Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
2
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
3
Pistill
2
Þorvaldur Gylfason
Krafan um uppgjör
Framrás heimsins gengur í bylgjum eins og veðrið þar sem árstíðirnar taka hver við af annarri. Öldugangur tímans tekur á sig ýmsar myndir.
4
Fréttir
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Amnesty International segir að þáttaskil hafi orðið í mannréttindamálum í Eritreu fyrir tuttugu árum þegar hópur stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks var fangelsaður. Staða mannréttinda hafi verið slæm en versnað til muna þegar yfirvöld réðust með þessum hætti gegn tjáningarfrelsinu. Ekki er enn vitað um afdrif fólksins. Samson Habte, fréttastjóri sem flúði Eritreu fyrir níu árum, segir að heimalandið feli sannleikann bak við lás og slá.
5
Greining
Botnlaust tap af hvalveiðum sem óttast er að skaði ímynd landsins
Tólf hundruð milljóna tap hefur verið af hvalveiðum einu íslensku útgerðarinnar sem stundar langreyðaveiðar á Íslandi. Veiðarnar eru niðurgreiddar með hagnaði af eign útgerðarinnar í öðrum fyrirtækjum. Erfitt er að flytja afurðirnar út og hefur hrefnukjöt verið flutt inn til landsins síðustu ár til að gefa ferðamönnum að smakka. Þar sem þeir sátu áður í hlíðinni ofan hvalstöðvarinnar og fylgdust með er nú einna helst að finna aðgerðarsinna sem vilja sýna heiminum hvernig farið er með íslenska hvali.
6
Fréttir
1
Hundrað milljóna tap af útgáfu Moggans
Rekstur Morgunblaðsins skilaði 113 milljóna króna tapi á síðasta ári. Útgáfufélag blaðsins, Árvakur, skilaði þó um 110 milljóna hagnaði vegna hlutdeildar í hagnaði prentsmiðju félagsins og Póstdreifingar.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Ingó veðurguðTónlistarmaðurinn var sakaður um meiðandi háttsemi og brást við með hótunum um málsókn.
Til ykkar sem hafið beitt ofbeldi, ég styð ykkur.
Ég veit að ég er ekki sú fyrsta til þess. Hér á landi þekkist jafnvel að stofna til undirskriftasöfnunar og birta stuðningslista opinberlega. Mamma þín, amma þín, félagarnir og nágranni í næsta húsi geta hiklaust tekið afstöðu með gerendum, slíkt er alls ekki óþekkt. Oftar en einu sinni hafa fjölskyldur tekið opinbera afstöðu gegn ástvinum þegar þeir lýsa kynferðisbrotum nafngreindra manna. Við höfum séð athugasemdir, aðsendar greinar og sjónvarpsviðtöl þar sem fjölskyldumeðlimir lýsa stuðningi við gerendur. Það er einhvern veginn auðveldara að skilja slíkt þegar meintur gerandi er einnig bundinn þeim fjölskylduböndum, erfiðara þegar slík tengsl eru ekki fyrir hendi.
„Er ég fullkomlega sannfærður um að þessi frásögn sé með öllu tilhæfulaus,“ sagði bróðir brotaþola í biskupsmálinu sem taldi sig knúinn til að greina fjölmiðlum frá þeirri afstöðu sinni, sem hann skýrði með því að hann hefði ekki heyrt af málinu áður en það komst í hámæli, og lét lögmenn því senda bréf þess efnis. „Þótti mér óhjákvæmilegt að gera grein fyrir áliti mínu.“ Konan fékk síðar sanngirnisbætur frá kirkjunni ásamt öðrum þolendum biskups.
Undirskriftalistarnir
Fjölskyldan endurómaði viðhorf samfélagsins. Nánast allt sem skrifað var á þeim tíma beindist gegn konunum sem börðust fyrir réttlæti og til stuðnings biskupi. Undirskriftalistar bárust frá 99 konum í sókninni, 22 kórfélögum, 16 próföstum og kirkjuráði, sem sendi biskupi samúðarkveðjur og kærleika vegna ásakana sem ráðið sagði kalla sorg yfir alla málsaðila, unnendur kirkju og kristni. 30 prestar slógu skjaldborg um biskup, sumir hinir sömu og skrifuðu síðar undir yfirlýsingu til stuðnings séra Gunnari Björnssyni sem var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gagnvart ungum stúlkum en viðurkenndi fyrir dómi að hafa strokið þær, kysst og leitað huggunar í faðmi þeirra.
Sex konur sögðu seinna frá sárum samskiptum við séra Gunnar á barns- og unglingsárum. Eftir að hafa fengið á sig kæru, farið fyrir dóm, fengið áminningu fyrir biskupi, hlýtt á börn segja frá sársauka sínum fyrir dómi og seinna enn fleiri konur þegar þær voru sex sem stigu fram til að lýsa sárum samskiptum við hann á barns- og unglingsárum, voru viðbrögð hans þau að lýsa málinu sem „fáránlegu“, hann sem hefði fengið það staðfest fyrir dómi að hann hefði aldrei komið óviðurkvæmilega fram við kvenfólk.
Einföld afgreiðsla, engin sjálfsskoðun, enginn vilji til að skilja hvernig háttsemi hans særði aðra.
Hvorki biskup né séra Gunnar voru dæmdir fyrir kynferðisbrot. Ungur maður á Húsavík var hins vegar dæmdur fyrir að nauðga bekkjarsystur sinni, bæði í héraði og Hæstarétti. Maðurinn játaði brot sín í upphafi en dró játninguna síðar til baka í meginatriðum. Samfélagið vildi samt ekki trúa því upp á hann og þegar dómur féll tók það til sinna ráða, safnaði 113 undirskriftum og birti í bæjarblaðinu til stuðnings gerandanum. Þolandinn hafði þá þegar hrökklast burt frá bænum og kom aldrei aftur. Á listanum voru meðal annars nöfn fólks sem hún hafði talið til vina sinna.
Dómstóll götunnar
Ekkert sem er að gerast í dag hefur ekki gerst áður – nema kannski krafturinn, baráttuþrek þeirra sem vilja skapa hér þolendavænna samfélag, þar sem óbreytt ástand ógnar lífi, heilsu og velferð þolenda. En hitt, það höfum við séð áður: Konur saka menn um ofbeldi og meiðandi samskipti, samfélagið rís upp mönnunum til varnar.
Nú hafa um 1.700 skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á þjóðhátíðarnefnd um að endurskoða ákvörðun um að afbóka tónlistarmann í brekkusönginn. Konurnar í biskupsmálinu fengu uppreist æru eftir rannsóknarskýrslu, nánast allir sem skrifuðu undir stuðningslistann í Húsavík hafa lýst eftirsjá en ritstjórinn í Eyjum og fylgismenn hans halda ótrauðir áfram, á þeim forsendum að það sé ótækt að dómstóll götunnar stjórni því hverjir koma fram á viðburðum. En hvað er dómstóll götunnar annað en almenningsálit og síðan hvenær hefur almenningsálit ekki haft áhrif á framgang listamanna? Allt í einu varð brandarinn sem Steindi kastaði fram í sjónvarpinu árið 2009 um að tónlistarmaðurinn ætti í samneyti við ungar stúlkur, allt of ungar, ekkert fyndinn lengur. Ekki þegar stúlkur sem höfðu verið í þeirri stöðu sögðu frá reynslu sinni og lýstu því hvernig þessi maður hafði gengið fram með óviðeigandi háttsemi, meiðandi framkomu og í verstu tilfellum ofbeldi.
Auðvitað veit enginn hvað gerðist, ekki frekar en þegar aðrir þolendur deila reynslu sinni, þar sem ofbeldi er yfirleitt beitt í einrúmi. Eins getur verið erfiðara að taka skilaboðin alvarlega þegar þolendur eru nafnlausir, þú sérð hvorki né finnur fyrir þeim og fyrir vikið verður auðveldara að afskrifa þá, en er hægt að ætlast til þess að ungar konur stígi fram gegn þjóðþekktum mönnum þegar sagan sýnir hverju þær geta átt von á? Við sjáum viðbrögðin núna, hefðum við viljað leggja þessa heift á herðar ungra kvenna sem hafa líklega þurft að þola nóg? Hvernig getur samfélagið krafist þess að þolendur leggi sársauka sinn sífellt á borð í tilraun til að uppræta skaðleg viðhorf og ómenningu þegar það er stöðugt öskrað á þá, saklaus uns sekt er sönnuð? Í ríki þar sem réttarkerfið bregst þolendum svo illa að níu konur hafa kært meðferð sinna mála til Mannréttindadómstólsins. Í samfélagi þar sem þolendur vita að jafnvel þótt sekt sé sönnuð þá þýðir það ekki endilega að þeir fái stuðning. Ef þeir gerast síðan svo djarfir að nafngreina gerendur mega þeir allt eins eiga von á því að jakkafataklæddir menn með vasa fulla af peningum og séu mættir með stefnur í handraðanum.
Löngun til að skilja
Viðhorf breytast. Rétt eins og þegar þeir sem höfðu hlegið með að nauðgunarbröndurum Gillz fengu snögglega óbragð þegar hann var kærður fyrir kynferðisbrot. Tvær konur sökuðu hann um nauðgun en bæði málin voru látin niður falla, líkt og gagnsókn hans, sem hafði brugðist við með því því að stefna konunni sem kærði fyrir meiðyrði. Það er erfitt að setja sig í þessi fótspor. Erfitt að skilja hvers vegna maður sem fer heim með konu sem er í sárum eftir samskiptin, svo djúpstæðum hætti að hún leitar til lögreglu, sýnir ekki vilja til að skilja hvað fór úrskeiðis, hvar hann brást og hvernig hann getur tryggt að slíkt hendi ekki aftur. Ef hann er ekki meðvitaður um það nú þegar.
Ef þú telur þig saklausan af ásökunum, viltu þá ekki skilja hvers vegna aðrir eru í sárum eftir samskipti við þig?
Nú skyldi ætla að ástæða væri fyrir tónlistarmanninn að staldra aðeins við og hlusta, skoða sín mál og sýna auðmýkt en nei, hann ætlar frekar að fara í mál. Við hvern kemur síðar í ljós. Í kvöld er gigg og hann er ósáttur við að fá ekki að leiða brekkusönginn á þjóðhátíð. Eins og það sé réttindamál að vera treyst fyrir því hlutverki, eins og hann eigi eitthvert tilkall til þess.
Þeir eru svo margir, þessir þekktu menn sem hafa verið sakaðir um að misnota valdastöðu gagnvart ungum stúlkum en sýna lítinn sem engan vilja til að axla ábyrgð á framgöngu sinni. Viðbrögðin eru iðulega þau sömu, afneitun, vörn og gagnárás. Yfirlýst sakleysi, lítið gert úr atvikum og meintum brotaþolum. Ef eitthvað er játað þá er það að hafa farið yfir mörk, en aldrei að hafa brotið gagnvart einhverjum. En hvað felst í því að fara yfir mörk, annað en að brjóta á einhverjum?
Presturinn taldi sig hafa fengið staðfestingu á að hann hafi aldrei gengið fram með óviðurkvæmilegum hætti gagnvart ungum stelpum vegna þess að hann var sýknaður fyrir dómi, en þær segja nú samt aðra sögu.
Lagalegar skilgreiningar
Á endanum snýst umræðan um dómstól götunnar um hvort við viljum búa í samfélagi þar sem lagahyggjan er allsráðandi eða hvort hægt sé að skapa rými fyrir viðbrögð við frásögnum af ofbeldi án þess að viðkomandi hafi verið fundinn sekur fyrir dómi:
Er maður saklaus þar til hann er fundinn sekur fyrir dómi?
Var brotaþoli að ljúga ef ekki tekst að færa sönnur á mál hans?
Er ekki hægt að brjóta gegn öðru fólki nema það sé hegningarlagabrot?
Svarið við fyrstu spurningunni er skýrt í lagalegum skilningi, en barnaníðingurinn sem sagði nýlega sögu sína vissi betur þegar hann reyndi að bæta fyrir brot sem hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir. Getur samfélagið leyft sér breiðari túlkun, möguleikann á að þolendur séu að segja satt þótt þeir leggi ekki fram kæru, málið sé fellt niður, sönnunargögn duga ekki til sakfellingar og gerandinn sé aldrei dæmdur? Siðferðisleg viðmið byggja á fleiru en lögum. Það er hægt að sýna þolendum stuðning án þess að dæma gerendur í fangelsi. Það er líka hægt að sýna gerendum stuðning á uppbyggilegan hátt.
Þetta er erfiður tími fyrir fólk sem hefur beitt ofbeldi, er sakað um meiðandi samskipti eða getur speglað sig í slíkum aðstæðum. Gerendur finna eflaust að þeir eru að missa völdin og það getur gert þá ringlaða, hrædda og jafnvel svolítið illa. Væntanlega finnst þeim að sér vegið, nú þegar þolendur hafa ákveðið að bera ekki skömm þeirra heldur segja frá sárum samskiptum og samfélagið velur að hlusta, taka mark á frásögnum þeirra og bregðast við. Af viðbrögðum þeirra sem um ræðir að dæma kunna þeir kannski ekki annað en að bregðast við með klassískum hætti ofbeldismanna, annaðhvort með hótunum eða sem fórnarlömb.
Þess vegna lýsi ég stuðningi við alla þá sem hafa beitt aðra ofbeldi. Stuðningur minn felst í öðru en blindri trú á sakleysi ykkar. Ég get vel trúað því að því að þið hafið farið yfir mörk og ástundað meiðandi samskipti, beitt ofbeldi og haft ásetning um að ná ykkar fram. Jafnvel talið ykkur trú um að það væri réttur ykkar, að þið ættuð, gætuð og mættuð það. Hugmyndin um grá svæði, svokallaðar nauðganir af gáleysi, er mér framandi en ég hef fengið að kynnast afneitun, sjálfréttlætingum og sjálfsblekkingu. Af því að ég hef rætt við gerendur, barnaníðinga, nauðgara og ofbeldismenn, veit ég hvað það getur verið erfitt að horfast í augu við eigin misgjörðir.
Frelsið fólst í játningunni
Nýlega ræddi ég við barnaníðing sem hafði talið sjálfum sér trú um að börn leituðu í hann. Það að þau leituðu réttar síns dugði ekki til að hann horfðist í augu við afleiðingar gjörða sinna heldur sannfærði hann alla ástvini sína um eigið ágæti og taldi þeim trú um að hann sæti saklaus í fangelsi. Það var ekki fyrr en hann heyrði af ömurlegum örlögum eins þolandans að það skall á honum eins og högg hvað hann hafði raunverulega gert. Á einu augabragði áttaði hann sig á því að hann bar ábyrgð á afdrifum þeirra sem hann braut á. Skyndilega sá hann sjálfan sig, sviptur afneitun. Hann vissi hver hann var og hvað hann hafði gert.
Um leið skildi hann að frelsið fólst ekki í því að viðhalda blekkingunni heldur því að gera hreint fyrir sínum dyrum. Svo hann kallaði fjölskylduna til, gekkst við kynferðisbrotunum, líka þeim sem hann var aldrei dæmdur fyrir, í von um að viðurkenning hans yrði að minnsta kosti til þess að þolendur hans fengju þá aðstoð sem þeir þurftu á að halda, seldi íbúðina fyrir miskabótum og sótti sér sjálfur viðeigandi aðstoð. Játningin hafði afleiðingar, sumir sneru alfarið við honum baki, honum verður vart treyst aftur í návist barna og á almennt erfitt uppdráttar í samfélaginu. En það var ekki allt. Játningin þýddi líka að hann er frjáls undan afneituninni sem gerði honum kleift að beita börn ofbeldi og það hlýtur að vera meira virði en allt annað. Ef það er erfitt fyrir barnaníðinga að sjá hvað þeir hafa gert rangt, má rétt ímynda sér hversu torséð áreitni fullra manna getur verið þeim.
Í kjölfar viðtalsins hafði annar maður samband og var að íhuga að ræða sögu sína. Vegna þess að sá hafði leitað sér hjálpar áður en hann braut á börnum. Hann fann að hann hafði þessar kenndir, gerði sér grein fyrir alvarleika slíkra brota og sótti sér því aðstoð áður en hann lét til skarar skríða. Af því að hann sá sjálfan sig. Hann vissi hver hann var og hvað hann gæti gert. Hann vissi líka hvað hann gæti gert til að koma í veg fyrir það, en til þess varð hann að horfast í augu við sjálfan sig. Það virðist ekki vera auðvelt.
Réttlætingar ofbeldismanna
Einhvern tímann helltist yfir mig löngun til að skilja hvað býr að baki ofbeldi eins og nauðgunum, svo ég hringdi í menn sem áttu það sameiginlegt að hafa verið dæmdir fyrir nauðgun. Eftir að erindið hafði verið borið upp skelltu þeir nánast undantekningarlaust á. Nema þeir sem vildu ræða hvernig þeir hefðu verið dæmdir saklausir. Einn sendi vin sinn meira að segja á skrifstofuna með gögn sem áttu að sýna fram á óvægna og ósanngjarna fjölmiðlaumfjöllun um málið á sínum tíma, út frá þeim forsendum að maðurinn hefði í raun verið sendur saklaus í fangelsi. Nokkrum áratugum síðar krafðist maðurinn þess að umfjöllunin yrði þar með leiðrétt og hann fengi betri mynd af sér í blöðunum. Ekki í einu einasta tilfelli var að sjá að þessir menn væru tilbúnir til að horfast í augu við gjörðir sínar, axla ábyrgð á þeim eða sýna auðmýkt gagnvart aðstæðum.
Síðar hef ég rætt við nauðgara sem sýndu iðrun, af því að þeir voru tilbúnir til að viðurkenna að þeir tóku ákvörðun um að beita ofbeldi vegna þess að þeir gátu það. Á endanum var ástæðan að baki ofbeldinu ekki flóknari en svo. Þeir sáu tækifæri til að taka það sem þá langaði í og þeir gerðu það. Það er undantekningin að maður tali svo afdráttarlaust. Þeir eru fleiri sem fara í vörn. Maður sem henti kærustunni sinni fram af svölum mætti í viðtal til að útskýra hvernig hún hefði kallað það yfir sig. Annar reyndi að réttlæta alvarlega áverka á andliti kærustunnar. Maður á eftirlaunaaldri mætti með uppkominn son sinn í viðtal til að koma því á framfæri að unga stúlkan sem hann hafði verið dæmdur til að tæla til kynferðismaka með gjöfum hefði í raun verið ómerkilegur ómerkingur. Stundum hefur þetta verið svolítið skrautlegt, svo ekki sé meira sagt.
Ofbeldi er val
Ofbeldi er val, ef svo væri ekki þá væri ofbeldi almennt ekki beitt í einrúmi og þar sem gerendur hafa völd á aðstæðum.
Kannski er auðveldara að segja það heldur en að axla ábyrgð á því þegar fólk kann ekki að bregðast við vanmætti, reiði eða erfiðum tilfinningum og missir hreinlega tökin á tilverunni. Þegar fólki hefur kannski verið kennt að beita ofbeldi, þegar það horfði upp á eða var sjálft beitt ofbeldi. Ofbeldi getur alið af sér ofbeldi. Kannski beitir fólk ofbeldi af skilningsleysi, því það getur ekki sett sig í fótspor annarra og hefur talið sér trú um að það eigi rétt á því að koma svona fram, því hefur tekist að réttlæta fyrir sjálfu sér að vaða yfir aðra eða taka völd á annarri manneskju, sannfært sig um að það beri ekki ábyrgð á aðstæðum heldur þolendur þeirra, nú eða að framkoma þeirra skaði ekki aðra. En það skiptir ekki máli. Ef fólk er í þeirri stöðu að það meiðir aðra ber það ábyrgð á og skylda til að sækja sér aðstoð. Valið felst í því að sama hvaða ástæður búa að baki er alltaf hægt að bregðast öðruvísi við. Enginn þarf að beita ofbeldi og það geta allir hætt því. Mögulega er til siðlaust fólk sem er ekki viðbjargandi, en allavega langflestir geta gert betur.
Þess vegna lýsi ég stuðningi við gerendur. Ég styð ykkur til að hlusta betur, leita inn á við og horfa í gegnum sjálfsblekkinguna og afneitunina. Ég styð ykkur til að sjá ykkur sjálfa, leita ykkur aðstoðar, fyrir ykkur og alla sem á vegi ykkar verða. Ég styð ykkur í átt að bata og betra lífi, þar sem þið getið gert betur en þetta.
Deila
stundin.is/FD8f
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Sjáðu jökulinn hverfa
Það reynist oft erfitt að viðhalda tengslum við það sem skiptir máli, ekki síst á tímum þar sem stöðugt er verið að finna nýjar leiðir til þess að ýta undir tómhyggju sem drífur áfram neyslu.
Mest lesið
1
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
2
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
3
Pistill
2
Þorvaldur Gylfason
Krafan um uppgjör
Framrás heimsins gengur í bylgjum eins og veðrið þar sem árstíðirnar taka hver við af annarri. Öldugangur tímans tekur á sig ýmsar myndir.
4
Fréttir
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Amnesty International segir að þáttaskil hafi orðið í mannréttindamálum í Eritreu fyrir tuttugu árum þegar hópur stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks var fangelsaður. Staða mannréttinda hafi verið slæm en versnað til muna þegar yfirvöld réðust með þessum hætti gegn tjáningarfrelsinu. Ekki er enn vitað um afdrif fólksins. Samson Habte, fréttastjóri sem flúði Eritreu fyrir níu árum, segir að heimalandið feli sannleikann bak við lás og slá.
5
Greining
Botnlaust tap af hvalveiðum sem óttast er að skaði ímynd landsins
Tólf hundruð milljóna tap hefur verið af hvalveiðum einu íslensku útgerðarinnar sem stundar langreyðaveiðar á Íslandi. Veiðarnar eru niðurgreiddar með hagnaði af eign útgerðarinnar í öðrum fyrirtækjum. Erfitt er að flytja afurðirnar út og hefur hrefnukjöt verið flutt inn til landsins síðustu ár til að gefa ferðamönnum að smakka. Þar sem þeir sátu áður í hlíðinni ofan hvalstöðvarinnar og fylgdust með er nú einna helst að finna aðgerðarsinna sem vilja sýna heiminum hvernig farið er með íslenska hvali.
6
Fréttir
1
Hundrað milljóna tap af útgáfu Moggans
Rekstur Morgunblaðsins skilaði 113 milljóna króna tapi á síðasta ári. Útgáfufélag blaðsins, Árvakur, skilaði þó um 110 milljóna hagnaði vegna hlutdeildar í hagnaði prentsmiðju félagsins og Póstdreifingar.
Mest deilt
1
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
6
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
7
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
3
FréttirPlastið fundið
1
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
4
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
5
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
6
FréttirÓlígarkinn okkar
3
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
7
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
8
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
1
Hundrað milljóna tap af útgáfu Moggans
Rekstur Morgunblaðsins skilaði 113 milljóna króna tapi á síðasta ári. Útgáfufélag blaðsins, Árvakur, skilaði þó um 110 milljóna hagnaði vegna hlutdeildar í hagnaði prentsmiðju félagsins og Póstdreifingar.
Greining
Botnlaust tap af hvalveiðum sem óttast er að skaði ímynd landsins
Tólf hundruð milljóna tap hefur verið af hvalveiðum einu íslensku útgerðarinnar sem stundar langreyðaveiðar á Íslandi. Veiðarnar eru niðurgreiddar með hagnaði af eign útgerðarinnar í öðrum fyrirtækjum. Erfitt er að flytja afurðirnar út og hefur hrefnukjöt verið flutt inn til landsins síðustu ár til að gefa ferðamönnum að smakka. Þar sem þeir sátu áður í hlíðinni ofan hvalstöðvarinnar og fylgdust með er nú einna helst að finna aðgerðarsinna sem vilja sýna heiminum hvernig farið er með íslenska hvali.
ÞrautirSpurningaþrautin
799. spurningaþraut: Glókollur og prímtölur, það er ljóst
Fyrri aukaspurning: Hvern má sjá hér málaðan sem Súpermann? * Aðalspurningar: 1. Hvað kallast á íslensku sú sjónvarpssería sem á ensku er nefnd Blackport? 2. Glókollur heitir fugl af söngvaraætt sem gerðist staðfugl á Íslandi laust fyrir aldamótin 2000. Og þar með hlaut glókollur ákveðna nafnbót hér á landi. Hver er hún? 3. Jailhouse Rock er lag eftir þá kunnu...
Pistill
2
Þorvaldur Gylfason
Krafan um uppgjör
Framrás heimsins gengur í bylgjum eins og veðrið þar sem árstíðirnar taka hver við af annarri. Öldugangur tímans tekur á sig ýmsar myndir.
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
ÞrautirSpurningaþrautin
798. spurningaþraut: Betula betuloideae er víst að ná sér á strik aftur!
Fyrri aukaspurning: Hér að ofan má sjá einn vinsælasta rithöfund heimsins um þessar mundir. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Fyrir allnokkrum árum reið gífurleg flóðalda yfir strendur Indlandshafs í kjölfar jarðskjálfta út af ströndum indónesískrar eyju, sem heitir ... 2. Um svona flóðbylgju er notað orð sem upphaflega þýðir „hafnaralda“. Hvaða orð er það? 3. Og úr hvaða tungumáli...
Fréttir
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Amnesty International segir að þáttaskil hafi orðið í mannréttindamálum í Eritreu fyrir tuttugu árum þegar hópur stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks var fangelsaður. Staða mannréttinda hafi verið slæm en versnað til muna þegar yfirvöld réðust með þessum hætti gegn tjáningarfrelsinu. Ekki er enn vitað um afdrif fólksins. Samson Habte, fréttastjóri sem flúði Eritreu fyrir níu árum, segir að heimalandið feli sannleikann bak við lás og slá.
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
ÞrautirSpurningaþrautin
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þessi eyja? * Aðalspurningar: 1. Hver var sá hæstsetti sem þurfti að segja af sér vegna Watergate-hneykslisins? 2. En hvers vegna nefnist Watergate-hneykslið Watergate-hneyksli? 3. Á NATO-fundinum sem lauk á dögunum mættu fjórar konur sem leiðtogar ríkja sinna. Ein þeirra var vitaskuld Katrín Jakobsdóttir héðan frá Íslandi en hvaðan komu hinar konurnar þrjár? Þið þurfið að...
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir