Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ísland setur engin skilyrði um bann við skattaskjólum til að fá ríkisaðstoð vegna COVID

Ná­granna­ríki Ís­lands eins og Dan­mörk og Sví­þjóð hafa sett skil­yrði sem banna fyr­ir­tækj­um sem nýta sér skatta­skjól að fá rík­is­að­stoð vegna COVID. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, hef­ur bent á að setja ætti slík skil­yrði en Al­þingi hef­ur ekki tek­ið und­ir þetta.

Ísland setur engin skilyrði um bann við skattaskjólum til að fá ríkisaðstoð vegna COVID
Bjarni flutningsmaðurinn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur verið flutningsmaður lagarumvarpanna vegna COVId-19, nú síðast vegna greiðslu á launum á uppsagnarfresti. Ráðherrann hefur ekki sett skilyrði um skattaskjól í þessi frumvörp og þau hafa heldur ekki ratað inn í meðferðum Alþingis. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

Alþingi Íslendinga hefur ekki sett nein skilyrði í lagasetningu um fjárhagslegan stuðning vegna COVID-19 um að fyrirtæki í skattaskjólum eða á lágskattasvæðum geti ekki fengið slíka fjárhagsaðstoð.  Þetta hefur, hingað til, ekki verið gert í neinu lagafrumvarpi vegna afleiðinga COVID-19. 

Slík skilyrði hafa verið innleidd í mörgum Evrópulöndum, meðal annars nágrannalöndunum Danmörku og Svíþjóð, sem og í Frakklandi og Póllandi.  

Nú er Ísland vissulega fámennarara en þessi ríki og því má ætla að ekki séu eins mörg dæmi um notkun fyrirtækja á skattaskjólum.

Hins vegar þá eru ekki nema örfá ár síðan að Panamaskjölin svokölluðu sýndu fram á hlutfallslega mikla notkun Íslendinga á félögum í skattaskjólum í gegnum lögmannsstofuna Mossack Fonseca í Panama. Fjöldi félaga sem íslenskir aðilar áttu var jafnvel í sumum tilfellum meiri en fjöldi félaga frá ríkjum með íbúafjölda upp á fleiri milljónir. TIl að mynda voru um 600 félög tengd Íslendingum í viðskiptum við Mossack Fonseca á meðan þar var að finna 600 félög með tengsl við Svía þrátt fyrir að Svíþjóð sé 30 sinnum fjölmennara en Ísland. 

Gagnrýnt að skilyrðið útiloki of fáa

Í Danmörku hefur þetta skilyrði til dæmis útilokað 19 fyrirtæki frá því að njóta fjárhagslegs stuðnings ríkisins vegna afleiðinga COVID-19.

Þar í landi hefur verið bent á að skilgreining danskra yfirvalda á skattaskjólum gangi ekki nægilega langt og að þar með sé þetta skilyrði laganna að vissu leyti upp á punt þar sem það útiloki einungis 19 fyrirtæki frá ríkisaðstoðinni. 

„Þetta er klárt skilyrði að fyrirtæki mega ekki nota skattaskjól ef þau ætla að fá að njóta þeirrar aðstoðar sem ríkið hefur upp á bjóða í kórónakrísunni“

Ástæðan er sú að Danmörk ákvað að einungis dönsk fyrirtæki sem eru í beinni eigu fyrirtækja í skattaskjólum sem eru á svarta lista Evrópusambandsins geti verið útilokuð frá ríkisaðstoðinni. Óbeint eignarhald, í gegnum röð félaga, útilokar því ekki dönsk fyrirtæki frá því að njóta ríkisstuðningsins og beint eða óbeint eignarhald í lágskattaríkjum eins og Kýpur, Möltu eða Lúxemborg ekki heldur. 

En eftir sem áður er Danmörk með einhver slík skilyrði um notkun skattaskjóla í COVID-19 löggjöf sinni um fjárhagsaðstoð til fyrirtækja sem Ísland er til dæmis ekki með. 

Hefur vakið athygliSú staðreynd að Danmörk var eitt fyrsta landið til að banna fyrirtækjum sem vilja nýt sér fjárstuðning vegna COVID-19 vakti mikla athygli. Mette Fredriksen er forsætisráðherra Danmerkur.

Um þetta hefur talsmaður danskra sósíaldemókrata í skattamálum, Troels Ravn, sagt: „Þetta er klárt skilyrði að fyrirtæki mega ekki nota skattaskjól ef þau ætla að fá að njóta þeirrar aðstoðar sem ríkið hefur upp á bjóða í kórónakrísunni. Þessi ríkisstjórn hefur, ef einhver hefur gert það, tekið skýra afstöðu gegn þeim sem reyna að komast hjá greiðslu skatta.“

Danskir fjölmiðlar hafa hins vegar fjallað um fyrirtæki eins og flugvélamatarfyrirtækið Gate Gourmet sem hefur fengið 42 milljónir danskra króna í hlutabætur. Endanlegur eigandi félagsins er í skattaskjólinu Cayman-eyjum en þar sem eignarhaldið er í gegnum röð eignarhaldsfélaga í Lúxemborg og Sviss þá á skilyrðið í dönsku lögunum ekki við þetta fyrirtæki. Fyrirtækið í Danmörku þarf að vera í beinni eigu fyrirtækisins í skattaskjólinu til að skilyrðið eigi við um það. 

Ekki tekið tillit til hugmynda Indriða

Síðast í fyrradag skilaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis frá sér breytingartillögu vegna lagsetningar um greiðslu ríkisins á hluta launa starfsmanna sem fyrirtæki hafa sagt vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19.

Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, sendi nefndinni umsögn þar sem hann kom með tvær ólíkar útfærslur á því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fyrirtæki á lágskattasvæðum nýttu sér stuðninginn.  Með lágskattasvæðum átti Indriði við svæði þar sem greiddur tekjuskattur er minna en 2/3 hlutar sambærilegs skatts á Íslandi. 

Samkvæmt annarri hugmynd Indriða áttu „tengsl við lágskattasvæði ein sér“ að geta útilokað fyrirtæki frá því að geta nýtt sér stuðninginn: „Tillaga A felur í sér að tengsl við lágskattasvæði ein sér, þ.e. að hafa búið til möguleika á tekjuflutningi þangað, nægi til þess að útiloka viðkomandi aðila frá stuðningi með fé úr sjóðum almennings sem þeir hafa sýnt að þeir vilji ekki greiða sinn hluta til,“ eins og segir í erindi Indriða. 

Hin hugmynd Indriða var að fyrirtæki þyrfti að sýna fram á að það hefði ekki haft tengsl við fyrirtæki á lágskattasvæðum í þrjú ár. „Tillaga B er frábrugðin að því leyti að með henni er gengið skemmra. Í henni er miðað við að til þess að öðlast rétt skv. lögunum þurfi að liggja fyrir að viðkomandi félag hér á landi eða raunverulegur eignandi þess hafi ekki átt í fjárhagslegum samskiptum við aðila sem staðsettur er á lágskattasvæði síðast liðin þrjú ár. Formleg en óvirk tengsl af þessum toga hafi því ekki áhrif á rétt hans,“ sagði í tillögu Indriða. 

Efnahags- og viðskiptanefnd tók ekki tillit til þessarar tilllögu og eru engin slík skilyrði um að notkun lágskattasvæða eða skattaskjóla komi í veg fyrir að fyrirtæki geti nýtt sér þessa ríkisaðstoð á tímum COVID-19.  Þá var, eins og liggur auðvitað ljóst fyrir sökum þess að Indriði sendi þessa umsögn inn til að byrja, engin slíkt skilyrði um lágskattasvæði eða skattaskjól í upphaflegu frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. 

Mörg fyrirtæki með tengsl við lágskattasvæði

Þetta gerist samtímis og listi Vinnumálastofnunar og skýrsla Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina eru birt og í umræðunni. Í þeim gögnum koma fram nöfn þeirra fyrirtækja á Íslandi sem notað hafa hlutabótaleiðina á síðustu á mánuðum. 

Mörg þessara fyrirtækja eru með eignarhald á lágskattasvæðum og eða nota fyrirtæki á slíkum svæðum með einum eða öðrum hætti í starfsemi sinni. Líklegt má telja að mörg þeirra fyrirtækja sem ákváðu að nýta sér hlutabótaleiðina muni einnig nýta sér úrræði ríkisins um að það greiði hluta launa starfsmanna þeirra á uppsagnarfresti ef þeim verður sagt upp. 

Sem dæmi um fyrirtæki sem eru með beinu eða óbeinu eignarhaldi í skattaskjólum eða á lágskattasvæðum sem nýttu hlutabótaleiðina má nefna Sjóklæðagerðina, 66 gráður norður; matvælafyrirtækið Mata hf.; flutningafyrirtækið Samskip og hótelfyrirtækið Gistiver.

Þá nota fyrirtæki eins og til dæmis flugfélagið Air Atlanta félög á lágskattasvæðum eins og Möltu til að greiða laun starfsmanna sinna út í heimi jafnvel þó eignarhald félagsins sé alfarið á Íslandi. 

Ef ríkisvaldið leyfir það eru öll fyrirtæki í rétti

Eins og fjallað hefur verið um í Stundinni í nokkrum fréttum þá voru ekki sett inn nein ákvæði um skattaskjól í lögum um hlutabótaleiðina, stuðnings- eða brúarlán, nú eða nú síðast í lögin um þáttöku ríkisins í greiðslu launa á uppsagnarfresti. 

Þegar Stundin ræddi við framkvæmdastjóra matvælafyrirtækisins Mata, Eggert Árna Gíslason, og spurði hann hver væri endanlegur eigandi Möltufélagsins Coldrock Investments Limited á Möltu, sem aftur er í eigu annars félags á Möltu sem heitir HEGG, sagði hann að hann ætlaði ekki að ræða það:  „Ég kýs bara að tjá mig ekki um þessi mál. Mér finnst ég ekki hafa neina ástæðu til að tjá um þetta. Ef það hefði legið fyrir í byrjun að hafa einhverjar takmarkanir á því hverjir mættu nýta hlutabótaleiðina þá hefði ég bara sætt mig við það. En ég ætla ekki að fara í einhverja umræðu í baksýnisspeglinum um þetta.“  

Eins og Eggert bendir á var Mata hf. í fullum rétti til að nota hlutabótaleiðina af því engin skilyrði um eignarhald á lágskattasvæðum eins og Möltu höfðu verið sett inn í lögin. Mata hf. fylgdi því einfaldlega gildandi reglum og lögum. 

Sömu sögu má segja um önnur fyrirtæki sem eru í eigu félaga á lágskattasvæðum. Með því að setja engin skilyrði í lagasetninguna um fjárhagsaðstoðina vegna COVID-19 er meirihlutinn á Alþingi að leggja blessun sína yfir möguleikann á því að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning úr ríkissjóði.

Flutningsmenn frumvarpanna um COVID-19 stuðninginn er með þessu ekki að taka undir þær forsendur sem Indriði Þorláksson, til dæmis, byggir sína gagnrýni á skort á skilyrðum um bann við notkun skattaskjóla á.

„Skattaskjól sem slík eigi því að útiloka frá samskiptum á við önnur ríki og alþjóðasamfélagið“

Eins og Indriði orðaði það í umsögn sinni um frumvarpið um greiðslur ríkisins á launum á uppsagnarfresti vegna COVID-19:  Þá hefur sú skoðun „verið hefur að styrkjast í fjölþjóðlegu samstarfi, að skattaskjól séu sem slík skaðleg fyrir þjóðir heims frá efnahagslegu og félagslegu sjónarmiði, ræni lönd skatttekjum, séu hemill á efnahagslegar framfarir og auki misskiptingu eigna og tekna. Tilgangur þeirra sem þau nota sé sá einn að komast undan því að greiða sinn hluta af samfélagslegri starfsemi. Skattaskjól sem slík eigi því að útiloka frá samskiptum á við önnur ríki og alþjóðasamfélagið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár