Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur Sæ­bjarg­ar, seg­ist gátt­að­ur og meyr yf­ir stuðn­ingn­um sem muni gagn­ast sveit­inni til kaupa á nauð­syn­leg­um bún­aði. Mynd­band sýn­ir björg­un­ar­sveitar­fólk að störf­um eft­ir flóð­in.

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur Sæ­bjarg­ar, seg­ist gátt­að­ur og meyr yf­ir stuðn­ingn­um sem muni gagn­ast sveit­inni til kaupa á nauð­syn­leg­um bún­aði. Mynd­band sýn­ir björg­un­ar­sveitar­fólk að störf­um eft­ir flóð­in.

Formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri segist gáttaður á þeim mikla stuðningi sem að sveitin hafi fengið alls staðar að af landinu eftir vasklega framgöngu hennar eftir snjóflóðin sem féllu á þorpið. Í meðfylgjandi myndbandi, neðst í fréttinni, má sjá björgunarsveitarmenn að störfum á fyrsta sólarhring eftir flóðin. Björgunarsveitarmenn fundu og björguðu fjórtán ára stúlku, Ölmu Sóley Ericsdóttur, úr öðru snjóflóðinu sem féll á tólfta tímanum á þriðjudagskvöld. Tók það liðsmenn sveitarinnar ekki nema um 40 mínútur að ná Ölmu út. „Ég get eiginlega ekki lýst því, maður er hálf gáttaður á þessum mikla stuðningi. Ég er mjög þakklátur og bara meyr yfir þessu, segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar.“ 

Alltaf með það í huga að flóð geti fallið

Magnús Einar Magnússon

Um ár er síðan að haldin var björgunarsveitaræfing á Flateyri þar sem viðbrögð við snjóflóði voru æfð, rústabjörgun og annað tengt. Magnús segir að það hafi gagnast mjög í vikunni. „Maður er alltaf með þetta í hausnum. Síðastliðinn vetur lentu einmitt tveir björgunarsveitarmeðlimir í snjóflóði á Flateyrarvegi, konan mín og dóttir voru í öðrum bílnum og vinafólk okkar í hinum. Maður er þess vegna alltaf með þetta í huga.“

Flateyrarvegur var loks opnaður í gær eftir að þorpið hafði verið einangrað í tæpa viku en Magnús segir að honum hafi þó verið lokað aftur og hann síðan hafður opinn undir eftirliti vegna þess að snjóruðningsmenn hafi séð stór snjóflóð úti í firðinum þegar þeir voru að ryðja. „Menn þorðu ekki að hafa veginn opinn fyrr en búið væri að grannskoða í öll gil inni með firðinum. Vegurinn var síðan opnaður klukkan átta í morgun. Ég var að fara með börn í leikskólann, það er í fyrsta skiptið sem skólinn og leikskólinn eru opnir núna þannig að það má segja að lífið sé farið að nálgast sinn vanagang hérna.“

„Það voru dæmi um fólk sem hafði ekki farið út úr húsi frá því síðasta föstudag“

Magnús segir að heimamenn í björgunarsveitinni Sæbjörgu hafi fengið langþráða hvíld í nótt þar sem þeir hafi getað sofið og safnað kröftum. Liðsauki sem barst af höfuðborgarsvæðinu verið afskaplega mikilvægur. „Það var afskaplega gott að fá þessa menn sem komu að sunnan, með sérhæfingu í rústabjörgun og fleiru. Þeir tóku yfir vettvanginn uppi í Ólafstúni í gær fyrir okkur svo að við gátum verið í ýmsum verkefnum, til að mynda að hjálpa fólki sem ekki hefur komist út úr húsunum sínum í viku eða svo. Það voru dæmi um fólk sem hafði ekki farið út úr húsi frá því síðasta föstudag. Eins er spáð mjög mikilli hláku á morgun sem gæti valdið miklum þyngslum á til dæmis þökum. Verkefni dagsins verður því að hreinsa af þökum og aðstoða fólk við ýmislegt til að reyna að forða slíku tjóni og eins vatnstjóni.“

Mun gagnast sveitinni mjög

Áskorun gengur á nú víða á netinu um að styrkja við björgunarsveitina Sæbjörgu eftir vasklega framgöngu þeirra og segir Magnús að stuðningurinn sé gífurlegur. „Ég er bara meyr yfir þessu, þetta er svo svakalegur stuðningur, alls staðar að. Ég get eiginlega ekki lýst því, maður er hálf gáttaður á þessum mikla stuðning. Ég er mjög þakklátur og meyr yfir þessu.“

„Maður er hálf gáttaður á þessum mikla stuðningi“

Magnús segir að fjárhagslegi stuðningurinn sem sveitin hefur fengið síðustu daga muni gagnas mjög vel við kaup á tækjum og búnaði. „Við höfum verið mjög vel búin af snjóflóðagræjum, ýlum, stöngum og skóflum og svona. Við eigum flestan annan búnað en kannski bara eitt af öllu. Sjúkrabörurnar okkar fóru til dæmis með sjúklingnum yfir á Ísafjörð á miðvikudaginn og þá áttum við ekki börur eftir hér á Flateyri. Þetta mun því gagnast okkur mjög. Við munum setjast niður þegar hlutirnar fara að róast og kaupa það sem okkur vantar.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

74. spurningaþraut: Reynistaðabræður? Risaeðlan?
Þrautir10 af öllu tagi

74. spurn­inga­þraut: Reyn­istaða­bræð­ur? Risa­eðl­an?

Auka­spurn­ing­ar: Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? Og hver er kon­an á neðri mynd­inni? 1.   Hvað heit­ir stærsta varð­skip Ís­lend­inga um þess­ar mund­ir? 2.   Hvað heit­ir stærsti fjörð­ur­inn sem geng­ur inn úr Breiða­firði? 3.   Hver leik­stýrði kvik­mynd­inni „Með allt á hreinu“? 4.   Hver hóf skáld­sagna­fer­il sinn með bók­inni Hella ár­ið 1990? 5.   Hvenær urðu Reyn­istaða­bræð­ur úti á Kili? Hér má...
Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand
FréttirVerkalýðsmál

Kjara­deil­ur sigla Herjólfi í strand

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa gef­ið út að með­lim­ir þeirra muni ekki ganga í störf fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags­ins á Herjólfi á með­an að þeir eru í verk­falli. Herjólf­ur mun ekki sigla til Vest­manna­eyja á með­an að vinnu­stöðv­un er í gangi.
Sögufölsun felld af stalli
Úttekt

Sögu­föls­un felld af stalli

Mót­mæl­end­ur í Banda­ríkj­un­um krefjast upp­gjörs og vilja stytt­ur og minn­is­merki um suð­ur­rík­in burt. Sagn­fræð­ing­ur seg­ir það ekki í nein­um takti við mann­kyns­sög­una að lista­verk á op­in­ber­um stöð­um séu var­an­leg.
73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?
Þrautir10 af öllu tagi

73. spurn­inga­þraut: Hver var næst­fyrsta kon­an í Biblí­unni?

Auka­spurn­ing­ar: Hvað er það sem sést á efri mynd­inni? Og hver er karl­inn á neðri mynd­inni? 1.   Getafix heit­ir öld­ung­ur einn, hann veit lengra nefi sínu, eins og sagt er, en er einkum vel að sér um jurta­fræði hvers kon­ar og kann öðr­um bet­ur að brugga ým­is lyf og kraftamixt­úr­ur um þeim. Til að ná sér í jurtir til að...
Einkafyrirtæki í sjálfboðastarfi andspænis ráðherraræði
Blogg

Þorbergur Þórsson

Einka­fyr­ir­tæki í sjálf­boð­a­starfi and­spæn­is ráð­herr­a­ræði

Mál Kára Stef­áns­son­ar, Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar og for­sæt­is­ráð­herra Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er for­vitni­legt. Ís­lensk erfða­grein­ing hef­ur skim­að tug­þús­und­ir Ís­lend­inga ís­lenska rík­inu að kostn­að­ar­lausu, en for­sæt­is­ráð­herra læt­ur eins og það sé bara sjálfsagt mál að einka­fyr­ir­tæk­ið sinni þessu verk­efni áfram. En þar kom að þol­in­mæði einka­fyr­ir­tæk­is­ins brast. Kári sendi ráð­herr­an­um bréf þann 1. júlí sl. og hvatti til þess að rík­is­vald­ið tæki sig...
Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar
FréttirVirkjanir

Um­hverf­isáhrif smá­virkj­un­ar sýna veik­leika ramm­a­áætl­un­ar

Skipu­lags­stofn­un seg­ir virkj­un í Hverf­is­fljóti munu raska merku svæði Skaft­árelda­hrauns. Meta ætti smá­virkj­an­ir inn í ramm­a­áætl­un þar sem þær geti haft nei­kvæð um­hverf­isáhrif.
Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Fréttir

Fleiri bíða eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um og bíða leng­ur

Bið­list­ar eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um hafa lengst und­an­far­inn ára­tug og markmið stjórn­valda um bið­tíma hafa ekki náðst. Opn­un nýrra hjúkr­un­ar­rýma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur létt á stöð­unni.
72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni
Þrautir10 af öllu tagi

72. spurn­inga­þraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hár­ná­kvæmt svar við einni spurn­ing­unni

Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni að of­an, hver er kon­an? Á mynd­inni að neð­an, hvað er þetta? Og að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir for­seti Frakk­lands? 2.   Hvað hét for­set­inn sem hann leysti af hólmi? 3.   Í hvaða heims­álfu er rík­ið Bel­ize? 4.   Hvað eru phot­on og glu­on? Svar­ið þarf ekki að vera hár­ná­kvæmt. 5.   Empire State bygg­ing­in í New York-borg í Banda­ríkj­un­um er...
María Ósk Sigurðardóttir látin: „Hún heillaði alla sem hún hitti“
Fréttir

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lát­in: „Hún heill­aði alla sem hún hitti“

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lést 2. júlí og skil­ur eft­ir sig stóra fjöl­skyldu, með­al ann­ars fjög­ur börn og tvö barna­börn. Gest­ný Rós, syst­ir Maríu, ræð­ir við Stund­ina um syst­ur sína eins og hún var og eins og fjöl­skyld­an vill að henn­ar verði minnst, með virð­ingu og kær­leika.
Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði

Mess­an­um lok­að eft­ir mót­mæli fyrr­um starfs­fólks

Sjáv­ar­rétt­ar­stað­ur­inn Mess­inn opn­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag eft­ir eig­enda­skipti. Fyrr­um starfs­fólk sem hef­ur ekki feng­ið borg­að laun í fjóra mán­uði mót­mælti fyr­ir ut­an degi síð­ar. Við­skipta­vin­ir létu sig hverfa og staðn­um var lok­að.
Erfðasynd er sjálfsuppfyllandi spádómur
Blogg

Símon Vestarr

Erfða­synd er sjálfs­upp­fyll­andi spá­dóm­ur

Hver sagði okk­ur að við vær­um grimm, sjálfs­elsk og drottn­un­ar­gjörn dýra­teg­und? Og af hverju trúð­um við því?   Í mínu til­felli er því auð­svar­að. Ég ólst upp við að taka bibl­í­una mjög al­var­lega og rauði þráð­ur­inn í gegn­um hana er hug­tak­ið erfða­synd; sú hug­mynd að Guð hafi mót­að okk­ur í sinni mynd en að eitt af hinum sköp­un­ar­verk­um hans hafi...
Fyrirtæki hafa neitað að taka við Ferðagjöf stjórnvalda
Fréttir

Fyr­ir­tæki hafa neit­að að taka við Ferða­gjöf stjórn­valda

Dæmi eru um það að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu neiti að taka við Ferða­gjöf. Oft er um mis­skiln­ing að ræða. „Fyr­ir­tæki skrá sig til leiks á eig­in ábyrgð,“ seg­ir Ferða­mála­stofa.