Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Andleg heilsa á tímum Covid-19

Al­menn­ing­ur hlú­ir að and­legri heilsu á for­dæma­laus­um tím­um.

Andleg heilsa á tímum Covid-19

„Nú þegar mikið er rætt um COVID-19 faraldurinn í samfélaginu er eðlilegt að margir finni fyrir áhyggjum og jafnvel kvíða yfir heilsu sinni og annarra. Það er vissulega mikilvægt að fræðast um veiruna og hvernig hægt er að verja sig og sína en það er ekki síður mikilvægt að huga að geðheilsunni og gæta þess að áhyggjur bitni ekki á andlegri heilsu.“ 

Hinn 13. mars síðastliðinn birtist tilkynning á heimasíðu Landlæknisembættisins varðandi andlega heilsu á tímum Covid-19. Í tilkynningunni er farið yfir ýmsa þætti, til að mynda að kvíði sé okkur eðlislægur á tímum sem slíkum eða „áhyggjur og kvíði eru eðlileg viðbrögð í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir óþekktri ógn,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. 

Því er þó fljótlega komið í orð að þó svo að kvíði sé eðlilegur og jafnvel gagnlegur í sumum aðstæðum sé einkar mikilvægt að hann taki ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár