Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tengingin við náttúruna hjálpaði mér mikið

Nadia Katrín Ban­ine eyð­ir ekki of mikl­um tíma í að velta sér upp úr smá­at­rið­um sem engu máli skipta. Hún ákvað að nota sín­ar að­ferð­ir til að finna ham­ingj­una eft­ir að hún greind­ist með brjóstakrabba­mein.

Tengingin við náttúruna hjálpaði mér mikið

Lífið getur verið eins og hafið, lygnt eða stórstreymi. Því fékk Nadia Katrín Banine að kynnast þegar hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2010. Í kjölfarið vann hún hörðum höndum að því að láta sér líða betur. Finna hamingjutilfinninguna.

„Ég man þegar ég heyrði að ég væri með þennan sjúkdóm, mér fannst ég einhvern veginn fara úr líkamanum og horfa á sjálfa mig. Mér fannst þetta ekki geta komið fyrir mig, maður hugsar alltaf að svona komi fyrir aðra. Fyrsta vikan var mjög erfið og fór ég í aðgerð um tveimur vikum eftir greininguna. Ég hugsaði með mér á tímabili að ég væri að deyja og myndi ekki sjá börnin mín vaxa úr grasi. Ég las mér mikið til um þetta og var ótrúlega heppin að eiga góða að sem ég gat leitað ráða hjá. Hún Lukka hjá Happ er einstök perla í samfélagi okkar en ég þekki hana og ég fékk mikið af ráðum hjá henni varðandi mataræði, sem og hjá Jóhönnu Vilhjálmsdóttur en bækurnar hennar eru ítarleg samantekt um rannsóknir sem vekja mann til umhugsunar um ýmsar leiðir til að hjálpa sér að komast í gegnum þetta erfiða tímabil.

Ég átti auðvitað tímabil þar sem ég hélt ég væri að deyja eins og sagði en svo ákvað ég að gefa mér ekki nema tvo daga á ári á meðan ég var í þessu ferli, en þetta var sex ára ferli, til að leyfa mér að detta í eitthvað smáþunglyndi, grenja og vorkenna sjálfri mér en svo væri það bara búið. Svo tæki við nýr dagur og ég hugsaði með mér að það þýddi ekkert að vera að velta sér upp úr sjúkdómnum; ég var upptekin af því að gera það sem ég gæti sjálf gert til að hjálpa mér. Ég breytti heilmiklu í mínu lífi en ég tengi það kvíða, streitu og skilnaði að ég veiktist. Ég tók ekki þann pól í hæðina að hugsa sem svo að ég ætlaði ekki að láta þetta stjórna mér og ætlaði að halda mínu striki, ég fór alveg í öfuga átt við það og hugsaði með mér að það væri einhver ástæða fyrir því að þetta gerðist og það væri eitthvað sem ég þyrfti að breyta og þar með sennilega hugarfarinu, svo sem að vera ekki með stanslausar kröfur á mig sjálfa og að finnast ég þurfa alltaf að vera fullkomin. Ég gerði einu sinni dansverk um hvað mér fannst álagið á íslenskar konur vera mikið, það verða allir að vera ofboðslega sætir og fínir, vel menntaðir og heimilið þarf að vera fullkomið og börnin frábær. Raunveruleikinn er ekki svona. Og við bugumst bara undan þessu. Það er kannski lærdómurinn sem ég dró af þessu og hjálpaði mér við að ná sátt og gera ekki of miklar kröfur á sjálfa mig sem og að finnast vera í lagi ef hlutirnir eru ekki alltaf fullkomnir.“

Hún tók jákvæðnina á þetta.

„Ég ákvað að vera ekki að velta mér upp úr sjúkdómnum og ég held að slíkt sé engum hollt. Ég reyndi að hægja á öllu í lífi mínu. Ég flutti til dæmis upp í sveit með dætur mínar þar sem ég bjó í tvö ár og var í hlutastarfi sem flugfreyja hjá Icelandair og vann bara um helgar. Ég horfði á Eyjafjallajökul út um svefnherbergisgluggann og Vestmannaeyjar blöstu við frá pallinum fyrir framan húsið og ég stússaðist í hestunum. Þetta hjálpaði mér til að hægja á. Ég þurfti til dæmis ekki að vera að keyra stelpurnar og sækja og fara í búðina á hverjum degi. Þarna var ég bara heima alla virka daga og þessi tenging við náttúruna hjálpaði mér mikið við að finna ró, gleðina og jákvæðnina. Manni getur liðið illa og fundist allt vera glatað og ómögulegt en þá þarf maður að rífa í hnakkadrambið á sjálfum sér. Það er þessi gamli frasi sem skiptir máli: Horfa á glasið sitt hálffullt en ekki hálftómt.“

Nadia Katrín nefnir núvitund, þakklæti fyrir það sem hún hefur, þakklæti fyrir hvern einasta dag og að reyna að minnka kröfurnar sem hún gerir hvað varðar sjálfa sig og aðra. „Og það á að njóta augnabliksins. Við vitum aldrei hvenær okkur er kippt í burtu. Það er svo margt sem gerir mann hamingjusaman. Ég held að leyndardómurinn sé að finna hamingjuna í litlu hlutunum, vera sáttur í núinu og vera sáttur við sitt. Og ef maður er ekki sáttur við sitt, þá þarf að reyna að breyta því, hvort sem það er til dæmis búseta, atvinna eða samband. Það þarf að reyna að finna þetta hugrekki til að breyta þá aðstæðum sínum og vera sáttur.“

Og hamingjusamur.

Sátt við eigin stöðu

„Að mínu viti felst hamingjan í því að vera sáttur við hvar maður er í lífinu, leyfa sér að njóta litlu augnablikanna og sjá fegurðina í þessu hversdagslega. Ég reyni að vakna með þá hugsun að hver dagur verði frábær og verkefnin fram undan séu bara spennandi og skemmtileg,“ segir Nadia Katrín, sem starfar sem fasteignasali, og bætir við: „Að vera við góða heilsu bæði líkamlega og andlega, vera jákvæður og sjá glasið alltaf hálffullt en ekki hálftómt tel ég skipta miklu máli og það að eyða ekki of miklum tíma í að velta sér upp úr einhverjum smáatriðum sem skipta engu máli í stóra samhenginu. Ég á það reyndar til að vera með fullkomnunaráráttu sem ég er alltaf að vinna í.“

Sumarið. Já, blessað sumarið sem á næstu vikum víkur fyrir haustinu sem tekur við með sinni fegurð. Nadia Katrín segir að það sé oft nóg að sjá sólina til að finna hamingjuna. Sumarsólina. Það að vera úti í náttúrunni veitir Nadiu Katrínu oft hamingju; útiveran. Ferska loftið. Vindurinn. Fuglasöngurinn. Og auðvitað náttúrufegurðin.

„Það gefur manni svolítið frelsi þegar maður fer í frí. Það einhvern veginn léttir yfir manni þegar ekið er út úr borginni og maður er á leiðinni út í náttúruna. Ég held að það sé eitthvað sem gleður alla. Við Íslendingar erum svo góðu vön að vera víða með mikið útsýni og náttúrufegurðin er svo mikil. Ég er búin að gera fullt af skemmtilegum hlutum í sumar innanlands; fara í nokkrar hestaferðir með frábæru fólki, gista á hótelinu við Bláa lónið, sem er ógleymanlegt, fara í þyrluflug yfir eldgosið og fram undan er svo veiðiferð. Svo keyptum við hjónin okkur pallhýsi sem ég gerði upp og erum að ferðast með um landið.“

Maður og hestur

Nadia Katrín á tvær dætur og stjúpdóttur og hún talar um hamingjuna sem fylgir því að vera foreldri. „Maður upplifir svolítið hamingju í gegnum börnin sín, eins og maður upplifir líka óhamingju í gegnum börnin sín ef þeim vegnar ekki vel eða ef þeim líður illa. Ég held að það upplifi allir sem verða foreldrar að það stjórnar líka hamingjunni.“

Hún er líka mikil hestakona og segir hestamennskuna gefa sér mikið. „Þetta er svolítið magnað og það er eiginlega ólýsanlegt augnablik þegar maður og hestur tengjast saman úti í náttúrunni. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera á góðum gæðingi á fallegu tölti. Ég hugsa að fólk sem er mikið í göngum og fer í stórbrotna náttúruna í óbyggðum upplifi örugglega líka þesssa tilfinningu; tenginguna við náttúruna. Ég held að hestamenn eigi þessa sömu tilfinningu en kannski aðeins í öðru veldi af því að það er líka tengingin við skepnuna.“

Hún rifjar upp nokkur augnablik þar sem hún og hesturinn þeyttust áfram.

„Ég man þegar ég var einu sinni á hestbaki í stillu og snjó og hlustaði á andardráttinn í hestinum og brakið í snjónum. Það var hamingjuaugnablik. Ég á annað hamingjuaugnablik tengt hestamennskunni. Ég var þá að ríða í háu grasi á hryssunni minni, sem er ofsalega falleg og faxmikil, og var með hundinn hlaupandi við hliðina. Bara vá; er eitthvert annað augnablik en þetta sem maður þarf í lífinu?“

Nadia Katrín og eiginmaður hennar eiga jörð á Snæfellsnesi og þangað fara þau oft. Þar eru hestarnir þeirra og segir hún að á Snæfellsnesi séu fallegustu fjörur á landinu. „Margir segja að það sé eins og paradís hestamannsins og það sé eins og þeir séu dánir og farnir til himna þegar þeir eru á góðum gæðingi á Löngufjörum. Þá ríður maður út í sandinum og Snæfellsjökull blasir við. Það eru ótrúlegar stundir sem maður á í þessu sporti.“

Þetta veitir henni hamingju.

Hún talar líka um dansinn. Tónlistina.

„Ég starfaði sem nútímadansari erlendis áður fyrr og hafði verið með dansflokki á löngu sýningarferðalagi í Ástralíu og síðan fengum við vikulangt frí og var millilent í Taílandi. Við fórum nokkur út í litla eyju og ég man þegar ég dró gamlan sólstól niður að sjónum og settist svo á hann og var með fæturna í sjónum.“

Þá upplifði hún hamingju.

„Mér finnst tónlist stjórna tilfinningum og hamingju mjög mikið. Það er alltaf verið að túlka tilfinningar með tónlist og hún er mjög ráðandi í mínu lífi. Þegar ég var unglingur þurfti ég ekki nema eitt hresst lag til að komast í geggjað stuð; það á náttúrlega enn við. Maður getur rifið sig upp úr einhverri ládeyðu með því að spila fallega tónlist.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
8
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu