Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þingkona VG styður ekki frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir seg­ir að verði frum­varp­ið að lög­um verði ekki heim­ilt að taka jað­ar­mál til efn­is­með­ferð­ar. Veik börn og þung­að­ar kon­ur sem sæktu hér um vernd yrðu þá end­ur­send á því sem næst sjálf­virk­an hátt.

Þingkona VG styður ekki frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga
Styður ekki frumvarp ráðherra Rósa Björk styður ekki frumvarp Áslaugar Örnu um breytingar á lögum um útlendinga.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, styður ekki frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Frumvarpið, segir Rósa, festir í sessi Dyflinar-reglugerðina og veldur því að ekki er hægt að taka til efnismeðferðar jaðarmál. Því væri ekki hægt að taka til meðferðar beiðnir fjölskyldna um vernd þar sem til að mynda börn með lífhótandi sjúkdóma væru meðal fjölskyldumeðlima eða ef um væri að ræða þungaðar konur sem væru komnar nánast að fæðingu. Þeim yrði sjálfvirkt vísað úr landi verði frumvarpið að lögum. Dómsmálaráðherra segir stefnu stjórnvalda mannúðlega.

Framhald fyrstu umræðu um frumvarpið fór fram í gærkvöldi á Alþingi og gagnrýndi Rósa Björk frumvarpið harðlega. Sagði hún frumvarpið valda því að endursendingar ákveðinna hópa sem hingað kæmu og óskuðu eftir vernd yrðu því sem næst sjálfvirkar. Þá væri komið í veg fyrir að hægt væri að taka svokölluð jaðarmál til efnismeðferðar hér á landi. „Til dæmis ef hingað kemur fjölskylda með vernd í Grikklandi og barn með alvarlegan hjartagalla, þá er ekki heimilt samkvæmt þessu frumvarpi að taka slík mál til efnismeðferðar. Jafnvel þó að fjölskylda sem til okkar leitar með verndarstöðu er með barn sem þarfnast læknisaðstoðar eða ef kona er ólétt og nánast komin að fæðingu eða börn í viðkvæmri stöðu eða hefur fest rætur í íslenska skólakerfinu.“

Finnst framgangan dapurleg á tímum Covid-19

Rósa sagði enn fremur að ef frumvarpið yrði að lögum myndi það gera að verkum að stjórnvöld gætu vísað fólki aftur til Grikklands, Ungverjalands og Búlgaríu. Allt eru það lönd sem hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir slæman aðbúnað flóttafólks.

„Sérstaklega dapurlegt að verða vitni að því að íslensk stjórnvöld séu á tímum Covid-19 að reyna að leita allra leiða til að synja fólki“

Rósa Björk er varaformaður flóttmannanendar Evrópuráðsþingsins og sagði hún að í því ljósi væri „alveg sérstaklega dapurlegt að verða vitni að því að íslensk stjórnvöld séu á tímum Covid-19 að reyna að leita allra leiða til að synja fólki um umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi og snúa þeim hreinlega til baka.“

Ráðherra segir Ísland standa sig vel

Áslaug Arna svaraði því til að enn myndi fólk sem hingað kæmi til lands, og hefði fengið vernd annars staðar, fá einstaklingsbundna skoðun og það yrði metið hvort endursending þess myndi brjóta í bága við útlendingalög og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá sagði ráðherrann einnig að þrátt fyrir að frumvarpið yrði að lögum yrði áfram staðið við þá ákvörðun að senda fólk ekki til baka til landa eins og Grikklands eða Ungverjalands, það myndi ekki breytast.

„Varðandi stefnu okkar þá er hún mannúðleg, við erum að veita fólki sem er í þörf fyrir vernd alþjóðlega vernd og við erum talin standa okkur vel í þeim efnum þegar litið er til landa í kringum okkur,“ sagði Áslaug Arna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár