Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
10 ára vera á Tortólu senn á enda segir Jón Jón Ólafsson segir að 10 ára notkun á Tortólafélaginu Baraka Investments Limited til að halda utan um eignarhluti fjölskyldu hans í vatnsverksmiðjunni í Ölfusi endi brátt.

Eignarhaldið á vatnsverksmiðjunni í Ölfusi, Icelandic Glacial, sem Jón Ólafsson fjárfestir hefur byggt, er í gegnum Tortólafélag sem sonur hans, Friðrik Ólafsson, er skráður fyrir. Þetta kemur fram í gögnum í Pandóruskjölunum svokölluðu.

Tortólafélagið heitir Barak Investment Ltd. og var stofnað árið 2011. Jón og börn hans þrjú, Kristján, Katrín og áðurnefndur Friðrik, áttu um tíma öll hlutabréf í Tortólafélaginu. Árið 2016 eignaðist Friðrik svo öll bréfin í því, samkvæmt undirrituðum gögnum sem er að finna í Pandóruskjölunum. Þetta félag á 39 prósenta hlut í vatnsverksmiðjunni í Ölfusi sem Jón Ólafsson hefur verið kenndur við síðastliðinn áratug.

Pandóruskjölin sýna umtalsverð umsvif Jóns Ólafssonar og fjölskyldu við skattaskjólið Tortóla. Slík tengsl Jóns Ólafssonar hafa raunar margoft áður komið fram í fjölmiðlum og hefur hann svarað fyrir þau opinberlega. Pandóruskjölin eru því bara enn eitt dæmið. 

Bréfið frá JóniÍ Pandóruskjölunum er að finna bréf frá Jóni Ólafssyni þar sem …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
AfhjúpunPandóruskjölin

Af­l­ands­hýs­ing í af­l­ands­fé­lagi hýs­ir klám og nýnas­ista­áróð­ur á Ís­landi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár