Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Flokkur fólksins eyðir mest í Facebook-auglýsingar

Á einu ári vörðu Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir meiru til kaupa á Face­book-aug­lýs­ing­um held­ur en stjórn­mála­flokk­arn­ir Mið­flokk­ur­inn, Vinstri græn og Við­reisn. Mið­flokk­ur keypti aug­lýs­ing­ar til að vara við „er­lend­um glæpa­gengj­um“.

Flokkur fólksins eyðir mest í Facebook-auglýsingar

Flokkur fólksins eyddi mest af þeim sem kaupa pólitískar auglýsingar á Facebook og Instagram á tæplega árs tímabili frá ágúst í fyrra þangað til í júní á þessu ári. Samtals eyddi flokkurinn rúmum þremur milljónum króna í þessar auglýsingar. Flokkur fólksins er með frekar lítið fylgi á þessum samfélagsmiðlum miðað við þá tíu aðila sem eyddu mestum pening yfir tímabilið, eða 4.906 fylgjendur á Facebook og einungis 107 fylgjendur á Instagram. Samkvæmt auglýsingasafni Facebook heldur formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, ekki úti Facebook-síðu sem stjórnmálakona.

Á eftir Flokki fólksins kemur Samfylkingin sem eyddi rúmum tveimur milljónum í auglýsingar. Sá flokkur er þó með ívið meira fylgi á miðlunum, eða 7.349 fylgjendur á Facebook og 761 fylgjanda á Instagram. Í þriðja sæti er Sjálfstæðisflokkurinn sem eytt hefur um það bil 1,2 milljónum króna í auglýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er þó með flesta fylgjendur stjórnmálaflokkanna sem náðu á þennan lista, eða 15.337 fylgjendur á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár