Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjórir vilja gegna formennsku NÝLÓ

Fjór­ir fram­bjóð­end­ur sækj­ast eft­ir kjöri til for­manns Ný­l­ista­safns­ins, en all­ir fram­bjóð­end­ur eru lista­kon­ur með viða­mikla reynslu af list­sköp­un, fé­lags­störf­um og sýn­ing­ar­stjórn­un.

Fjórir vilja gegna formennsku NÝLÓ
Barátta um formennsku Kosið verður milli fjögurra formannskandidata á ársfundi NÝLÓ á morgun, 28. apríl. Mynd úr sýningunni Ómar af kynngimagnaðri fjarveru eftir Karl Ómarsson. Mynd: nylo.is

Fjórar listakonur sækjast eftir stöðu formanns Nýlistasafnsins, en félagsmenn geta kosið á milli þeirra á ársfundi NÝLÓ 28. apríl. Frambjóðendur eru Freyja Eilíf, sýningarstjóri Skynlistasafnsins; Helena Aðalsteinsdóttir, sýningarstjóri Central Saint Martins háskóla í Lundúnum; Jóna Hlíf Halldórsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Gerðarsafns og Sunna Ástþórsdóttir, framkvæmdastjóri NÝLÓ.

Nýlistasafnið er elsta starfandi listamannarekna rými landsins, en það er í senn safn og sýningarrými sem hefur það markmið að varðveita og sýna samtímalist og vera vettvangur fyrir tilraunir og alþjóðlega umræðu um myndlist.

Formaður er kosinn til eins árs í senn, en á fundinum verður einnig kosið um fjögur sæti í stjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs. Eftirfarandi texti fylgir framboðum frambjóðanda til formanns.

Freyja Eilíf

Freyja Eilíf (f. 1986) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans árið 2014 og hefur unnið við eigin listsköpun og sýningarstjórn síðan þá, ásamt því að hafa starfrækt sýningarýmið Ekkisens í Þingholtunum, sem hýsti rúmlega 100 sýningar á árunum 2014 - 2019. Í sama húsnæði opnaði hún Skynlistasafnið árið 2019 sem er sýningarstýrt rými og vinnustofa. 

Út frá starfi sínu sem eigandi Ekkisens og Skynlistasafnsins hefur Freyja Eilíf haldið utan um fjölmörg samsýningarverkefni í Reykjavík, á landsbyggðinni og líka í Evrópu og Bandaríkjunum m.a. í HilbertRaum í Berlín, Durden & Ray í Los Angeles, DZIALDOV í Berlín, Two Queens í Leicester og Metropol í Tallinn. Þá hefur hún einnig tekið þátt í Supermarket Art Fair í Stokkhólmi og í OPAF listamessunni í San Pedro, Kaliforníu.

Árið 2016 var Freyja Eilíf var handhafi Tilberans, verðlauna fyrir hugrekki og atorkusemi á sviði myndlistar. Hún hefur hlotið starfslaunastyrki úr sjóði listamannalauna og dvalið í vinnustofudvölum á vegum Cité des arts í París, Frakklandi, Fylkeskultursenter í Tromsö, Noregi, Kunstnerhuset í Lofoten, Noregi, Kunstlerhaus FRISE í Hamborg, Þýskalandi og SÍM í Berlín.

Meðfram listsköpun sinni hefur hún meðal annars starfað sem tæknimaður í Listasafni Reykjavíkur, við kennslu á fornáms- og sjónlistabraut í Myndlistarskóla Reykjavíkur og sem gestakennari í The Vilnius Academy of Art. 

Nánari upplýsingar

Helena Aðalsteinsdóttir

Helena Aðalsteinsdóttir er sýningarstjóri og listamaður. Síðastliðin tíu ár hefur hún unnið við fjölbreytt störf innan listastofnana, allt frá listamannareknum sýningarrýmum, til safna og menntastofnana. Hún stafar sem sýningarstjóri í Central Saint Martins háskóla í London og hefur nýlega sýningarstýrt sýningu í Kling&Bang. Árið 2017 stofnaði hún sýningarrými í Amsterdam, at7 og sýningarstýrði sýningum þar til 2019. Auk þess er hún ein af stofnendum Laumulistasamsteypunnar, sem er alþjóðleg vinnustofa listamanna í Hrísey. Hún útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014, nam MA nám í myndlist í Sandberg Instituut í Amsterdam árið 2015 og lauk MA námi í sýningarstjórnun við Central Saint Martins í London árið 2019. Helena hefur tekið þátt í samsýningum í Harbinger, Nýlistasafninu og á Sequences VIII. Einnig hefur hún sýnt víða í Evrópu og Afríku, t.d. Addis Ababa Video Festival, Partcours listahátíð í Dakar og Art Licks listahátíð í London.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf hefur umfangsmikla reynslu af myndlistarstörfum og stjórnun í myndlist en hún hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá 2006, formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík (2011-2013), formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (2014-2018) og forstöðumaður Gerðarsafns (2019 - 2021). Hún hefur setið í stjórnum fyrir Skaftfell, Bandalag íslenskra listamanna og Listahátíð í Reykjavík. Jóna Hlíf hefur einnig verið ritstjóri tímaritsins STARA sem hefur að markmiði að efla umræðu og þekkingu á myndlist. 

Jóna Hlíf hefur fest sig í sessi sem viðurkenndur listamaður með staðgóða þekkingu á myndlist, sýningarstjórnun, safnastarfi og listkennslu. Hún er virk á sínum fagvettvangi á alþjóðavísu og hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í áhrifamiklum söfnum og sýningarstöðum hérlendis. Verk hennar eru í eigu helstu listasafna á Íslandi og hefur hún fimm sinnum hlotið starfslaun listamanna. 

Jóna Hlíf hefur verið stundakennari hjá Listaháskóla Íslands síðan 2013 og Myndlistaskólanum á Akureyri síðan 2010. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri meðfram eigin listsköpun. Hún hefur stofnað og rekið gallerí í samstarfi við aðra, Gallerí Box (2005-2009) og Verksmiðjuna á Hjalteyri sem hlaut Eyrarrósina 2016 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. 

Jóna Hlíf útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskólanum 2013.

Sunna Ástþórsdóttir

Ég heiti Sunna Ástþórsdóttir og býð mig fram til formanns Nýlistasafnsins. Ég er starfandi framkvæmdastjóri safnsins og hef undanfarinn áratug leitt fjölbreytt verkefni í þágu myndlistar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. 

Ég útskrifaðist úr listfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 2018 en ég bjó hátt í áratug í Danmörku. Þar vann ég meðal annars sem verkefnastjóri hjá Cph Art Week, Den Frie Udstillingsbygning (sýningarrými í eigu listamanna), Nikolaj Kunsthal, og listamanninum Simon Starling. 

Síðan ég flutti heim til Íslands hef ég starfað hjá Nýló samhliða sjálfstæðri verkefnavinnu og hef látið til mín taka sem sýninga- og verkefnastjóri,  textahöfundur og framleiðandi fyrir listamenn, listamannarekin rými og sýningastofnanir. Þar á meðal eru Listasafn Reykjavíkur, Listaháskóli Íslands, Myndhöggvarafélagið, Artzine, Listahátíð í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Samband íslenskra myndlistarmanna. Nú síðast tók ég þátt í stofnun myndlistartímaritsins Myndlist á Íslandi, framundan er sýningarstjórnun fyrir Hjólið 2021 og útskriftarsýningu meistaranema í myndlist. Að auki er ég formaður stjórnar Sequences.

Í Nýló hef ég stýrt daglegum rekstri og skipulagt og stýrt sýningum og verkefnum, til að mynda yfirlitssýningu Ástu Ólafsdóttur og nýlegri samsýningu Ragnheiðar Gestsdóttur, Sindra Leifssonar og Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hér hef ég notið mín síðustu 2,5 ár og ber þar hæst tilraunagleðin, frjótt og innihaldsríkt samstarf við listamenn og almenning — eitthvað sem væri spennandi að þróa áfram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
6
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár