Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr

Mæðg­urn­ar Ásta Þor­leifs­dótt­ir og Lilja Stein­unn Jóns­dótt­ir stóðu of­an í sprung­unni sem byrj­aði að gjósa upp úr í nótt að­eins sól­ar­hring fyrr. Þær segja að jarð­fræði­mennt­un þeirra beggja hafi kom­ið að góð­um not­um þá en eft­ir upp­götv­un þeirra var svæð­ið rýmt.

Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Sprungan greinileg Á myndinni sem Lilja Steinunn tók að kvöldi annars í páskum má greinilega sjá hvernig sprungan er að myndast.

Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir uppgötvuðu gossprunguna sem tók að gjósa úr í nótt í Geldingadölum að kvöldi annars í páskum. Eftirtektarsemi þeirra varð til þess að svæðið var rýmt enda margt sem benti til að hugsanlega myndi fara að gjósa upp úr sprungunni. Rúmum sólarhring eftir að þær mæðgur gengu eftir sprungunni til að mæla hana og ráku hendina ofan í hana til að meta hitastig hófst gosið.

Þær mæðgur voru við gæslu á gosstöðvunum í Geldingadölum ásamt öðru björgunarsveitarfólki. Kalt var í veðri og töluverð snjókoma þegar þær komu á svæðið um klukkan sex í eftirmiðdaginn. Þegar leið á kvöldið og hætti að snjóa tók Lilja Steinunn eftir því að greinileg hreyfing hafði orðið á sprungu milli gígstöðvanna eftir að hætti að snjóa.  „Við tókum eftir því að þarna hafði myndast örlítill sigdalur og það var greinilegt að hann var bara að rifna, það hafði gerst örstuttu fyrr, því það var hægt að sjá í þurra mold í lægðinni. Það var ansi kalt þarna uppfrá, duttu næstum því af manni puttarnir þegar maður var að taka myndir, en þegar maður lagðist á hnén og stakk hendinni ofan í þá var alveg sæmilega notalegt hitastig þar, kannski tíu gráður,“ segir Ásta.

„Þegar maður lagðist á hnén og stakk hendinni ofan í þá var alveg sæmilega notalegt hitastig þar“
Ásta Þorleifsdóttir
Við gosstöðvarnar Þær mægður hafa farið all nokkrar ferðir á gosstöðvarnar, bæði saman og í sitt hvoru lagi.

Lilja Steinunn segir að augljósar breytingar hafi verið greinanlegar á landslaginu á um 150 metra kafla „Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að ákveðið var að rýma svæðið, þessi uppgötvun. Sérsveitin var því fengin til þess og við björgunarsveitarfólk lokuðum svæðinu síðan. Í nótt sem leið opnaðist þarna síðan ný gossprunga, fyrst á hluta af sprungunni sem ég mældi og síðan klukkan hálf þrjú í nótt virðist hún hafa opnast til norðurs að gígunum sem opnuðust 5. apríl.“

Var örugg meðan snjórinn bráðnaði ekki

Spurð hvernig henni líði, svona eftir á, að hafa staðið ofan í sprungunni og stungið hendinni ofan í til að finna varmann aðeins sólarhring áður en upp fór að vella þar hraun segir Lilja að henni hafi ekki verið neitt brugðið við það. „Mér leið bara allt í lagi með það því ég sá að snjórinn var ennþá. Ég hefði hins vegar farið í að koma fólki mun hraðar af svæðinu ef snjórinn hefði farið að bráðna. Það er ákveðið öryggi í því að það sé snjór yfir svæðinu, það auðveldar að greina hugsanlegar breytingar á hitastigi. Við tókum samt ákvörðun um að rýma svæðið fyrr en seinna, og eftir á að hyggja var það hárrétt ákvörðun.“

Þurr mold í dældinniSjá má hvernig sigdæld hefur myndast og landið var að rifna hægt og rólega í sundur.

Það var í raun tilviljun að þær mæðgur ráku augun í sprunguna, segja þær. „Það sést á þessu að það er undanfari að gosinu, smávægilegar breytingar sem ekki mælast heldur sjást bara með berum augum. Maður horfði á þetta en hafði kannski ekki hugmyndaflug í að sólarhring síðar væri farið að gjósa upp úr sprungunni. Þetta segir okkur hvað þetta er kvikt svæði og kannski fólk skilji nú að þegar ákveðið er að rýma svæðið þá er það ekki að ástæðulausu, það er vegna þess að það eru vísbendingar um að eitthvað kunni að fara að gerast. Ef fólk sér einhverjar svona vísbendingar þá er allur varinn góður,“ segir Ásta.

„Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt á stað eins og þessum“
Lilja Steinunn Jónsdóttir

„Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt á stað eins og þessum,“ segir Lilja Steinunn. Hún lýsir því að þó flestir fari varlega á svæðinu hafi hún orðið vitni að óvarlegri hegðun fólks, eins og að standa undir hraunbrúninni og að fara ganga með börn mjög nálægt og inn í gosmökkinn sjálfan, sem sé stórhættulegt að gera.

Björgunarsveitir allt frá Vopnafirði hafa staðið vaktina

Þær mæðgur eru báðar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og hafa verið þar saman í nokkur ár. Ofan á það er Ásta jarðfræðingur að mennt og hefur kennt jarðfræði og Lilja Steinunn er að klára BS-nám í jarðeðlisfræði og raunar byrjuð í mastersnámi einnig. Þær eru sammála um að það hjálpi að viðbragðsaðilar hafi þekkingu sem slíka, það hafi í það minnsta sannarlega hjálpað að kvöldi annars í páskum. Báðar hafa þær farið í nokkur skipti upp að gosstöðvunum, á eigin vegum, við björgunarsveitarstörf og þá hefur Ásta farið sem öryggisstjóri fyrir kvikmyndahóp sem var að vinna á svæðinu. Þær hafa því getað fylgst mjög vel með þróuninni á svæðinu. Þær mæðgur eiga von á því að fara í fleiri ferðir upp að gosstöðvunum, bæði á eigin vegum en einnig sem hluti af björgunarsveitunum. Það hafi enda verið mikil þörf á því að manna svæðið og með nýjustu vendingum megi búast við að svo verði áfram. „Það er ótrúlegur fjöldi björgunarsveitarfólks sem hefur komið að þessum störfum, það er áhugavert að sjá björgunarsveitir alla leið frá Vopnafirði mættar á svæðið,“ segir Ásta.

Gos í sprungunniÁ myndinni má sjá hvernig gossprungan hefur myndast í sigdældinni sem þær mægður tóku eftir.

Björgunarsveitir stikuðu gönguleið á kvikuganginum sunnan við gíginn í upphafi gossins og tjöld björgunarsveitanna voru sett niður mjög nálægt þeim stað sem síðan gaus upp úr. Spurðar hvort farið hafi verið óvarlega segja þær Ásta og Lilja Steinunn svo ekki hafa verið. „Ef vel er fylgst með aðstæðum og breytingum er þetta í lagi en það má svo sem segja að tjaldið hefði kannski mátt vera aðeins austar. En það var nú ekki vitað á þeim tíma sem það var sett niður.“

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, sagði í samtali við Stundina í morgun að opið yrði fyrir almenning á svæðinu í dag. Til stóð að fara með björgunarsveitarfólk og jarðvísindamenn upp á svæðið nú í morgun til að meta aðstæður á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu