Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ölfus að semja við Hjallastefnuna – Foreldrar og starfsmenn ósáttir

Unn­ið er að því að semja við Hjalla­stefn­una um að taka við rekstri leik­skól­ans Berg­heima. Íbú­ar í Þor­láks­höfn og fyrr­ver­andi starfs­menn lýsa megnri óánægju og tala um virð­ing­ar­leysi. Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri seg­ir að ver­ið sé að auka gæði leik­skóla­starfs­ins.

Ölfus að semja við Hjallastefnuna – Foreldrar og starfsmenn ósáttir
Styr um ákvörðun bæjarstjórnar Ekki eru allir íbúar Þorlákshafnar ánægðir með ákvörðun bæjarstjórnar um að ganga til samninga við Hjallastefnuna um að taka yfir rekstur leikskólans í bænum.

Starfsfólki leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn er verulega brugðið eftir að tilkynnt var á mánudag um að sveitarfélagið Ölfus hefði hafið samningaviðræður við Hjallastefnuna um að taka yfir rekstur leikskólans. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsfólk þar um og óttast það um stöðu sína þess vegna. Þá gagnrýna íbúar í Þorlákshöfn að ef af samningum verði þá sé þeim nauðugur einn kostur að senda börn sín á leikskóla sem fylgi stefnu sem einkaaðili móti, auk þess sem það skjóti mjög skökku við að samningaviðræður séu hafnar án þess að neitt samráð hafi verið haft við forelda.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudaginn að ganga til viðræðna við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima. Sex fulltrúar bæði meirihluta og minnihluta greiddu atkvæði með því en forseti bæjarstjórnar, Gestur Þór Kristjánsson, sat hjá. Málið var hið eina sem var á dagskrá bæjarstjórnar á þessum fundi.

Starfsmenn óttast um stöðu sína

Bergheimar eru eini leikskólkinn sem rekinn er í Þorlákshöfn og því hafa íbúar Þorlákshafnar takmarkað val um að senda börn sín á annan leikskóla. Starfsmenn Bergheima sem Stundin ræddi við vildu ekki koma fram undir nafni enda sögðust þeir óttast um stöðu sína. Þeir lýstu því þó að tilkynning hefði verið þeim reiðarslag og högg fyrir það og þau teldu framtíð sína í óvissu. Bæði væri alls óljóst hvort starfsmenn myndu halda vinnu sinni en eins þyrfti starfsfólk þá að undirgangast þá hugmyndafræði sem Hjallastefnan vinni eftir, sem inniber meðal annars kynjaskiptingu barnanna á leikskólanum.

Gagnrýnivert væri að ekkert samtal hefði átt sér stað heldur aðeins tilkynnt að samningaviðræður væru hafnar. Enginn hafi vitað af þessu innan leikskólans og það hafi verið fyrst á mánudaginn sem starfsfólk hafi heyrt af málinu þegar fulltrúar bæjarstjórnar og hópur frá Hjallastefnunni hafi mætt á fund starfsfólks og þau upplýst um að hafnar væru viðræður um að Hjallastefnan tæki við rekstri Bergheima. Þá var einnig gagnrýnt að fulltrúar Hjallastefnunnar væru þegar byrjaðir að hafa afskipti af leikskólastarfinu og byrjaðir að kalla starfsfólk á fundi til viðræðna.

Í athugasemdum á Facebook-síðu Hafnarfrétta, fréttamiðils Þorlákshafnarbúa, þar sem frétt um málið er deilt, gagnrýna íbúar mjög að ekki skuli hafa verið haft samráð við þá um samningaviðræðurnar. Aðferðafræði Hjallastefnunnar sé umdeild og það sé skrýtið að foreldrum bjóðist ekki annar valkostur.

Segir vinnubrögðin ófagleg

Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir er íbúi í Þorlákshöfn, á barn á Bergheimum, er leikskólakennari og fyrrverandi starfsmaður Bergheima. Hún er verulega ósátt við hvernig staðið er að málinu öllu. „Þetta er algjört virðingarleysi við starfsmenn og foreldra. Það er virðingarleysi að taka svona stóra ákvörðun um stefnumótandi breytingu án þess að tala við kóng né prest.“

„Það er eins og þessu sé bara kastað út af einhverju skrifstofufólki sem hefur engan skilning á starfi leikskólans“

Segir ákvörðunina glapræðiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir segir allt of langt gengið með því að hefja samninga við Hjallastefnuna án þess að ráðgast við kóng eða prest.

Hrafnhildur bendir á að þær upplýsingar sem hafi borist um málið, og komi frá sveitarfélaginu, séu mjög misvísandi. Greint hafi verið frá því að búist sé við að Hjallastefnan taki við rekstrinum á næstu dögum til að mynda en svo sé nú talað um að setja eigi á fót stýrihóp með aðkomu foreldra og starfsmanna. „Það eru allir að fara í sumarfrí, er ætlast til þess að fólk vinni í stýrihóp í sumarfríinu sínu eða á þá bara ekki að hafa það með í ráðum. Hvað á eiginlega að gera? Þetta eru ekki fagleg vinnubrögð, það er eins og þessu sé bara kastað út af einhverju skrifstofufólki sem hefur engan skilning á starfi leikskólans.“

Hrafnhildur segir að henni hugnist ekki að hafa ekki val um að senda sitt barn annað en á Hjallastefnuleikskóla. „Það er ábyggilega margt þarna gott en það er líka margt sem ég set spurningamerki við. Mér finnst algjört glapræði að henda þessu svona fram og halda að enginn hafi skoðun á þessu. Það er gengið allt of langt, með frekju og virðingarleysi.“

Bæjarstjóri segir samráð verða haft

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að engar breytingar verði á aðgengi barna í Þorlákshöfn að leikskólanum, leikskólagjöld og opnunartími verði óbreytt og sveitarfélagið hafi eftir sem áður sömu stjórnunarlegu aðkomu að leikskólanum og verið hefur. Hins vegar muni, ef samningar takist, leikskólinn taka upp Hjallastefnuna.

Hvað varðar gagnrýni íbúa, foreldra og starfsmanna á að ekki hafi verið haft samráð við þau vill Elliði ekki taka undir það. „Ferlið er innan við tveggja sólarhringa gamalt og það er ekki búið að semja við Hjalla. Bæjarstjórn kom saman klukkan fjögur á mánudaginn og ákvað að taka upp viðræður við Hjalla. Innan við klukkutíma síðar er starfsmönnum tilkynnt um að taka eigi upp viðræður við Hjalla og að myndaður verði stýrihópur um framkvæmdina með aðkomu starfsmanna og foreldra. Innan við tveimur tímum frá ákvörðun er búið að tilkynna foreldrum þetta. Innan við þremur tímum eftir að fundur er haldinn er búið að senda fréttatilkynningu á bæjarmiðilinn og tilkynna íbúum þetta. Núna hefjast samningaviðræður, með aðkomu sveitarfélagsins, með aðkomu Hjalla, með aðkomu foreldra og með aðkomu starfsmanna.“

Athygli vekur, í ljósi þess sem Elliði segir hér að framan, að Stundin hefur upplýsingar um að einhverjum starfsmönnum Bergheima hafi verið tilkynnt um að semja ætti við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans þegar í hádeginu síðastliðinn mánudag, þó að fundur bæjarstjórnar þar sem ákvörðun var tekin hafi þá ekki enn farið fram. Eins voru fulltrúar Hjallastefnunnar mættir á svæðið áður en ákvörðunin var tekin.

Eðlilega er starfsfólki brugðið

Elliði segir að það muni taka þrjá til fjóra mánuði, hið minnsta, að klára samningaviðræður. Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að eyða óvissu sem starfsmenn og foreldrar væru í vegna þessa og því hafi strax verið upplýst um hver staðan væri. Í dag muni Hjallastefnan funda með foreldrum til að kynna þeim stöðuna og á mánudaginn muni bæjarfulltrúar funda með foreldrum.

„Það er ekki verið að fara þessa leið af því að allt sé ónýtt, það er verið að reyna að gera góðan rekstur enn betri“

Spurður af hverju viðræður við Hjallastefnuna um rekstur á Bergheimum væru hafnar segir Elliði að bæjarfulltrúar hafi mikla trú á Hjallastefnunni, þar séu sérfróðir aðilar um rekstur leikskóla og vilji bæjarstjórnar sé að með þessu sé hægt að gera góðan leikskóla enn betri. „Það er ekki verið að fara þessa leið af því að allt sé ónýtt, það er verið að reyna að gera góðan rekstur enn betri. Hjalli hefur sérfræðiþekkingu á rekstri leikskóla sem við höfum ekki, við erum að reka allt frá dráttarbáti og fráveitukerfi upp í leik- og grunnskóla.“ Verið sé að leita leiða til að gera hlutina betur.

Spurður hvernig starfsmönnum leikskólans hafi orðið við þessi tíðindi segir Elliði að þeim hafi brugðið við. „Þeim var bara eðlilega brugðið, og mjög auðvelt að bera virðingu fyrir því. Þetta er bæði starf sem fólk brennur fyrir að vinna og þetta er líka lífsviðurværi þess.“

Elliði segir að í gær hafi starfsmenn Hjallastefnunnar tekið viðtöl við starfsfólk leikskólans og hann hafi fengið þær upplýsingar að þeim fundum að yfirgnæfandi hluti starfsmanna myndi halda áfram. Það hafi verið von bæjarstjórnar. Spurður hvort skilyrði þess efnis hafi verið sett áður en til samningaviðræðna var gengið neitaði Elliði því. „Við stjórnum ekki ráðningum hjá Hjalla. Okkar von er sú að allir starfsmenn haldi sínum stöðum. Allur réttur starfsmanna verður virtur, allt sem þeir hafa áunnið sér mun halda sér. Til viðbótar verður vinnutími þeirra styttur, um fimm klukkutíma á viku fyrir starfsmenn í fullu starfi og laun þeirra hækka um einn launaflokk. Starfsmönnum verður ekki fækkað, þetta er ekki aðgerð til að skera niður eða draga úr starfsmannakostnaði. Þetta er fyrst og fremst til að auka gæði þjónustunnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár