Guðmunda Lára Guðmundsdóttir í Njarðvík var tekjuhæst Reyknesinga á síðasta ári. Alls voru tekjur Guðmundu 92 milljónir króna, að uppistöðu fjármagnstekjur, 83 milljónir. Guðmunda greiddi 21 milljón króna í skatt á síðasta ári, þar af 18 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Þó hún væri tekjuhæst íbúa Reykjaness var hún aðeins þriðja í röðinni yfir skattakónga á svæðinu.
Í samtali við Stundina útskýrði Guðmunda að tekjurnar væru tilkomnar með sölu á fjölskyldufyrirtækinu Lyfta.is. „Þetta er nú vegna þess að við maðurinn minn rákum saman fyrirtæki, Lyfta.is, sem við seldum á síðasta ári, lyftuleigu og sölu sem við höfðum rekið um árabil en seldum svo í haust sem leið. Þannig er nú í pottinn búið.“
„Við eigum þrjú börn og fullt af barnabörnum og við hjálpum þeim eins og við mögulega getum“
Guðmunda Lára Guðmundsdóttir
Guðmunda segir að þrátt fyrir söluna á fyrirtækinu og hagnaðinn sem af því hlaust hafi líf þeirra hjóna ekki …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir