Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lokahóf, afdrep og djass

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 8. til 22. maí.

Lokahóf, afdrep og djass

Þetta og ekki svo margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara. Margir viðburðirnir eru ókeypis, en hægt er að styðja listamenn með því að kaupa verk þeirra eða plötur á netinu.

Ísland vaknar úr dvala

Hinn 4. maí síðastliðinn var gefið út leyfi til að aflétta vissum þáttum samkomubannsins, og má því segja að landið og borgin séu að vakna til lífs á ný. Enn eru fjöldatakmarkanir í gildi og gerð krafa um tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga, en þetta heimilar þó nokkrum menningarstofnunum að opna dyr sínar á ný. Þar má nefna Listasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafnið, Borgarbókasafnið, Hafnarborg og fleiri staði. Einnig hafa mörg kvikmyndahús opnað dyr sínar, en vegna COVID-19 hafa engar nýjar myndir verið gefnar út og því er dagskráin full af endursýndum eldri myndum. Stefnt er að því að opna sundlaugar 18. maí, en þó með áðurnefndum takmörkunum. Einhverjir barir hafa nú þegar opnað dyr sínar, en ekki er búist við frekari tilslökunum fyrr en 25. maí.

Lokahóf Glópagull: Þjóðsaga

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 9. maí kl. 14.00–17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýning Steinunnar Gunnlaugsdóttur samanstendur af tveimur sjálfstæðum verkum sem tengjast í gegnum ólík en skyld vísindaleg ferli sem fara fram á hríðdimmri heiði í grennd við mannabyggðir. Steinunn vinnur þvert á miðla og gerir skúlptúra, myndbönd, hljóðverk, teikningar, gjörninga og innsetningar.

Elín Ey

Hvar? Samtökin ‘78
Hvenær? 9. maí kl. 20.00
Streymi: FB-síða Samtakanna

Tónlistarkonan Elín Ey hefur verið virk í íslensku tónlistarsenunni um árabil og komið fram bæði undir eigin nafni og með hljómsveitinni Sísý Ey. Nýverið gaf hún út stuttskífuna Gone, en búast má við því að hún verði spiluð ásamt eldra efni. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Hinsegin daga.

Risa kílómarkaður Rauða krossins

Hvar? Rauðakrossbúðin Skútuvogi
Hvenær? 9. & 10. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu hafa í mörg ár unnið gegn fatasóun með því að safna notuðum fötum og bjóða landsmönnum að kaupa föt í góðu ástandi gegn vægri þóknun í stað þess að senda erlendis til endurnýtingar. Þessa helgi eru föt verðlögð eftir kílóamagni, og því auðvelt að gera góð kaup á mikið af fötum.

Smásala

Hvar? Harbinger
Hvenær? 9.–30. maí 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Retail, eða Smásala, er einkasýning Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar. Skúlptúrarnir sem eru til sýnis eru innblásnir af hlutum sem seldir eru í búðum, og einnig af sýningakerfunum hvar slíkum hlutum er stillt fram. Sýningin fjallar því um fagurfræðilegar nautnir verslunarblætisins og um ánægjuna af skringileikanum sem því fylgir.

Erling Klingenberg

Hvar? Nýló & Kling & Bang
Hvenær? 9. maí–28. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning veitir skýra og nýja sýn á tengingar, samhengi og innihald verka frá 25 ára litríkum ferli Erlings T.V. Klingenbergs. Listaferill hans hefur einkennst af heiðarleika og húmor, en verk frá mismunandi tímabilum verða til sýnis í Marshallhúsinu, bæði í rými Nýló og Kling & Bang.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 8., 15., & 22. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Múlinn jazzklúbbur heldur uppi virkri dagskrá í maí, en hann flytur tónlist þrisvar á næstu tveimur vikum í Flóanum, sem er stórt og opið rými Hörpu sem býður upp á nægt rými til að virða tveggja metra regluna. Hinn 8. maí kemur Frelsissveit Nýja Íslands fram, 15. eru ókeypis tónleikar með Halli’s Mafaggas, og 22. kemur Kvartett Ólafs Jónssonar fram.

Gjörningar í Ekki brotlent enn

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Mánudaga og föstudaga kl. 14.30 & 15.15
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Sýning Andreas Brunners, Ekki brotlent enn, hefur verið framlengd til 7. júní. Sýningin samanstendur af afsteypum og skúlptúrum með vísun í allt frá frummyndum hugmynda yfir í forn-grískar sögur og Bleika pardusinn. Á mánudögum og föstudögum fer fram gjörningur þar sem tveir aðilar mála súlu aftur og aftur, í mismunandi litum, í eins konar eilífri hringrás.

Þögult vor

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 17. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þögult vor er samsýning Lilju Birgisdóttur, Herttu Kiiski og Katrínar Elvarsdóttur þar sem þær kalla fram ljúfar og hlýjar tilfinningar gagnvart náttúrulegu umhverfi okkar. Með því að einbeita sér að fegurðinni í því fundna, sem fær að ganga í endurnýjun lífdaga, vonast þær til að ná að vekja tímabæra virðingu fyrir viðkvæmu ástandi hins hrörnandi heims.

Afdrep

Hvar? Veður og vindur gluggagallerí
Hvenær? Til 27. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Afdrep eftir Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnasonar er tilraun til að tjá tilfinningalegt landslag með því að leita inn á við, fylgja rödd okkar innra barns inn í lendur undirmeðvitundarinnar og dagdrauma. Í rýminu er skapað sérstakt andrúmsloft með þar sem hringrás lífræns niðurbrots og endurbyggingar, taktur og seigla náttúrunnar er í fyrirrúmi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
10
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár