Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bílar keyra stundum í gegnum nýja galleríið

Mynd­list­art­víeyk­ið Olga Berg­mann og Anna Hall­in hafa velt fyr­ir sér virkni mynd­list­ar í al­manna­rými og ólík­um leið­um til að koma henni á fram­færi. Nú voru þær að opna galle­rí í und­ir­göng­um á Hverf­is­götu, þar sem bíl­ar aka stund­um í gegn til að kom­ast á bakvið hús­ið. Veg­far­end­ur staldra gjarn­an við og lista­mönn­um þyk­ir rým­ið spenn­andi.

Hillbilly ræddi við Olgu Bergmann og Önnu Hallin, myndlistartvíeyki, um nýtt sýningarrými í miðbæ Reykjavíkur. Anna og Olga hafa unnið saman frá árinu 2005 og hlotið alls kyns lof. „Samstarfið byrjaði eiginlega óvart þegar okkur var boðið af arkitektum Arkibúllunnar að taka þátt í samkeppni um byggingar og listaverk í Gufuneskirkjugarði. Það gekk furðu vel og við fundum hvað það getur verið öflugt að vera í samstarfi og í stöðugu samtali um hugmyndir og útfærslur, líka að geta skipt með sér verkum og það verður til orka sem er öðruvísi en þegar maður vinnur í einrúmi.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þær hafa unnið saman að fjölda sýninga og verkefna. „Okkur finnst mjög spennandi að takast á við eitthvert samhengi í verkefnum okkar. Hvort sem það er ákveðið rými, sögulegt samhengi eða starfsemi. Við höfum gert verk inn í safneignir, til dæmis Listasafns Einars Jónssonar, byggðasöfn hér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gallerí Hillbilly

Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við fjögurra metra skepnu
MenningGallerí Hillbilly

Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við fjög­urra metra skepnu

Eft­ir 30 ár er Jón Bald­ur Hlíð­berg kom­inn á þann stað sem hann er á núna. Þrátt fyr­ir að hafa dýpt tán­um í mynd­list­ar­skóla sem ung­ur mað­ur þá var eng­inn sem kenndi hon­um að teikna held­ur hef­ur hann þurft að tína þetta upp úr götu sinni eft­ir því sem hann geng­ur um, það get­ur ver­ið basl og mað­ur verð­ur að vera þol­in­móð­ur, seg­ir Jón Bald­ur. Hann kenn­ir nú öðr­um tækn­ina sem hann hef­ur þró­að.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu