Þessi grein er rúmlega 7 mánaða gömul.

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Tvö „mjög stór“ snjóflóð féllu á Flat­eyri. Snjóflóða­varn­ir vörðu byggð­ina að mestu, en bæði flóð­in vekja spurn­ing­ar hjá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Tvö „mjög stór“ snjóflóð féllu á Flat­eyri. Snjóflóða­varn­ir vörðu byggð­ina að mestu, en bæði flóð­in vekja spurn­ing­ar hjá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft yfir Flateyri í gærkvöldi og olli tjóni á bátaflota bæjarins „virðist hafa verið mjög stórt“, að mati Veðurstofu Íslands.

Hitt snjóflóðið sem féll, úr Innra-Bæjargili og lenti hinum megin í bænum, og fór yfir snjóflóðavarnirnar, veldur því að Veðurstofan mun fara yfir gögn og matsferla, þar sem veður þótti ekki gefa tilefni til þess að rýma svæðið.

Aðstæður ekki metnar hættulegar

Unglingsstúlka grófst undir í flóðinu, en var bjargað af heimamönnum í björgunarsveitinni Sæbjörgu. Húsið er illa farið, eins og sést af meðfylgjandi myndum. 

„Snjóflóðavakt Veðurstofunnar mat snjóflóðahættuna í gær ekki svo að aðstæður væru þannig“

„Snjóflóðavakt Veðurstofunnar mat snjóflóðahættuna í gær ekki svo að aðstæður væru þannig. Veðurhamurinn í þessari snjóflóðahrinu var ekki jafn mikill og í hrinunni árið 1995 og því voru aðstæður metnar skárri nú. Þegar þessari hrinu slotar þarf að greina veðuraðdraganda hennar og upplýsingar um þessi og önnur flóð sem fallið hafa í henni til þess að geta sagt nánar til um ástæður þess að svo stór flóð féllu nú.“

Legið fyrir að flætt geti yfir varnargarða

Legið hefur fyrir í skýrslum og mati á snjóflóðahættu að flóðin geti náð yfir varnargarða þegar þau eru stærst.

„Flóðið úr Innra-Bæjargili kallar á mat á virkni varnargarðsins og ýtarlegar mælingar á flóðunum sem féllu í gær. Mæla þarf hversu mikið rann yfir garðinn og hvernig flóðtungan þar liggur til þess að sjá betur hvernig flóðið féll á garðinn og hversu stór hluti þess rann yfir hann. Einnig þarf að mæla þykkt og rúmmál flóðsins og kanna hvort flæddi yfir garðana ofar í hlíðinni. Þetta verður gert strax og aðstæður leyfa,“ segir í greiningu snjóflóðavaktar Veðurstofu Íslands.

Eyðileggingin blasir við

Stundin birtir hér myndir af eyðileggingunni eins og hún blasir við eftir snjóflóðin. Myndirnar tók Önundur Pálsson, íbúi á Flateyri.

Á myndunum sést bátafloti Flateyringa liggja í höfninni, en snjóflóðavarnir miðuðust við að verja byggðina en ekki höfnina. „Varnargarðurinn beindi því frá byggðinni og til sjávar, en garðurinn er ekki miðaður við að verja hafnarsvæðið.“

Enn snjóflóðahætta 

Hér eru nýjustu fréttir frá Almannavörnum:

Uppfært kl. 15.15: „Enn er snjóflóðahætta á Vestfjörðum og óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Í undirbúningi er flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Athugað verður með flug til Ísafjarðar nú í eftirmiðdaginn. Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnnar vedur.is og hjá Vegagerðinni.“

Faðir stúlkunnar á leið vestur 

Uppfært kl. 16:00.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. Til stóð að sækja allt að þrjá á Flateyri til að koma þeim undir læknishendur. Vegna ófærðar síðustu daga hafa þeir ekki komist frá bænum. Um leið átti að sækja einn til Ísafjarðar og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. 

Á leið vestur var faðir stúlkunnar sem grófst undir í snjóflóðinni einnig um borð í þyrlunni. Honum var boðið að fara með svo hann gæti hitt dóttur sína. Gert er ráð fyrir að þyrlan lendi fyrir vestan á fimmta tímanum í dag. 

Ástandið í höfninniÓttast er að allir bátarnir séu ónýtir.
Ólafstún 14Unglingsstúlka lenti undir flóðinu í herbergi sínu fjallsmegin í húsinu. Móðir hennar og tvö börn komust út af sjálfsdáðum.
Þakskemmdir á Ólafstúni 14
Snjóflóðavarnir í baksýnHæð snjóflóðavarna, sem flóðið sprakk yfir, sést á myndinni.
Heimilið fariðFjögurra manna fjölskylda bjó í húsinu. Það tók björgunarsveitarmenn 40 mínútur að grafa unglingsstúlku út úr herbergi sínu, þar sem hún hafði legið í rúminu í fósturstellingu undir sæng og snjófargan.
Varðskip í baksýnÍ forgrunni sést flotbryggjan, sem færðist yfir höfnina við flóðið.
Yfirsýn yfir höfninaUmmerki snjóflóðs og flóðbylgju eru á vettvangi, en enn á eftir að meta hvað raunverulega gerðist.
Smábátur í fjörunniHér sést hvernig kraftur flóðanna feykti trillu upp í fjöru.
SokkinnBátur sokkinn í krapa og sjó. Fiskikar sést fyrir miðið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“
Þrautir10 af öllu tagi

104. spurn­inga­þraut: „Þeir eru til sem telja að land­svæð­ið og þó einkum ná­grenni þess sé ein­stak­lega hættu­legt.“

Hér er þraut­in frá í gær! Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni má sjá svo­nefnt Is­ht­ar-hlið (eða Bláa hlið­ið) sem eitt sinn var í borg­ar­múr­un­um um­hverf­is kon­ungs­höll­ina í Babýlon, en var í upp­hafi 20. ald­ar flutt til annarr­ar borg­ar og er þar til sýn­is. Hvar? Og hver er mað­ur­inn á neðri mynd­inni? +++ 1.   Hvað heita fjöll­in með um­lykja rúm­ensk/ung­versku slétt­una í...
DÓMARINN OG ÞUMALLINN. Svar við svari Jóns Steinars.
Blogg

Stefán Snævarr

DÓM­AR­INN OG ÞUM­ALL­INN. Svar við svari Jóns Stein­ars.

Ég vil þakka Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni fyr­ir kurt­eis­legt og mál­efna­legt svar við færslu minni um laga­sýn hans („Margra kosta völ?“). Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort hug­mynd­ir mín­ar um lög séu að ein­hverju leyti inn­blásn­ar af föð­ur mín­um en svo er ekki. Við rædd­um þessi mál aldrei svo ég muni. Upp­lýst dómgreind. Laga­sýn mín er mest­an part ætt­uð úr...
Stundaði Samherji arðrán í Namibíu? Mútur og greiðslur í skattaskjól tvöfalt hærri en bókfært tap
GreiningSamherjaskjölin

Stund­aði Sam­herji arð­rán í Namib­íu? Mút­ur og greiðsl­ur í skatta­skjól tvö­falt hærri en bók­fært tap

Sam­herji og Morg­un­blað­ið full­yrða að „ekk­ert arð­án“ hafi átt sér stað í rekstri Sam­herja í Namib­íu. Þetta er nið­ur­staða þess­ara að­ila þeg­ar ein­göngu er horft á rekst­ur dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu. Þeg­ar horft er rekst­ur­inn í stærra sam­hengi flæk­ist mynd­in.
Birtingur tapaði 236 milljónum í fyrra
Fréttir

Birt­ing­ur tap­aði 236 millj­ón­um í fyrra

Ta­prekst­ur út­gáfu­fé­lags­ins sem gef­ur út Mann­líf og fleiri blöð jókst milli ára. Hluta­fé fé­lags­ins hef­ur ver­ið auk­ið um rúm­lega hálf­an millj­arð króna til að fjár­magna tap­ið á þrem­ur ár­um.
Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
Fréttir

Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir að borg­in aug­lýsi störf kenn­ara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.
Huawei, „Kínaveiran“ og gula ógnin
Úttekt

Huawei, „Kína­veir­an“ og gula ógn­in

Banda­rísk­ir fjöl­miðl­ar á borð við New York Times tala um að nýtt kalt stríð sé haf­ið, í þetta sinn á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Í því stríði sé bar­ist með há­tækni, í net­heim­um og með áróðri og við­skipta­höft­um. Eft­ir að hafa snú­ið baki sínu við al­þjóða­sam­fé­lag­inu í fjög­ur ár seg­ist Trump Banda­ríkja­for­seti nú reiðu­bú­inn að leiða Vest­ur­lönd í bar­átt­unni gegn heims­yf­ir­ráð­um Kín­verja en efa­semd­ir eru um að hann hafi til þess burði.
103. spurningaþraut: „Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“
Þrautir10 af öllu tagi

103. spurn­inga­þraut: „Eng­in kona hef­ur hing­að til getað orð­ið tón­skáld. Því skyldi ég bú­ast við að verða sú fyrsta?“

Hér er þraut­in „10 af öllu tagi“ frá því í gær! Auka­spurn­ing­ar í dag eru þess­ar: Hvaða orr­ustu er lýst á þeirri út­saum­uðu mynd, sem sést hér að of­an? Hver er kon­an á neðri mynd­inni? Hér eru svo 10 af öllu tagi: 1.   Hvaða pest er tal­in hafa borist til Ís­lands ár­ið 1402? 2.   Banda­rísk­ur hers­höfð­ingi lét að sér kveða...
Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
Fréttir

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi keypti fyr­ir­tæki af fé­lagi sem for­stjór­inn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.
Margra kosta völ?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Aðsent

Jón Steinar Gunnlaugsson

Margra kosta völ?

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son svar­ar skrif­um Stef­áns Snæv­arr í Stund­inni.
Kapítalisminn drepur lýðræðið um hábjartan dag
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

Kapí­tal­ism­inn drep­ur lýð­ræð­ið um há­bjart­an dag

Á vafri mínu ný­lega datt ég nið­ur á svar frá Hall­grími Helga­syni sem vakti hjá mér áhuga. Á þræði um Sósí­al­ista­flokk­inn ákvað Hall­grím­ur að lýsa skoð­un sinni á sósí­al­isma og seg­ir: "Sósí­al­ismi hef­ur því mið­ur yf­ir­leitt end­að í ein­ræði, þar sem hann hef­ur ver­ið reynd­ur". Ég verð að við­ur­kenn að mér brá svo­lít­ið við að lesa þetta. Hvernig get­ur mað­ur...
Frásagnir mæðra af ofbeldi kerfisins
Fréttir

Frá­sagn­ir mæðra af of­beldi kerf­is­ins

Sam­tök­in Líf án of­beld­is birta sög­ur mæðra sem hafa yf­ir­gef­ið of­beld­is­sam­bönd, en upp­lifa hörku kerf­is­ins sem hygl­ir hags­mun­um of­beld­is­manna og lít­ur fram hjá frá­sögn fórmar­lamba þeirra.