Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Eftir 30 ár er Jón Baldur Hlíðberg kominn á þann stað sem hann er á núna. Þrátt fyrir að hafa dýpt tánum í myndlistarskóla sem ungur maður þá var enginn sem kenndi honum að teikna heldur hefur hann þurft að tína þetta upp úr götu sinni eftir því sem hann gengur um, það getur verið basl og maður verður að vera þolinmóður, segir Jón Baldur. Hann kennir nú öðrum tæknina sem hann hefur þróað.
Hillbilly hitti listamanninn, Jón Baldur Hlíðberg, á vinnustofunni hans sem er staðsett í bílskúrnum á heimili hans. Á gólfinu eru hressar mæðgur, cotton tíkur, bómullarhnoðrar. Móðirin hoppar upp í fangið á Jóni. Jón teiknar dýr, alls konar dýr, og líka blóm, en hefur hann teiknað mæðgurnar? Nei er svarið en hann bætir við að hann hafi oft verið með grátandi fólk í símanum að biðja hann um myndir af nýlátnum gæludýrum sínum en hann hefur ekki orðið að þeirri beiðni. „Þetta er eins með börnin, maður sér sitt í andlitunum. Gömlu portrettmálararnir fluttu bara inn í gamla daga í tvö ár því þú þarft að þekkja manneskjuna til að geta náð henni í þessu ljósi. Ég þyrfti einhvern veginn að komast inn í hausinn á kattareigandanum til að vita hvað hann sér í kettinum, til að geta málað köttinn, í rauninni,“ segir Jón.
Jón vill hafa gaman af öllu sem …
Athugasemdir