Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Hann var kátur, léttur og hjartahlýr“

Ólaf­ur Kristjáns­son bjó lengi í smá­hýs­un­um úti á Granda og lést þann 23. októ­ber síð­ast­lið­inn. Til að minn­ast hans og annarra í hans stöðu hef­ur ver­ið efnt til upp­boðs í Gallery Port þar sem mynd af Ólafi seld til styrkt­ar Frú Ragn­heiði.

„Hann var kátur, léttur og hjartahlýr“

Ólafur Kristjánsson lést þann 23. október síðastliðinn, en hann var einn af fjölmörgum skjólstæðingum Frú Ragnheiðar. Gallery Port stendur nú fyrir uppboði til styrktar Frú Ragnheiði, þar sem ljósmynd af Ólafi, eða Óla eins og hann var almennt kallaður, verður boðin upp. Uppboðið stendur yfir í eina viku, frá 15. desember til 22. desember.

Ljósmyndina tók Þórsteinn Sigðurðsson, sem kynntist Óla við gerð ljósmyndaverkefnisins Container Society, þar sem hann fylgdi eftir tveimur íbúum í svokölluðu smáhýsahverfi fyrir húsnæðislausa á Granda, þeim Óla og Gumma. Óli bjó í smáhýsahverfinu um árabil.

„Þetta snertir okkur öll og við þurfum öll að hlúa að þessum hópi“

Upp úr verkefninu spratt bæði bókverk og ljósmyndasýning í Gallery Port sumarið 2018. Óli mætti á opnunina og vakti að sögn eigenda gallerísins mikla athygli viðstaddra. Einhverjir báðu hann um að árita fyrir sig bækur sem honum þótti bæði skemmtilegt en einnig dálítið einkennilegt.

Óli áritar bókÞað kom Óla skemmtilega á óvart að listunnendur báðu hann um að árita fyrir sig eintak

Hjartahlýr og vel gerður maður

Þórsteinn minnist Óla sem hjartahlýs manns sem kallaði hann alltaf elskuna sína. „Minningin er þannig að hann var kátur, léttur og hjartahlýr. Hann talaði alltaf fallega um annað fólk og var alltaf bjartsýnn á framtíðina. Hann var virkilega góður maður, auðvitað öðruvísi en flestir en hann átti við fíknivanda að stríða sem litaði líf hans að stórum hluta. Þegar maður leit fram hjá því sá maður ótrúlega góðhjartaðan og vel gerðan mann. Við vorum miklir vinir.“

 „Þetta eru allt bræður okkar og systur“

Að sögn Þórsteins var Óli ör einstaklingur og alltaf að sýsla eitthvað. Það hafi gert það að verkum að oft var erfitt að ná af honum mynd. Á myndinni sem nú er til sölu á uppboðinu stendur Óli fyrir aftan íbúðina sína í smáhýsunum út á Granda. „Fyrir þessa mynd var ég búin að stilla myndavélina upp á þrífót því ég vildi ná einhverri hreyfingu, mynd af honum að sýsla. Á myndinni er hann ekki að horfa í myndavélina svo þetta er ekki hefðbundið portett. Ég myndi frekar flokka myndina sem umhverfisportrett, það er að segja, Óli er ekki eina aðalhlutverkið í myndinni heldur er smáhýsið, gámurinn, í aðalhlutverki líka svo þetta blandast saman í kröftuga heild. Mér finnst vera mikið afl í þessari mynd, bæði varðandi strúktúrinn, hreyfinguna en líka það að hann skuli vera með hendina á hjartanu.“

Góðhjartaður maðurÁ útgáfu fögnuði bókverksins Container Society náðist mynd af þeim Þórsteini, Óla og Gumma saman

Ómetanlegt afl

Samtökin Frú Ragnheiður segja Þórstein hafa verið ómetanlegan í lífi Ólafs Kristjánssonar. Því lá vel við að ágóðinn af sölu myndarinnar myndi renna til samtakana. Sama hugmyndafræði er á bakvið bókverkið Container Society en ágóðinn af sölu þess rennur einnig til samtakana. „Þetta hefur verið ákveðin hringrás,“ segir Þórsteinn og heldur svo áfram.

„Í stað þess að ég fari inn í þessar aðstæður, taki mynd og græði svo fé á sölu bókarinnar hef ég notað peninginn til að gefa til baka í þetta málefni.“

Málefnið segir hann mikilvægt og að minna þurfi á það oft. „Þetta er málstaður sem er mikilvægt að minna reglulega á vegna þess að þetta eru allt bræður okkar og systur, mæður okkar og feður. Þetta erum við. Við getum alltaf lent í erfiðleikum eða börnin okkar svo þetta snertir okkur öll og við þurfum öll að hlúa að þessum hóp.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár