Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Einn ríkasti maður Noregs hefur samstarf í laxeldi við eiganda Arnarlax

Kj­ell Inge Røkke, einn rík­asti mað­ur Nor­egs sem einkum hef­ur efn­ast á olíu­vinnslu, hef­ur tek­ið upp sam­starf við lax­eld­isris­ann Salm­ar, eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal. Á með­an bíð­ur Salm­ar eft­ir því hvort fé­lag­ið fær að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði og verða nær ein­rátt í ís­lensku lax­eldi. Røkke og Salm­ar ætla að veðja sam­an á af­l­and­seldi á laxi en hér á landi stund­ar Arn­ar­lax sjókvía­eldi í fjörð­um Vest­fjarða.

Einn ríkasti maður Noregs hefur samstarf í laxeldi við eiganda Arnarlax
Stórfrétt í Noregi

Kjell Inge Røkke, sem er einn ríkasti og þekktasti kaupsýslumaður Noregs, hefur hafið samstarf við laxeldisfyrirtækið Salmar, eiganda Arnarlax á Bíldudal. Þetta er í fyrsta skipti sem Røkke fjárfestir í laxeldi en hann hefur hingað til ekki haft trú á þessum iðnaði. Hann viðurkennir nú að hann hafi haft rangt fyrir sér um laxeldi en fyrirtæki eins og Salmar hafa skilað hluthöfum þess gríðarlegum hagnaði í gegnum árin. 

Um þetta segir Røkke: ,,Ég hélt að laxeldisiðnaðurinn myndi lenda í meiri mótvindi þegar þessi iðnaður var að hefjast; að smásöluverslanir, sem eru kannski bestu innkaupsaðilar í heimi, myndu ekki heimila stórkostlegan hagnað í greininni. En svo sá ég vöxtinn í laxeldinu og þegar ég horfi til þess hvað þessi grein hefur stækkað til allra heimshorna og hvað hún orðið stendur sterk þá verð ég bara að viðurkenna þetta: Ég hafði rangt fyrir mér. " 

,,Ég hafði rangt fyrir mér "

Greint er frá þessu samstarfi í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í dag sem og í norskum fjölmiðlum.

Frétt sem er ,,bomba" 

Norskir fjölmiðlar spara ekki stóru orðin og tala um samvinnuna sem stórfrétt eins og sést á orðalaginu í frétt Dagens Næringsliv um málið: ,,Þeirri frétt sló niður eins og bombu þegar það varð ljóst á fimmtudagsmorgun að tveir af ríkustu mönnum landsins, laxamilljarðamæringurinn Gustav Witzøe og útgerðarmaðurinn, iðjuhöldurinn og olíumilljarðamæringurinn, Kjell Inge Røkke, hafa tekið upp samstarf um að reka aflandseldi á eldi."

Røkke fjárfestir fyrir 1,65 milljarða norskra króna, 23,6 milljarða íslenskra króna í sameiginlegu fyrirtæki fjárfestingarfélags hans, Akker, og Salmar. Þetta fyrirtæki heitir Salmar Aker Ocean. 

Arnarlax vill stóraauka sjóakvíaeldi í fjörðumÁ sama tíma og Salmar telur aflandseldi vera framtíðina vill Arnarlax, þar sem Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður, stórauka sjókvíaeldi í fjörðum landsins.

Samvinna um nýja tíma í laxeldi

Um er að ræða samvinnu sem byggir á nýjum tæknilausnum í laxeldi þar sem eldið verður fært út á rúmsjó í geysistórum úthafskvíum, mannvirkjum sem líkjast olíuborpöllum, langt frá landi. Með þessum lausnum telja laxeldisfyrirtækin að laxeldi framtíðarinnar verði umhverfisvænna en það laxeldi sem hingað til hefur verið stundað í sjó, aðallega eldi í sjókvíum sem eru staðsettar nær landi. 

Það er slíkt sjóakvíaeldi sem Salmar stundar hér á landi í gegnum Arnarlax, og mögulega einnig bráðlega í gegnum Arctic Fish ef svo fer að fyrirtækið fái að kaupa norskan eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Salmar hefur lagt fram tilboð í Norway Royal Salmon og er líklegt að því verði tekið. 

Salmar verður því líklega ekki bara stærsti, heldur langstærsti, hagsmunaðilinn í íslensku laxeldi um komandi ár og mun því eiga mestan þátt í að byggja upp sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Samhliða þessu telur Salmar að þess konar laxeldi sé laxeldi fortíðarinnar og vinnur að því að finna umhverfisvænni lausnir til framtíðar. Salmar mun því stunda sjókvíaeldi í fjörðum Íslands en aflandseldi í fyrirtækinu sem félagið stofnar með Røkke. 

Nýir tímar í laxeldi

Gustav Witzøe, forstjóri Salmar, segir í tilkynningunni til norsku kauphallarinnar að samstarfið sé hluti af ákveðnum tímamótum í laxeldisgreininni. ,,Fjárfesting Salmar í aflandseldi markaði upphafið að nýjum tíma í fiskeldi. Við erum mjög glaðir að hefja þetta samstarf með sterku fyrirtæki eins og Aker. Saman munum við leiða þessa þróun og tryggja sjálfbæran vöxt út frá forsendum laxsins. Við ætlum að nýta okkur möguleika sjávarins til að framleiða hollan mat, nota stafræna og umhverfisvæna tækni og tryggja, ásamt samstarfsaðilum okkar sem koma fisknum á markað, matarframleiðslu sem er sjálfbær til framtíðar. Saman getum við tekið næsta tækniskrefið í fiskeldi í sjó og metnaður okkar er hnattrænn."

Forstjóri Aker, Øyvind Eriksen, tekur í svipaðan streng þegar hann segir um þetta. ,,Laxeldisiðnaðurinn stendur frammi fyrir nýjum og sjálfbærari tímum og hefur opnað á að taka í notkum nýjan auðlindagrunn með grænni framleiðslu [...] Við trúum því að saman getum við tekið næsta skref í þróun fiskeldis í sjó, með því að að nota ákveðna tækni og sameiginlega hæfileika okkar til að standa vörð um hafið, velferð fiska og stuðla að sjálfbærum vexti." 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár