Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er bara enn þá að vera krakki að leika mér“

Júlía Mar­grét seg­ir frá því hvernig fyrstu drög­in að Guð leit­ar að Salóme urðu til þeg­ar hún var í meist­ara­námi í Los Ang­eles að læra hand­rita­skrif.

Bók

Guð leit­ar að Salóme

Höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir
Una útgáfuhús
390 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Guð leitar að Salóme fjallar um konu sem heitir Salóme. Hún situr á Kringlukránni og er að skrifa bréf til manneskju sem hún þekkti fyrir tíu árum. Þetta er martraðarkennd ástarsaga en líka fjölskyldusaga,“ segir rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir.

„Hún er í rauninni að útskýra hvers vegna slitnaði upp úr sambandi hennar og þessarar manneskju sem hún þekkti fyrir tíu árum. Til þess að segja þá sögu þarf hún að byrja á dramatískri fjölskyldusögu. Svo bregð ég upp mynd af svolítið gallaðri fjölskyldu á Akranesi og segi svo frá kynnum þeirra tveggja, Salóme og Helgu, sem unnu saman í versluninni Betra líf á þriðju hæð í Kringlunni. Þetta gerist að miklu leyti í Kringlunni árið 2000 af því mér þótti bara svo gaman að fara inn í þennan gamla heim sem ég ólst upp við. Það voru pálmatré og gosbrunnur með klinki og fólk reykti inni á Hard Rock og eitthvað svona. Þannig að þetta er líka svona smá nostalgíutripp fyrir mig.“

Afurð þess að vera enn krakki að leika sér

Fyrstu drögin að þessu verki urðu til þegar hún bjó úti í Los Angeles og var að læra kvikmyndahandritaskrif í meistaranámi. „Þetta var fyrsta handritið sem ég skrifaði þar, það er í raun mjög ólíkt þessari lokaafurð. Þá byrjaði ég að leika mér að strúktúrera þessa sögu og eftir að ég flutti heim til Íslands. En fyrst gaf ég út bókina mína Drottningin á Júpíter. Þegar hún var búin var komið að því að fara í næsta verkefni og þá bara einhvern veginn byrjaði ég á að þróa þessa. Hún byggir á ýmsum minnum og þessari nostalgíu sem ég talaði um. Líka, það koma þarna inn einhverjir draumar sem mig dreymdi sjálf og svo er draugagangur og eitthvað svona. Fyrir mig er það að skrifa eins og þegar ég var barn að leika mér í Playmo. Ég skrifa ekki um sjálfa mig en ég bý alltaf til einhvern heim sem mér finnst heillandi að fara inn í. Þannig að þetta er líka bara: Ég er bara enn þá að vera krakki að leika mér. Og þetta er afurð þess.“ 

Tilfinningaþrungin stund

„Ég var rosalega heppin að ná að halda risastórt útgáfupartí rétt áður en öllu var skellt í lás. Það var rosalega gaman. Ég gellaði mig upp, lét setja á mig augnhár, og var í rosa bronsbol. Það fylltist allt af fólki. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig af því að ég er búin að vera í þrjú ár að vinna að þessu, með fullu starfi. En þetta var þannig á kvöldin og næturnar hjá mér og kærastanum mínum sem var ótrúlega mikið að lesa, við vorum að kasta á milli okkar pælingum. Og öll vinnan með ritstjóranum, stundum fór hann ekki heim fyrr en klukkan tvö á nóttunni af því við vorum í hundraðasta yfirlestri. Við löbbuðum niðri í bæ í hvort í sína áttina eftir það og bara tókum andköf; þetta var rosalega mikið. En ég lagði allt, gjörsamlega allt í þetta. Með hjálp frábærra einstaklinga í mínu lífi. Þannig já, þessi tilfinning að sleppa takinu var algjörlega súrrealísk. Og einhvern veginn núna þá er ég að lenda. En núna náttúrlega viðtökurnar. Það er bara að vita að fólk er að lesa þetta og fá komment, þau hafa öll verið góð hingað til og það er alveg priceless, það er alveg yndislegt og mjög gaman.“

Með upphitaða pitsu í kuðli uppi í sófa

„Auðvitað langar mig að skrifa í svona geðveikt fallegu húsi uppi á hæð í Toscana með geggjuðu útsýni eins og í Love Actually, hjá rithöfundinum sem fór alltaf í húsið sitt og horfði yfir vatnið, það væri snilld. En ég vona að ég sé ekki að taka rómantíkina úr þessu ferli með því að viðurkenna það að ég var oft bara með einhverja upphitaða rokkpitsu í kuðli uppi í sófa með sæng að hamra á lyklaborðið. Kannski að bestu aðstæðurnar sem ég skrifaði við var þegar ég fór stundum með kærastanum út á land og einu sinni til dæmis í hús sem reyndist ekki vera með neitt símasamband, sem var mjög retró og skemmtilegt. Kvíðavaldandi fyrst en ég náði að vinna mjög mikið í þeim aðstæðum. Þannig að það er mjög gott, ég mæli alveg með því að koma sér upp úr sófanum til að skrifa.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
9
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár