er …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir